Hættur öllu helvítis væli Stefán Þór Hjartarson skrifar 14. júlí 2016 09:45 Snorri segir nýju plötuna hressari en fyrri plötur og endurspegla betur þá ánægju og bjartsýni sem hann býr yfir. Vísir/Vilhelm Hvernig var vinnan bak við plötuna, hvort var þetta auðvelt og stutt ferli eða langt og erfitt ferli? „Ekki beint erfitt en það var langt, ég tók þetta í lotum í næstum tvö ár, frá apríl 2014 þangað til núna í vor. Við tókum rispu og síðan lá hún aðeins í dvala á meðan við vorum að pæla í henni, síðan aftur og aftur þangað til að við kláruðum hana.“Er eitthvað nýtt í gangi hjá þér á plötunni? „Augljósasti munurinn er að hún er öll á íslensku, þessi plata. Ég er búinn að vera að syngja á ensku síðustu þrjár plötur – ég er ekkert búinn að syngja á íslensku almennilega síðan ég var í Sprengihöllinni. Þetta er líka að einhverju leyti poppaðra – við erum með mikið af strengjum og blásturshljóðfærum, meiri síkadelískur sólvæb í gangi frekar en þetta folkvæl sem ég hef verið að vinna með. Þetta er meira „upbeat“.“Af hverju skiptir þú yfir í íslenskuna? „Ég lenti í smá krísu, ég fékk ógeð á þessu djöfulsins væli sem ég var með á síðustu plötu. Ég var búinn að fá leiða á þessu mjúka kassagítarsdæmi. Við túruðum og spiluðum rosalega mikið og ég fann mig kominn á einhvern stað þar sem ég nennti ekki að klára hugmyndirnar sem ég fékk í hausinn á mér. Svo var einn gúrú – hann er kallaður Siggi Rallý. Hann er gamall vinur minn, vann með mér í Orkuveitunni þegar ég var að vinna þar sem unglingur. Hann er alltaf einhvern veginn á kantinum á senunni. Hann gerir við bílana okkar t.d., svo er hann alltaf með geggjaða speki. Hann kom líka á tónleika með mér þegar ég var að klára síðustu plötu og sagði að þetta væri „geggjað nice“ en að ég yrði að hætta þessu væli. Ég er bjartsýnn og ánægður maður þannig að það meikar engan sens að ég sé alltaf að þessu djöfulsins væli. Núna er ég að gera það sem mér finnst spegla persónuleika minn betur. Það er rosalega mikil vinna að breyta um tungumál og breyta um nálgun – það tók mikla vinnu.“Á nýjustu plötu Snorra er hann kominn með hljómsveit með sér sem má segja að sé algjört stórskotalið íslensks tónlistarfólks.Vísir/VilhelmEru einhver sérstök umfjöllunarefni eða þemu í gangi á plötunni? „Ég var að hugsa þetta um daginn; hvort það væri einhver saga og þá fór ég að pæla – ég var búinn að vera að hlusta mjög mikið á íslenska tónlist sem ég fíla, Spilverkið, Stuðmenn og Hrekkjusvínin, og ég held að það hafi svolítið mikið seytlað inn, sérstaklega þegar ég fór að gera íslenska texta þá fór ég svolítið mikið að sækja í svoleiðis tónlist. Ég held að það hafi skilað sér í gegn – að einhverju leyti er ég að velta mér upp úr íslensku poppsögunni, það er að minnsta kosti arða af þeirri arfleifð á þessari plötu. Umslagið er náttúrulega vísun í fyrstu plötuna með Spilverkinu; fyrsta Spilverksplatan er pappakassi með handskrifuðum stöfum á, það er gert mjög meðvitað – ég „namedroppa“ Valgeir Guðjónsson meira að segja – það er einhver taug sem liggur í poppsöguna á þessari plötu.“Þú ert kominn með band á bak við þig, hvaða fólk er í hljómsveitinni? „Það eru Guðmundur Óskar bassaleikari sem er í Hjaltalín og fleiru, Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari Íslands, Hjörtur Ingvi sem er líka í Hjaltalín – hann gerir líka allar strengja- og blástursútsetningar fyrir plötuna og svo er það Örn Eldjárn og Daníel Friðrik Böðvarsson sem eru á gítar, Valdimar Guðmundsson á blástur og bakraddir og svo Mr. Silla sem syngur.“Þannig að Snorri Helgason er núna hljómsveit, hvernig er það að vera orðinn að hljómsveit? „Við urðum að hljómsveit og síðan var skrítið að breyta um nafn. Ég sem grunninn að öllum lögunum og síðan berjum við þetta saman sem hljómsveit. Við Guðmundur Óskar erum mest í því – hann í raun pródúseraði plötuna, stærstan partinn af henni, hann byggði upp lögin með mér. Síðan er náttúrulega Hjörtur og hans útsetningar sem gerðu alveg helling. Þessi plata er algjört samstarfsverkefni.“ Snorri mun svo fagna útgáfunni með tónleikum á Húrra í kvöld. Þar verður öll platan spiluð í gegn, brassband með og hellings húllumhæ. Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Hvernig var vinnan bak við plötuna, hvort var þetta auðvelt og stutt ferli eða langt og erfitt ferli? „Ekki beint erfitt en það var langt, ég tók þetta í lotum í næstum tvö ár, frá apríl 2014 þangað til núna í vor. Við tókum rispu og síðan lá hún aðeins í dvala á meðan við vorum að pæla í henni, síðan aftur og aftur þangað til að við kláruðum hana.“Er eitthvað nýtt í gangi hjá þér á plötunni? „Augljósasti munurinn er að hún er öll á íslensku, þessi plata. Ég er búinn að vera að syngja á ensku síðustu þrjár plötur – ég er ekkert búinn að syngja á íslensku almennilega síðan ég var í Sprengihöllinni. Þetta er líka að einhverju leyti poppaðra – við erum með mikið af strengjum og blásturshljóðfærum, meiri síkadelískur sólvæb í gangi frekar en þetta folkvæl sem ég hef verið að vinna með. Þetta er meira „upbeat“.“Af hverju skiptir þú yfir í íslenskuna? „Ég lenti í smá krísu, ég fékk ógeð á þessu djöfulsins væli sem ég var með á síðustu plötu. Ég var búinn að fá leiða á þessu mjúka kassagítarsdæmi. Við túruðum og spiluðum rosalega mikið og ég fann mig kominn á einhvern stað þar sem ég nennti ekki að klára hugmyndirnar sem ég fékk í hausinn á mér. Svo var einn gúrú – hann er kallaður Siggi Rallý. Hann er gamall vinur minn, vann með mér í Orkuveitunni þegar ég var að vinna þar sem unglingur. Hann er alltaf einhvern veginn á kantinum á senunni. Hann gerir við bílana okkar t.d., svo er hann alltaf með geggjaða speki. Hann kom líka á tónleika með mér þegar ég var að klára síðustu plötu og sagði að þetta væri „geggjað nice“ en að ég yrði að hætta þessu væli. Ég er bjartsýnn og ánægður maður þannig að það meikar engan sens að ég sé alltaf að þessu djöfulsins væli. Núna er ég að gera það sem mér finnst spegla persónuleika minn betur. Það er rosalega mikil vinna að breyta um tungumál og breyta um nálgun – það tók mikla vinnu.“Á nýjustu plötu Snorra er hann kominn með hljómsveit með sér sem má segja að sé algjört stórskotalið íslensks tónlistarfólks.Vísir/VilhelmEru einhver sérstök umfjöllunarefni eða þemu í gangi á plötunni? „Ég var að hugsa þetta um daginn; hvort það væri einhver saga og þá fór ég að pæla – ég var búinn að vera að hlusta mjög mikið á íslenska tónlist sem ég fíla, Spilverkið, Stuðmenn og Hrekkjusvínin, og ég held að það hafi svolítið mikið seytlað inn, sérstaklega þegar ég fór að gera íslenska texta þá fór ég svolítið mikið að sækja í svoleiðis tónlist. Ég held að það hafi skilað sér í gegn – að einhverju leyti er ég að velta mér upp úr íslensku poppsögunni, það er að minnsta kosti arða af þeirri arfleifð á þessari plötu. Umslagið er náttúrulega vísun í fyrstu plötuna með Spilverkinu; fyrsta Spilverksplatan er pappakassi með handskrifuðum stöfum á, það er gert mjög meðvitað – ég „namedroppa“ Valgeir Guðjónsson meira að segja – það er einhver taug sem liggur í poppsöguna á þessari plötu.“Þú ert kominn með band á bak við þig, hvaða fólk er í hljómsveitinni? „Það eru Guðmundur Óskar bassaleikari sem er í Hjaltalín og fleiru, Magnús Trygvason Eliassen, trommuleikari Íslands, Hjörtur Ingvi sem er líka í Hjaltalín – hann gerir líka allar strengja- og blástursútsetningar fyrir plötuna og svo er það Örn Eldjárn og Daníel Friðrik Böðvarsson sem eru á gítar, Valdimar Guðmundsson á blástur og bakraddir og svo Mr. Silla sem syngur.“Þannig að Snorri Helgason er núna hljómsveit, hvernig er það að vera orðinn að hljómsveit? „Við urðum að hljómsveit og síðan var skrítið að breyta um nafn. Ég sem grunninn að öllum lögunum og síðan berjum við þetta saman sem hljómsveit. Við Guðmundur Óskar erum mest í því – hann í raun pródúseraði plötuna, stærstan partinn af henni, hann byggði upp lögin með mér. Síðan er náttúrulega Hjörtur og hans útsetningar sem gerðu alveg helling. Þessi plata er algjört samstarfsverkefni.“ Snorri mun svo fagna útgáfunni með tónleikum á Húrra í kvöld. Þar verður öll platan spiluð í gegn, brassband með og hellings húllumhæ.
Tónlist Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Fleiri fréttir Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira