Heimsbyggðin hefur tekur vel í ósk þýska blaðsins Berliner Morgenpost um að „huh-a!“ fyrir íslenska landsliðið í knattspyrnu sem undirbýr sig nú undir leik sinn við heimamenn í Frakklandi á EM sem fram fer á morgun.
Þýska blaðið hefur undanfarna daga verið að safna víkingaköllum til þess að styðja við bakið á strákunum okkar. Alls hefur verið „kallað“ í meira en milljón skipti. Vel af sér vikið miðað við „söfnunin hófst“ á fimmtudaginn var.
Þjóðverjarnir segja lesendum sínum að með því að smella og fá gott víkingakall í eyrun til baka losni um víkinginn í lesendum auk þess sem það sendir strauma til íslensku strákanna nú þegar styttist í leikinn á móti Frökkum í átta liða úrslitunum.
Víkingafagnið hefur vakið gríðarlega athygli um allan heim og var m.a. notað í útskrift læknanema í Árósum í Danmörku auk þess sem að breska hljómsveitin Mumford & Sons tók það nýverið á tónleikum sínum.
