Vonast eftir þjóðarsátt um nýja búvörusamninga Una Sighvatsdóttir skrifar 11. júlí 2016 19:30 Jón Gunnarsson segir að enn sé verið að ákveða hvernig útfæra megi búvörusamninga þannig að sátt náist um málið. Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi." Kosningar 2016 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira
Alþingi kemur saman 15. ágúst og eru búvörusamningar ríkisins við bændur eitt þeirra stóru mála sem Framsóknarflokkurinn vill klára fyrir kosningar í haust. Samningarnir hafa hinsvegar verið mjög umdeildir frá fyrstu stundu og í dag greindi Fréttablaðið frá því að ekki sé þingmeirihluti fyrir að samþykkja þá í núverandi mynd. Jón Gunnarsson formaður atvinnuveganefndar segir að þar sé unnið að breytingum sem lagðar verði til áður en frumvarpið fer fyrir þingið, með von um að sátt náist. Meðal annars vilji nefndin að ákvæðið um endurskoðun samninganna árið 2019 verði rýmra en lagt var upp með.Virkara breytingarákvæði eftir fjögur ár „Við gerum okkur þannig vonir um að hægt sé að segja að samningurinn sé í raun til 4 ára jafnvel þótt við séum að samþykkja 10 ára ramma utan um þennan málaflokk. Við viljum, og munum örugglega, setja það inn í lögin að það verði víðtækari aðkoma hagsmunaaðila að þessu máli á þessum tíma fram til 2019.“ Þar er m.a. átt við fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnulífsins, sem gagnrýna skort á samráði við gerð samninganna. Jón segir að leiða þurfi saman hagsmuni neytenda og bænda. „Ég vona að okkur takist að koma þessu þannig fyrir og á þessum aðlögunartíma verði vinnan þannig að við getum talað um einhvers konar þjóðarsátt á þessum vettvangi."Samkeppnislagabrot sýni fáránleika samninganna Félag atvinnurekenda hefur frá upphafi bent á að nýju samningarnir tryggi til framtíðar algjöra einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar á markaði. Óhugsandi sé að sætta sig við það, í ljósi 480 milljóna króna sekt sem lögð var á MS fyrir helgi vegna alvarlegra samkeppnislagabrota. „Þessi ákvörðun samkeppniseftirlitsins og þeir málavextir sem er lýst í þeirri ákvörðun gera það miklu skýrara en áður að þessi samningar eiga alls ekki aðfara í gegn,“ segir Ólafur Stephensen framkvæmdastjóri félagsins. „Í búvörusamningunum eru líka ákvæði um að hækka tolla á innfluttum mjólkurafurðum, þegar það hefur aldrei verið skýrara að það þurfi að lækka þá til þess að MS fái líka erlenda samkeppni."Alvarlegar ásakair samkeppniseftirlitsins Ólafur telur ekki nóg að breyta því frumvarpi sem nú þegar liggur fyrir, heldur þurfi einfaldlega að semja upp á nýtt og Alþingi sé í lófa lagið að leggja það verkefni fyrir landbúnaðarráðherra. Jón segir að atvinnuveganefnd mun skoða þann þátt samninganna sem snýr að einokunarstöðu Mjólkursamsölunnar. „Þetta eru alvarlegar ásakanir sem koma fram frá samkeppnissstofnun um búvörusamningana og undanþáguna frá Samkeppnislögum. Ég tel fulla ástæðu til að skoða þetta og við munum gera það í atvinnuveganefnd þegar við komum saman að loknu sumarleyfi."
Kosningar 2016 Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Fleiri fréttir Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Sjá meira