Náttúruvernd Íslands Sigrún Helgadóttir skrifar 6. júlí 2016 07:00 Vorið 2002 var samþykkt á Alþingi að stinga veikburða starfsemi náttúruverndar á Íslandi ofan í skúffu hjá öflugri Hollustuvernd ríkisins svo að úr yrði Umhverfisstofnun. Það var mikið óheillaskref fyrir náttúruvernd á Íslandi. Í stað þess hefði átt að skerpa línur á milli fagsviða og efla Náttúruvernd ríkisins og færa undir þá stofnun hina fjölmörgu aðila sem höfðu það hlutverk að annast land sem nýtt var til náttúruverndar, upplifunar og ferðalaga. Það verður sífellt ljósara hversu slæm og skammsýn ráðstöfun þetta var. Sem betur fer var þetta mannanna verk sem hægt er að bæta úr og það verður að gera sem allra fyrst. Náttúruvernd Íslands ætti að halda utan um öll friðlýst náttúruverndarsvæði landsins. Þau eru fjölmörg, stór og smá, um allt land og friðlýst á ýmsa vegu; friðlönd, náttúruvætti og þjóðgarður (Snæfellsjökull). Sum svæðin eru í raun þjóðgarðaígildi, til dæmis Friðland að fjallabaki og Hornstrandafriðland. Á sínum tíma, þegar þessi svæði voru friðlýst, var ákvæði í náttúruverndarlögum sem kom í veg fyrir að hægt væri að friðlýsa þau sem þjóðgarða vegna þess að svæðin voru ekki ótvírætt eða ekki að öllu leyti í eigu ríkisins. Eftir að náttúruverndarlögum hafði verið breytt hefði verið hægt að vinna að því að þau og fleiri svæði nytu verndar og viðurkenningar sem þjóðgarðar. Ekki er að sjá að svo sé unnið.Komið í veg fyrir heildarhugsun Náttúruvernd Íslands ætti líka að halda utan um Þingvallaþjóðgarð og Vatnajökulsþjóðgarð. Það er svo sjálfsagt að það tekur því varla að reyna að rökstyðja það enn og einu sinni. Hvað Þingvelli varðar þá hefur slík skipan verið rökstudd í meira en hálfa öld, eða allt frá því að fyrstu almennu náttúruverndarlögin voru samin og samþykkt á Alþingi árið 1956. Hins vegar hafa skammsýnir þingmenn sífellt komið í veg fyrir þessa sjálfsögðu heildarhugsun, Þingvallaþjóðgarði mjög til tjóns þar sem hann teygir sig um fjöll og auðnir. Undir Náttúruvernd Íslands ættu líka að fara staðir sem nú eru í umsjón Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins en eru þó fyrst og fremst ferðamannastaðir. Þetta eru staðir eins og Dimmuborgir, Ásbyrgi og Þórsmörk, en Mörkin ætti auðvitað líka að vera þjóðgarður eða hluti stærri þjóðgarðs. Á síðustu árum hafa stór landsvæði verið skilgreind sem þjóðlendur. Margar þjóðlendna eru á hálendinu og eru mikilvæg svæði til ferðalaga og náttúruupplifunar. Þær ættu að vera í umsjón Náttúruverndar Íslands. Sama er að segja um afréttir sumra ríkisjarða, ekki síst þeirra sem ná langt upp á hálendið. Ábúendur jarða hafa nóg með sinn búskap og ekki er hægt að ætla þeim að hafa eftirlit og byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn á afréttum jarðanna. Gott dæmi um slíka jörð er Möðrudalur á Fjöllum. Loks skal getið lands sem Minjastofnun ber ábyrgð á. Hér er um að ræða minjar um forna búskaparhætti eða sjósókn víðs vegar um land með tilheyrandi umhverfi og menningarlandslagi, minjar um ferðalög um landið, gamlar leiðir og vörður og minjar um útilegumannabyggð. Oft eru þessar minjar innan annarra verndarsvæða eða tengja þau hvert öðru með fornum leiðum (sem því miður eru horfnar eða við það að hverfa). Þau landsvæði sem hér hafa verið talin upp falla nú undir átta aðila sem aftur eru undir þremur ráðuneytum. Allir hljóta að sjá það mikla óhagræði sem slíku fylgir.Hefjast verður handa strax Náttúruvernd Íslands ætti að hafa yfirumsjón með öllu landi á Íslandi sem er í eigu þjóðarinnar eða í umsjón ríkisins og nýtt til náttúruverndar, ferðamennsku og upplifunar. Stofnunin ætti að samræma skipulag, stýringu, reglur, uppbyggingu og landvörslu á þessum svæðum. Til að forðast of mikla miðstýringu mætti þróa áfram þá stjórnunarhætti sem stundaðir hafa verið í Vatnajökulsþjóðgarði með svæðisráðum sem aftur mynda yfirstjórn. Af þessari sameiningu og samræmingu yrði mikill ávinningur á fjölmörgum sviðum og hagræði. Stofnunina mætti fjármagna með aðkomugjöldum sem allir sem til landsins kæmu greiddu hvort sem þeir kæmu flugleiðis eða sjóleiðis. Þeir sem á annað borð hafa efni á að ferðast til landsins munar ekkert um nokkrar krónur í viðbót. Ef allir sem koma greiða aðkomugjald safnast góð upphæð því að fjöldinn er mikill. Stofnunin nýtti fjármagnið til verka sinna á þeim svæðum sem væru í hennar umsjón og til hennar gætu líka sótt aðrir umsjónaraðilar lands, svo sem sveitastjórnir, sem vildu byggja upp þjónustu og aðstöðu á sínum yfirráðasvæðum. Á þennan hátt væri möguleiki að horfa heildstætt á landið og þau nauðsynlegu verk sem vinna þarf vegna mikils ferðamannastraums. Það verður að hefjast handa strax og vinna vel og með góðri yfirsýn til að ekki eigi að fara illa bæði fyrir því landi sem okkur hefur verið trúað fyrir og þeim mikilvæga atvinnuvegi sem nú bjargar fjárhag þjóðarinnar. Stjórnvöld unnu hratt þegar þau á sínum tíma skelltu náttúruverndinni ofan í skúffu. Nú þurfa þau líka að vinna hratt til að koma á skynsamlegu skipulagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Vorið 2002 var samþykkt á Alþingi að stinga veikburða starfsemi náttúruverndar á Íslandi ofan í skúffu hjá öflugri Hollustuvernd ríkisins svo að úr yrði Umhverfisstofnun. Það var mikið óheillaskref fyrir náttúruvernd á Íslandi. Í stað þess hefði átt að skerpa línur á milli fagsviða og efla Náttúruvernd ríkisins og færa undir þá stofnun hina fjölmörgu aðila sem höfðu það hlutverk að annast land sem nýtt var til náttúruverndar, upplifunar og ferðalaga. Það verður sífellt ljósara hversu slæm og skammsýn ráðstöfun þetta var. Sem betur fer var þetta mannanna verk sem hægt er að bæta úr og það verður að gera sem allra fyrst. Náttúruvernd Íslands ætti að halda utan um öll friðlýst náttúruverndarsvæði landsins. Þau eru fjölmörg, stór og smá, um allt land og friðlýst á ýmsa vegu; friðlönd, náttúruvætti og þjóðgarður (Snæfellsjökull). Sum svæðin eru í raun þjóðgarðaígildi, til dæmis Friðland að fjallabaki og Hornstrandafriðland. Á sínum tíma, þegar þessi svæði voru friðlýst, var ákvæði í náttúruverndarlögum sem kom í veg fyrir að hægt væri að friðlýsa þau sem þjóðgarða vegna þess að svæðin voru ekki ótvírætt eða ekki að öllu leyti í eigu ríkisins. Eftir að náttúruverndarlögum hafði verið breytt hefði verið hægt að vinna að því að þau og fleiri svæði nytu verndar og viðurkenningar sem þjóðgarðar. Ekki er að sjá að svo sé unnið.Komið í veg fyrir heildarhugsun Náttúruvernd Íslands ætti líka að halda utan um Þingvallaþjóðgarð og Vatnajökulsþjóðgarð. Það er svo sjálfsagt að það tekur því varla að reyna að rökstyðja það enn og einu sinni. Hvað Þingvelli varðar þá hefur slík skipan verið rökstudd í meira en hálfa öld, eða allt frá því að fyrstu almennu náttúruverndarlögin voru samin og samþykkt á Alþingi árið 1956. Hins vegar hafa skammsýnir þingmenn sífellt komið í veg fyrir þessa sjálfsögðu heildarhugsun, Þingvallaþjóðgarði mjög til tjóns þar sem hann teygir sig um fjöll og auðnir. Undir Náttúruvernd Íslands ættu líka að fara staðir sem nú eru í umsjón Skógræktar ríkisins og Landgræðslu ríkisins en eru þó fyrst og fremst ferðamannastaðir. Þetta eru staðir eins og Dimmuborgir, Ásbyrgi og Þórsmörk, en Mörkin ætti auðvitað líka að vera þjóðgarður eða hluti stærri þjóðgarðs. Á síðustu árum hafa stór landsvæði verið skilgreind sem þjóðlendur. Margar þjóðlendna eru á hálendinu og eru mikilvæg svæði til ferðalaga og náttúruupplifunar. Þær ættu að vera í umsjón Náttúruverndar Íslands. Sama er að segja um afréttir sumra ríkisjarða, ekki síst þeirra sem ná langt upp á hálendið. Ábúendur jarða hafa nóg með sinn búskap og ekki er hægt að ætla þeim að hafa eftirlit og byggja upp þjónustu fyrir ferðamenn á afréttum jarðanna. Gott dæmi um slíka jörð er Möðrudalur á Fjöllum. Loks skal getið lands sem Minjastofnun ber ábyrgð á. Hér er um að ræða minjar um forna búskaparhætti eða sjósókn víðs vegar um land með tilheyrandi umhverfi og menningarlandslagi, minjar um ferðalög um landið, gamlar leiðir og vörður og minjar um útilegumannabyggð. Oft eru þessar minjar innan annarra verndarsvæða eða tengja þau hvert öðru með fornum leiðum (sem því miður eru horfnar eða við það að hverfa). Þau landsvæði sem hér hafa verið talin upp falla nú undir átta aðila sem aftur eru undir þremur ráðuneytum. Allir hljóta að sjá það mikla óhagræði sem slíku fylgir.Hefjast verður handa strax Náttúruvernd Íslands ætti að hafa yfirumsjón með öllu landi á Íslandi sem er í eigu þjóðarinnar eða í umsjón ríkisins og nýtt til náttúruverndar, ferðamennsku og upplifunar. Stofnunin ætti að samræma skipulag, stýringu, reglur, uppbyggingu og landvörslu á þessum svæðum. Til að forðast of mikla miðstýringu mætti þróa áfram þá stjórnunarhætti sem stundaðir hafa verið í Vatnajökulsþjóðgarði með svæðisráðum sem aftur mynda yfirstjórn. Af þessari sameiningu og samræmingu yrði mikill ávinningur á fjölmörgum sviðum og hagræði. Stofnunina mætti fjármagna með aðkomugjöldum sem allir sem til landsins kæmu greiddu hvort sem þeir kæmu flugleiðis eða sjóleiðis. Þeir sem á annað borð hafa efni á að ferðast til landsins munar ekkert um nokkrar krónur í viðbót. Ef allir sem koma greiða aðkomugjald safnast góð upphæð því að fjöldinn er mikill. Stofnunin nýtti fjármagnið til verka sinna á þeim svæðum sem væru í hennar umsjón og til hennar gætu líka sótt aðrir umsjónaraðilar lands, svo sem sveitastjórnir, sem vildu byggja upp þjónustu og aðstöðu á sínum yfirráðasvæðum. Á þennan hátt væri möguleiki að horfa heildstætt á landið og þau nauðsynlegu verk sem vinna þarf vegna mikils ferðamannastraums. Það verður að hefjast handa strax og vinna vel og með góðri yfirsýn til að ekki eigi að fara illa bæði fyrir því landi sem okkur hefur verið trúað fyrir og þeim mikilvæga atvinnuvegi sem nú bjargar fjárhag þjóðarinnar. Stjórnvöld unnu hratt þegar þau á sínum tíma skelltu náttúruverndinni ofan í skúffu. Nú þurfa þau líka að vinna hratt til að koma á skynsamlegu skipulagi.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun