Píratar vilja gjaldfrjálsar tannlækningar Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 9. ágúst 2016 18:46 Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta. Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira
Píratar vilja niðurgreiða tannlækningar fyrir alla landsmenn með sama hætti og aðra heilbrigðisþjónustu. Sjúkratryggingar Íslands gera ráð fyrir að breytingin gæti kostað um 11 milljarða króna og vill þingmaður flokksins fjármagna þær með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu. Stefna Pírata er ákveðin í rafrænu kosningakerfi flokksins. Með samþykktinni sem samþykkt var í gærkvöldi álykta Píratar að tannheilsa sé órjúfanlegur þáttur af heilsu einstaklinga. Þá segir: „Með það að leiðarljósi skulu tannlækningar vera hluti af almennri heilbrigðisþjónustu og niðurgreiddar fyrir alla landsmenn með sama hætti og önnur heilbrigðisþjónusta.“ Tillagan var samþykkt með 164 atkvæðum en tveir greiddu atkvæði á móti.Mjög auðvelt að ná í peninga Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, greiddi atkvæði með tillögunni og segir að þessi samþykkt auk samþykktar um gjaldfrjálsa sálfræðiþjónustu hafi fengið mestan stuðning allra í kosningakerfi flokksins. „Mér hefur alltaf fundist það stórkostlega skringilegt að munnurinn sé ekki hluti af líkamanum þegar kemur að heilbrigðisþjónustunni. Og mjög alvarlegt þegar að fólk til dæmis sem er með einhvers konar sjúkdóma sem að tengjast kjálkanum geta ekki fengið gjaldfrjálsa þjónustu,” segir Birgitta.Veistu hver kostnaðurinn við þessar breytingar er?„Ég hef ekki farið yfir það sjálf. En hérna, það er mjög auðvelt að ná í peninga til þess að koma til móts við þann kostnað,” segir Birgitta.Kostar ellefu milljarðaFréttastofa óskaði eftir upplýsingum frá Sjúkratryggingum Íslands um hver kostnaður við þessa breytingu yrði. Þar kemur fram að Sjúkratryggingar taki þátt í tannlæknakostnaði barna og lífeyrisþega en stofnunin hafi ekki upplýsingar um kostnað við ótryggða einstaklinga. Hins vegar megi áætla gróflega heildarkostnað vegna tannlækninga allra Íslendinga. Meðalkostnaður á sjúkling fyrir þá sem Sjúkratryggingar greiða er um 54.000 krónur á ári. Í svari Sjúkratrygginga kemur fram að ef 80 prósent Íslendinga leituðu til tannlæknis á hverju ári og hver þeirra greiddi þá fjárhæð myndi það kosta um 14 milljarða króna. Í dag greiða Sjúkratryggingar um 2,8 milljarða fyrir tannlæknaþjónustu og þyrfti því að hækka fjárveitingu til málaflokksins um rúma 11 milljarða ef þessi breyting nær fram að ganga.Fjármagnað með breytingum á fiskveiðistjórnunarkerfinu Aðspurð hvernig flokkurinn vill fjármagna þessar breytingar nefnir Birgitta breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu. „Við höfum lagt fram tillögur um fiskveiðistjórnunarkerfið, að því verði breytt þannig að fiskurinn fari á uppboð. Þar koma inn töluvert meiri fjármunir sem að má nota í þetta og ýmislegt annað sem að er aðkallandi að laga í samfélaginu okkar,” segir Birgitta.Var það kannað áður en þessi stefna var samþykkt hvað þetta myndi kosta? „Ég náttúrulega bjó ekki til þessa stefnu. Og mér finnst mjög líklegt að þeir sem að settu saman þessa stefnu hafi kannað það,” segir Birgitta.
Alþingi Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Fleiri fréttir „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Sjá meira