121 slasaðist í troðningnum eftir að sprenging heyrðist á aðdáendasvæðinu í París Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. júlí 2016 12:05 Fjöldi Íslendinga var á svæðinu og mikil hræðsa greip um sig. Vísir/EPA 121 einn slasaðist eftir að mikil hræðsla greip um sig á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gær þegar slagsmál brutust út í kjölfar þess að flugeldar voru sprengdir inni á svæðinu. Fjöldi Íslendinga var þar samankominn. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni er talið að flestir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum en átján voru fluttir á sjúkrahús. Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París sem staðið hefur vaktina frá því að Evrópumótið hófst, hafði ekki heyrt um neinn Íslending sem hafi orðið fyrir meiðslum í troðningnum þegar Vísir náði tali af honum. Fjöldi Íslendinga var þó á svæðinu til þess að horfa á leik Þýskalands og Ítalíu þegar hræðslan greip um sig. Segir Tjörvi að tveir hafi verið handteknir eftir slagsmálin en ljóst sé að ótti hafi gripið um sig eftir að sprengingin heyrðist og því hafi fólk byrjað að troðast til þess að reyna að komast út af svæðinu.Í gær ræddi Vísir við Íslending sem var á svæðinu sem sagði að mikil hræðsla hafi gripið um sig þegar sprengingin hafi heyrst. Fólk þusti út af svæðinu en hann segir reyk hafa lagst yfir og að fólki hafi verið mjög brugðið.Í sama streng tekur Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem var stödd á svæðinu í gærkvöldi. Segir hún að litlu hafi mátt muna að hún og félagar sínir yrðu undir í öllum æsingnum þegar mannfjöldinn reyndi að flýja svæðið. Það hafi lítið annað verið í stöðunni annað en að hlaupa af stað með mannfjöldanum. Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin en stranglega bannað er að fara með flugelda inn á svæðið. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
121 einn slasaðist eftir að mikil hræðsla greip um sig á stuðningsmannasvæðinu við Eiffel-turninn í París í gær þegar slagsmál brutust út í kjölfar þess að flugeldar voru sprengdir inni á svæðinu. Fjöldi Íslendinga var þar samankominn. Samkvæmt upplýsingum frá frönsku lögreglunni er talið að flestir hafi orðið fyrir minniháttar meiðslum en átján voru fluttir á sjúkrahús. Tjörvi Einarsson, íslenskur lögreglufulltrúi í París sem staðið hefur vaktina frá því að Evrópumótið hófst, hafði ekki heyrt um neinn Íslending sem hafi orðið fyrir meiðslum í troðningnum þegar Vísir náði tali af honum. Fjöldi Íslendinga var þó á svæðinu til þess að horfa á leik Þýskalands og Ítalíu þegar hræðslan greip um sig. Segir Tjörvi að tveir hafi verið handteknir eftir slagsmálin en ljóst sé að ótti hafi gripið um sig eftir að sprengingin heyrðist og því hafi fólk byrjað að troðast til þess að reyna að komast út af svæðinu.Í gær ræddi Vísir við Íslending sem var á svæðinu sem sagði að mikil hræðsla hafi gripið um sig þegar sprengingin hafi heyrst. Fólk þusti út af svæðinu en hann segir reyk hafa lagst yfir og að fólki hafi verið mjög brugðið.Í sama streng tekur Hallbera Gísladóttir, landsliðskona í knattspyrnu, sem var stödd á svæðinu í gærkvöldi. Segir hún að litlu hafi mátt muna að hún og félagar sínir yrðu undir í öllum æsingnum þegar mannfjöldinn reyndi að flýja svæðið. Það hafi lítið annað verið í stöðunni annað en að hlaupa af stað með mannfjöldanum. Mörgum er eflaust í fersku minni hryðjuverkaárásirnar í París í nóvember síðastliðnum en gríðarlega öryggisgæsla í Frakklandi meðan á Evrópumótinu stendur. Þannig er leitað á öllum sem fara inn á aðdáendasvæðin en stranglega bannað er að fara með flugelda inn á svæðið.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir „Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15 Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Sjá meira
„Við bara hlupum og hlupum og hlupum“ Óttaslegnar landsliðskonur áttu fótum sínum fjör að launa í París í gærkvöldi. 3. júlí 2016 11:15
Mikil hræðsla greip um sig á aðdáendasvæðinu í París vegna sprenginga Flugeldar voru sprengdir á aðdáendasvæði Evrópumótsins í París í kvöld, svokölluðu Fan Zone, en fjöldi Íslendinga var samankominn á svæðinu enda eru margir Íslendingar í París vegna landsleiksins við Frakka sem fram fer á morgun. 2. júlí 2016 21:47