Ráðgjafi Bush hyggst kjósa Clinton Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 1. ágúst 2016 21:42 Ef mjótt verður á munum milli Trump og Clinton í Flórída, fer atkvæði rótgróins ráðgjafa Bush fjölskyldunnar til Hillary Clinton. Vísir/Getty Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Sally Bradshaw, aðalráðgjafi Jeb Bush, hefur sagt sig úr Repúblikanaflokknum og hyggst vera óháð. Hún hefur jafnframt gefið út að ef mjótt er á munum í sínu heimafylki Flórída hyggst hún kjósa Hillary Clinton í stað Donald Trump. Bradshaw hefur lengi verið náin Bush og var aðalráðgjafi hans í forsetaslag Repúblikana. Hún er nú skráð utan flokka. Hún sagði jafnframt í viðtali við CNN að Repúblikanaflokkurinn standi á krossgötum eftir að hafa tilnefnt „sjálfsdýrkandi, kvenhatandi og fordómafullan mann.“ Sally Bradshaw hefur starfað fyrir repúblikana í um 28 ár en hún hóf feril sinn í forsetaframboði George H.W. Bush árið 1988. „Eins mikið og ég vil ekki fjögur ár í viðbót af stefnumálum Obama, get ég ekki horft í augun á börnum mínum og sagst hafa kosið Donald Trump. Ég get ekki kennt þeim að elska nágranna sinn og koma fram við aðra eins og þau vilja að komið sé fram við þau, og síðan kosið Donald Trump. Ég neita að gera það.“Aukin gagnrýni í garð Trump Ákvörðun Bradshaw kemur í kjölfar ágreinings vegna orða Trump í garð fjölskyldu fallinns hermanns sem lést við skyldustörf í Írak árið 2004. Bradshaw sagði ummæli Trump fyrirlitleg. „Trump gerði lítið úr konu sem fæddi son sem lést við að berjast fyrir Bandaríkin. Ef eitthvað, þá efldi það ákvörðun mína um að gerast óháður kjósandi,“ sagði hún. Bradshaw er ekki fyrsti repúblikaninn sem gagnrýnir Trump, en hingað til hefur enginn gengið svo langt að segja sig úr honum. Hún segist hafa íhugað ákvörðunina í nokkra mánuði og að lokum fengið endanlega nóg. Hún segist ekki vera viss um hvað hún muni kjósa en segir að ef mjótt sé á munum á milli Clinton og Trump í Flórída muni hún kjósa Clinton. „Þetta er tími þar sem við verðum að velja landið okkar yfir pólitísk stefnumál. Donald Trump má ekki verða forseti,“ segir Bradshaw.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07 Mest lesið Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Erlent Starfsmaðurinn undir sérstöku eftirliti í fyrra Innlent Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Innlent Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Innlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Í gæsluvarðhaldi fram í september Innlent RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent „Það er hetja á Múlaborg. Hetja sem sagði frá“ Innlent Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Innlent Ákærður fyrir fjórar nauðganir Erlent Fleiri fréttir Rýnt í sögulegan fund: Skref nær friði eða meiri vonbrigði? Vaktin: Ráðast örlög Úkraínu í Washington DC? Mögulegt að ná fram öryggistryggingum en aðild að NATO úr myndinni Ákærður fyrir fjórar nauðganir Gífurlegur munur á pyngjum flokkanna vestanhafs Segja að stjúpsonur norska krónprinsins verði ákærður Hægri sveifla í Bólivíu eftir tveggja áratuga stjórnartíð sósíalista Handtekinn í tengslum við morðið við mosku í Örebro „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Trump segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Sjá meira
Segja viðbrögð Trump við ræðu fallins hermanns mjög óviðeigandi Tim Kaine segir Donald Trump hafa reynt að gera skrípaleik úr harmi foreldranna sem ávörpuðu landsþing Demókrataflokksins. 31. júlí 2016 09:07