Flokksvélarnar ræstar eftir sumarfrí Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 8. ágúst 2016 07:00 „Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst. Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira
„Mér þykir það ekki boðlegt að við förum af stað í þessa vinnu án þess að vita hvenær þingið eigi að klárast,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Þingflokksformenn stjórnarandstöðunnar ætla að funda áður en Alþingi kemur saman til að ræða hvernig megi knýja fram dagsetningu Alþingiskosninga. „Nú er Sigurður Ingi að tala um það að koma fram með frumvarp um hlutfallslegt afnám verðtryggingar og eitthvað álíka. Ef þú ert að bæta svona stórum málum ofan á það sem fyrir er þá erum við að tala um þing minnst til áramóta og þá þarf að afgreiða fjárlög,“ segir Birgitta. „Þetta er allt saman mjög skrítið og það eru alltaf að koma einhverjar nýjar vendingar.“Oddný Harðardóttir formaður Samfylkingarinnar segir að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrir sig nema að dagsetning kosninga liggi fyrir.Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingarinnar, segir dónaskap við þingið og þjóðina að ekki sé búið að ákveða dagsetningu þingkosninga. „Ég held að þingstörfin geti ekki gengið eðlilega fyrr en kjördagur er kominn. Það er ekki þannig að það sé bara stjórnarandstaðan sem þolir ekki þessa óvissu í landinu, fólkið vill fá að vita þetta. Það eru fleiri með plön en bara stjórnmálaflokkarnir,“ segir Oddný. Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn byrjaðan að stilla upp listum en að skortur á dagsetningu Alþingiskosninga reynist uppstillingarstarfinu erfitt. „Maður finnur fyrir því að það er ekkert sérlega gaman að biðja fólk um að gefa kost á sér í kosningum sem þau vita ekki hvort verða haldnar eða hvenær verða haldnar,“ segir Óttarr. Allir flokkarnir á Alþingi eru farnir að huga að undirbúningi kosninga í haust þrátt fyrir að óvissa sé um dagsetningu þeirra. Stjórnmál Þrátt fyrir þá óvissu með dagsetningu Alþingiskosninga eru allir stjórnmálaflokkarnir byrjaðir að huga að kosningum. Framsóknarflokkurinn er skemmst á veg kominn enda hafa sumir þingmenn hans haft uppi efasemdir um að æskilegt væri að kjósa í haust. Kjördæmasamband flokksins í Reykjavík er það eina sem hefur boðað til kjördæmaþings þar sem valið er á lista flokksins en það verður haldið í lok mánaðar. Kjördæmasamböndin í öðrum kjördæmum funda einnig síðar í mánuðinum til að ákvarða með hvaða hætti valið verði á lista.Óttarr Proppé formaður Bjartrar framtíðar segir flokkinn nýtast við uppstillingar til að forðast óþarfa bræðravíg.Sjálfstæðismenn hafa boðað til prófkjara í öllum kjördæmum að norðausturkjördæmi undanskildu þar sem kjördæmaþing velur á lista. Niðurstaða prófkjara Sjálfstæðisflokksins liggja fyrir í byrjun september. Búið er að kjósa á lista Pírata í norðausturkjördæmi en Einar Brynjólfsson, framhaldsskólakennari, leiðir lista Pírata þar. Þá eru prófkjör í öllum kjördæmum hjá Pírötum og liggja niðurstöður fyrir í ágústmánuði. Á höfuðborgarsvæðinu er fordæmalaus fjöldi frambjóðenda í prófkjöri Pírata en þeir eru yfir 100 talsins. Samfylkingin heldur flokksval í öllum kjördæmum nema suður- og norðausturkjördæmum. Þar mun uppstillingarnefnd stilla upp á lista. Stillt var upp á lista Vinstri Grænna í norðausturkjördæmi, en Steingrímur J. Sigfússon leiðir listann. Þá er stillt upp í Reykjavík og í suðurkjördæmi. Forval verður haldið í norðvesturkjördæmi og enn á eftir að ákvarða hvernig valið er á framboðslista í suðvesturkjördæmi. „Við höfum verið með uppstillingarnefndir að störfum til að koma í veg fyrir þau bræðravíg sem fylgja prófkjörunum,“ segir Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar en Björt framtíð og Viðreisn nýta uppstillingarnefndir til að velja á sína lista.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. ágúst.
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 X16 Reykjavík Suður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Trump vann öll sveifluríkin Erlent Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Innlent Fleiri fréttir Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Sjá meira