Tim Duncan hættur í NBA Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júlí 2016 14:30 Tim Duncan. Vísir/EPA Tim Duncan hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Tim Duncan hélt upp á fertugsafmælið í apríl en hann var að klára sitt 19. tímabil með San Antonio Spurs. Það var búist við því að Tim Duncan myndi leggja skóna á hilluna en það varð þó ekki endanlega ljóst fyrr en hann gaf út tilkynningu um það í dag. Síðasti leikurinn hans Duncan á ferlinum var tap í leik sex á móti Oklahoma City Thunder 12. maí síðastliðinn. Hann var með 19 stig og 5 fráköst í lokaleiknum. Tim Duncan varð fimm sinnum NBA-meistari með San Antonio Spurs og var fimmtán sinnum valinn í stjörnuleik deildarinnar. Tim Duncan og Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs allan feril Duncan, unnu saman 1001 leik í NBA-deildinni sem er met. San Antonio vann aldrei undir 60 prósent leikja sinn á nítján tímabilum Tim Duncan með Spurs. Duncan var valinn besti maður úrslitanna í þremur fyrstu titlum Spurs, 1999, 2003 og 2005 en hann var kominn í minna hlutverk á síðustu tímabilum sínum með liðinu. San Antonio Spurs valdi Tim Duncan númer eitt í nýliðavalinu 1997 og hann var kosinn nýliði ársins á sínu fyrsta tímabili. Hann varð meistari í fyrsta sinn á sínu öðru tímabili og síðasta titilinn vann hann á sínu sautjánda tímabili sumarið 2014. Tim Duncan endar ferilinn með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,2 varin skot að meðaltali í leik. Hann er fjórtándi stigahæsti frá upphafi (26,496), sjötti í fráköstum (15,091) og fimmti í vörðum skotum (3,020). Tim Duncan var frábær varnarmaður og var átta sinnum kosinn í besta varnarlið ársins.After 19 seasons, Tim Duncan announces retirement » https://t.co/kQimgv8oIB#ThankYouTD pic.twitter.com/aLua8MRZtS— San Antonio Spurs (@spurs) July 11, 2016 #ThankYouTD, for everything.https://t.co/tsjN4go8Rk— San Antonio Spurs (@spurs) July 11, 2016 Here's a look at Tim Duncan's career achievements pic.twitter.com/OgyIMXNkVh— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 11, 2016 Tim Duncan is the only player in league history to start and win a title in three different decades. pic.twitter.com/pqR8u7129I— SportsCenter (@SportsCenter) July 11, 2016 Tim Duncan has called it a career. And what an incredible career it was. pic.twitter.com/nVR3nwf4Y4— CBS Sports (@CBSSports) July 11, 2016 NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira
Tim Duncan hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Tim Duncan hélt upp á fertugsafmælið í apríl en hann var að klára sitt 19. tímabil með San Antonio Spurs. Það var búist við því að Tim Duncan myndi leggja skóna á hilluna en það varð þó ekki endanlega ljóst fyrr en hann gaf út tilkynningu um það í dag. Síðasti leikurinn hans Duncan á ferlinum var tap í leik sex á móti Oklahoma City Thunder 12. maí síðastliðinn. Hann var með 19 stig og 5 fráköst í lokaleiknum. Tim Duncan varð fimm sinnum NBA-meistari með San Antonio Spurs og var fimmtán sinnum valinn í stjörnuleik deildarinnar. Tim Duncan og Gregg Popovich, þjálfari San Antonio Spurs allan feril Duncan, unnu saman 1001 leik í NBA-deildinni sem er met. San Antonio vann aldrei undir 60 prósent leikja sinn á nítján tímabilum Tim Duncan með Spurs. Duncan var valinn besti maður úrslitanna í þremur fyrstu titlum Spurs, 1999, 2003 og 2005 en hann var kominn í minna hlutverk á síðustu tímabilum sínum með liðinu. San Antonio Spurs valdi Tim Duncan númer eitt í nýliðavalinu 1997 og hann var kosinn nýliði ársins á sínu fyrsta tímabili. Hann varð meistari í fyrsta sinn á sínu öðru tímabili og síðasta titilinn vann hann á sínu sautjánda tímabili sumarið 2014. Tim Duncan endar ferilinn með 19,0 stig, 10,8 fráköst, 3,0 stoðsendingar og 2,2 varin skot að meðaltali í leik. Hann er fjórtándi stigahæsti frá upphafi (26,496), sjötti í fráköstum (15,091) og fimmti í vörðum skotum (3,020). Tim Duncan var frábær varnarmaður og var átta sinnum kosinn í besta varnarlið ársins.After 19 seasons, Tim Duncan announces retirement » https://t.co/kQimgv8oIB#ThankYouTD pic.twitter.com/aLua8MRZtS— San Antonio Spurs (@spurs) July 11, 2016 #ThankYouTD, for everything.https://t.co/tsjN4go8Rk— San Antonio Spurs (@spurs) July 11, 2016 Here's a look at Tim Duncan's career achievements pic.twitter.com/OgyIMXNkVh— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) July 11, 2016 Tim Duncan is the only player in league history to start and win a title in three different decades. pic.twitter.com/pqR8u7129I— SportsCenter (@SportsCenter) July 11, 2016 Tim Duncan has called it a career. And what an incredible career it was. pic.twitter.com/nVR3nwf4Y4— CBS Sports (@CBSSports) July 11, 2016
NBA Mest lesið Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum Körfubolti Grafalvarleg staða: „Þurfum að fara í sársaukafullar aðgerðir“ Handbolti Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Íslenski boltinn Ógeðslega erfitt og ógeðslega vont en brosir oft í viku á eftir Sport Gísli semur við Skagamenn Íslenski boltinn ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum Körfubolti Nefna greinar Íslandsmótsins í CrossFit í höfuðið á íslenskum íþróttakonum Sport „Nú er nóg komið“ Fótbolti Arnór Snær snýr aftur heim Handbolti Skortir Liverpool breidd þrátt fyrir gríðarleg fjárútlát síðasta sumar? Enski boltinn Fleiri fréttir Tindastóll - Stjarnan | Stólarnir eiga harma að hefna gegn meisturunum ÍR - Ármann | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Íslandsmeistararnir frá því fyrir sextíu árum heiðursgestir í kvöld „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Uppgjörið: Njarðvík - Grindavík 85-84| Njarðvík fyrstar til að leggja Grindavík af velli Ótrúleg dramatík í Garðabæ og á Sauðárkróki Landsliðsmennirnir öflugir í Evrópu Jordan gagnrýnir álagsstjórnun í NBA: Þú hefur skyldu til að láta sjá þig Skiptiborð hjá stelpunum í kvöld Var með skattinn á hælunum þegar hann fór í veðmálabraskið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Martin öflugur í góðum sigri Öllum leikjum Bónus-deildar kvenna í kvöld frestað Stólarnir ekki í vandræðum á Egilsstöðum Enginn Lakers-maður hafði náð þessu í meira en 52 ár Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Martin naut sín í fræknum sigri á meisturum Bayern Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Sjá meira