Trúa á forystuhlutverk Bandaríkjanna Guðsteinn Bjarnason skrifar 2. ágúst 2016 07:00 Í nóvember verður ekki aðeins kosinn nýr forseti, heldur verður einnig kosið til þings í Bandaríkjunum. Þingkosningar eru þar á tveggja ára fresti en forsetakosningar á fjögurra ára fresti. vísir/epa Stefnuskrár demókrata og repúblikana, sem samþykktar voru í nýliðnum mánuði, sýna að báðir flokkarnir líta á Bandaríkin sem boðbera frelsis og friðar í heiminum. „Bandaríkin hafa alltaf verið ljósberi vonar fyrir þá sem búa við myrkur alræðisstjórnar, og þannig verður það að vera áfram,“ segir til dæmis í stefnuskrá Repúblikanaflokksins, og sérstök áhersla er lögð á forystu flokksins í þessum efnum: „Repúblikanar hafa verið í fararbroddi við að styðja verkefni sem hafa verndað og bjargað milljónum manna sem eru berskjaldaðastir og sæta mestum ofsóknum.“ Demókratar segja að verðmætamat Bandaríkjamanna veki vonir um heim allan og auki öryggi Bandaríkjanna sjálfra: „Við reynum að tryggja að þau gildi sem ríki okkar var byggt á, þar á meðal trú okkar á það að allir menn séu skapaðir jafnir, endurspeglist í öllu því sem ríkið okkar gerir,“ segir í stefnuskrá flokksins. „Þess vegna munum við styðja friðarviðleitni, vernda lýðræði og berjast í þágu þeirra sem vernda mannréttindi.“Donald Trump á sviðinu í Cleveland eftir að hafa formlega tekið við útnefningu Repúblikanaflokksins.vísir/epa Í stefnuskrám beggja flokkanna er víða vikið að hlutverki Bandaríkjanna í flestum heimshlutum. Hér eru nokkur dæmi.Evrópa og NATO Í stefnuskrá repúblikana er að finna ótvíræðan stuðning við yfirlýsingar Donalds Trump um að stuðningur Bandaríkjanna við NATO sé háður því að Evrópuríkin standi við skuldbindingar sínar um fjárframlög til hervarna. „Úr því að bandaríska þjóðin ver, miðað við höfðatölu, fjórum sinnum meira til varnarmála en Evrópubúar þá krefjumst við þess, eins og við höfum áður gert, að félagar okkar í NATO standi við skuldbindingar sínar og mæti auknum fjárfestingarþörfum sínum í herbúnaði.“ Fullyrt er að það sem til þessa hefur sameinað Bandaríkin og Evrópu, hin sameiginlega saga og sameiginlegt gildismat, sameiginlegir hagsmunir og markmið, séu í hættu vegna efnahagserfiðleika í Evrópu og breytinga á mannfjöldasamsetningu Evrópuríkja. Repúblikanar segjast hins vegar ætla að mæta auknum hernaðarumsvifum Rússa af „þeim sama þrótti sem leiddi af sér hrun Sovétríkjanna. Við munum ekki fallast á neinar landamærabreytingar í Austur-Evrópu sem þröngvað er upp á fólk með valdi, hvorki í Úkraínu, Georgíu né annars staðar.“ Demókratar fordæma hins vegar þessa afstöðu andstæðinga sinna, segja að Donald Trump muni kollvarpa hálfrar aldar gamalli utanríkisstefnu Bandaríkjanna með því að yfirgefa samherja sína í NATO, en leita í staðinn á náðir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. „Við myndum gera Pútín það ljóst að við erum reiðubúin til að starfa með honum þar sem það er í okkar þágu,“ segir í stefnuskrá demókrata, „en við munum ekki hika við að standa gegn árásarstefnu Rússa. Við munum einnig standa með íbúum Rússlands og beita stjórnvöld þrýstingi til að virða grundvallarréttindi borgaranna.“Ísrael Báðir flokkarnir lofa því að standa þétt við bakið á Ísraelsríki. Demókratar rökstyðja það með því að sterkt og öruggt Ísraelsríki sé lífsnauðsynlegt fyrir Bandaríkin vegna sameiginlegra hagsmuna og sameiginlegs gildismats: „Þess vegna munum við alltaf styðja rétt Ísraels til sjálfsvarnar,“ segir í stefnuskránni, „og standa gegn allri viðleitni til þess að grafa undan stöðu Ísraels, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða í BDS-hreyfingunni,“ en sú hreyfing snýst um að fá einstaklinga, fyrirtæki og ríki til þess að neita að eiga viðskipti við Ísrael, hvetja banka og aðra til þess að fjárfesta ekki í ísraelskum fyrirtækjum og fá ríki til þess að beita Ísrael refsiaðgerðum. Demókratar boða samt áfram stuðning við samninga um tveggja ríkja lausnina, sem myndi „tryggja framtíð Ísraels sem öruggs og lýðræðislegs ríkis gyðinga með viðurkenndum landamærum og sjá Palestínumönnum fyrir sjálfstæði, fullveldi og virðingu.“ Þeir ganga út frá því að Jerúsalem verði „áfram höfuðborg Ísraels, óskipt borg sem allir trúarhópar hefðu aðgang að.“ Repúblikanaflokkurinn ítrekar einnig í sinni stefnuskrá stuðning sinn við Ísrael og ætlar að sjá til þess að Ísrael hafi áfram hernaðaryfirburði gagnvart öllum andstæðingum sínum: „Við styðjum rétt og skyldu Ísraels til þess að verja sig gegn hryðjuverkaárásum og gegn öðrum hernaðaraðferðum sem beitt er gegn Ísrael, hvort sem beitt er lagalegum, efnahagslegum, menningarlegum eða öðrum aðferðum. Við höfnum þeirri ranghugmynd að Ísrael sé hernámsríki og veitum sérstaka athygli því að sniðgöngu-, fjárfestingastöðvunar- og refsiaðgerðahreyfingin er andgyðingleg í eðli sínu og stefnir að því að eyða Ísraelsríki.“ Í stefnuskrá Repúblikanaflokksins er aðeins einu sinni minnst á Palestínu, en það er í tengslum við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Repúblikanar heita því að stöðva öll fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagssamningsins, og vísa til þess að slík framlög séu bönnuð vegna þess að bandarísk lög frá 1994 banna stjórninni að veita fé í stofnanir tengdar Sameinuðu þjóðunum sem viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki.Hillary Clinton ásamt varaforsetaefni sínu, Tim Kaine, og mökum þeirra á sviðinu í Philadelphia eftir að hafa tekið við útnefningu Demókrataflokksins.vísir/epaSérstaða Bandaríkjanna Upphaf stefnuskrár Repúblikanaflokksins hljóðar þannig: „Við trúum á sérstöðu Bandaríkjanna. Við trúum því að Bandaríkin séu ólík öllum öðrum löndum á jörðinni.“ Nánari útlistun fylgir strax: „Við trúum því að Bandaríkin séu sérstök vegna sögulegs hlutverks okkar, fyrst sem griðastaðar, síðan sem varnarafls og nú sem fyrirmyndar frelsis heiminum öllum til gaumgæfni.“ Þessi „sérstöðuhyggja“ skín víða í gegn í stefnuskrám beggja flokkanna, ekki bara Repúblikanaflokksins, og ekki síður birtist hún í ræðunum sem fluttar voru á landsþingum þeirra í júlí. „Látið engan segja ykkur að þetta land sé ekki stórkostlegt,” sagði Michelle Obama forsetafrú á sviðinu í Philadelphiu. „Því einmitt núna er þetta stórbrotnasta land á jörðu.“ Með þessu var hún að andmæla loforðum Donalds Trump um að hann ætli sér að endurheimta fyrri reisn Bandaríkjanna, gera þau að stórkostlegu landi á ný. Barack Obama forseti tók í sama streng, þótt ekki hafi hann notað hástig lýsingarorðsins: „Bandaríkin eru nú þegar stórkostleg. Bandaríkin eru nú þegar sterk. Og ég heiti ykkur því að styrkur okkar, mikilfengleiki okkar, er ekki undir Donald Trump kominn.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira
Stefnuskrár demókrata og repúblikana, sem samþykktar voru í nýliðnum mánuði, sýna að báðir flokkarnir líta á Bandaríkin sem boðbera frelsis og friðar í heiminum. „Bandaríkin hafa alltaf verið ljósberi vonar fyrir þá sem búa við myrkur alræðisstjórnar, og þannig verður það að vera áfram,“ segir til dæmis í stefnuskrá Repúblikanaflokksins, og sérstök áhersla er lögð á forystu flokksins í þessum efnum: „Repúblikanar hafa verið í fararbroddi við að styðja verkefni sem hafa verndað og bjargað milljónum manna sem eru berskjaldaðastir og sæta mestum ofsóknum.“ Demókratar segja að verðmætamat Bandaríkjamanna veki vonir um heim allan og auki öryggi Bandaríkjanna sjálfra: „Við reynum að tryggja að þau gildi sem ríki okkar var byggt á, þar á meðal trú okkar á það að allir menn séu skapaðir jafnir, endurspeglist í öllu því sem ríkið okkar gerir,“ segir í stefnuskrá flokksins. „Þess vegna munum við styðja friðarviðleitni, vernda lýðræði og berjast í þágu þeirra sem vernda mannréttindi.“Donald Trump á sviðinu í Cleveland eftir að hafa formlega tekið við útnefningu Repúblikanaflokksins.vísir/epa Í stefnuskrám beggja flokkanna er víða vikið að hlutverki Bandaríkjanna í flestum heimshlutum. Hér eru nokkur dæmi.Evrópa og NATO Í stefnuskrá repúblikana er að finna ótvíræðan stuðning við yfirlýsingar Donalds Trump um að stuðningur Bandaríkjanna við NATO sé háður því að Evrópuríkin standi við skuldbindingar sínar um fjárframlög til hervarna. „Úr því að bandaríska þjóðin ver, miðað við höfðatölu, fjórum sinnum meira til varnarmála en Evrópubúar þá krefjumst við þess, eins og við höfum áður gert, að félagar okkar í NATO standi við skuldbindingar sínar og mæti auknum fjárfestingarþörfum sínum í herbúnaði.“ Fullyrt er að það sem til þessa hefur sameinað Bandaríkin og Evrópu, hin sameiginlega saga og sameiginlegt gildismat, sameiginlegir hagsmunir og markmið, séu í hættu vegna efnahagserfiðleika í Evrópu og breytinga á mannfjöldasamsetningu Evrópuríkja. Repúblikanar segjast hins vegar ætla að mæta auknum hernaðarumsvifum Rússa af „þeim sama þrótti sem leiddi af sér hrun Sovétríkjanna. Við munum ekki fallast á neinar landamærabreytingar í Austur-Evrópu sem þröngvað er upp á fólk með valdi, hvorki í Úkraínu, Georgíu né annars staðar.“ Demókratar fordæma hins vegar þessa afstöðu andstæðinga sinna, segja að Donald Trump muni kollvarpa hálfrar aldar gamalli utanríkisstefnu Bandaríkjanna með því að yfirgefa samherja sína í NATO, en leita í staðinn á náðir Vladimírs Pútíns Rússlandsforseta. „Við myndum gera Pútín það ljóst að við erum reiðubúin til að starfa með honum þar sem það er í okkar þágu,“ segir í stefnuskrá demókrata, „en við munum ekki hika við að standa gegn árásarstefnu Rússa. Við munum einnig standa með íbúum Rússlands og beita stjórnvöld þrýstingi til að virða grundvallarréttindi borgaranna.“Ísrael Báðir flokkarnir lofa því að standa þétt við bakið á Ísraelsríki. Demókratar rökstyðja það með því að sterkt og öruggt Ísraelsríki sé lífsnauðsynlegt fyrir Bandaríkin vegna sameiginlegra hagsmuna og sameiginlegs gildismats: „Þess vegna munum við alltaf styðja rétt Ísraels til sjálfsvarnar,“ segir í stefnuskránni, „og standa gegn allri viðleitni til þess að grafa undan stöðu Ísraels, meðal annars á vettvangi Sameinuðu þjóðanna eða í BDS-hreyfingunni,“ en sú hreyfing snýst um að fá einstaklinga, fyrirtæki og ríki til þess að neita að eiga viðskipti við Ísrael, hvetja banka og aðra til þess að fjárfesta ekki í ísraelskum fyrirtækjum og fá ríki til þess að beita Ísrael refsiaðgerðum. Demókratar boða samt áfram stuðning við samninga um tveggja ríkja lausnina, sem myndi „tryggja framtíð Ísraels sem öruggs og lýðræðislegs ríkis gyðinga með viðurkenndum landamærum og sjá Palestínumönnum fyrir sjálfstæði, fullveldi og virðingu.“ Þeir ganga út frá því að Jerúsalem verði „áfram höfuðborg Ísraels, óskipt borg sem allir trúarhópar hefðu aðgang að.“ Repúblikanaflokkurinn ítrekar einnig í sinni stefnuskrá stuðning sinn við Ísrael og ætlar að sjá til þess að Ísrael hafi áfram hernaðaryfirburði gagnvart öllum andstæðingum sínum: „Við styðjum rétt og skyldu Ísraels til þess að verja sig gegn hryðjuverkaárásum og gegn öðrum hernaðaraðferðum sem beitt er gegn Ísrael, hvort sem beitt er lagalegum, efnahagslegum, menningarlegum eða öðrum aðferðum. Við höfnum þeirri ranghugmynd að Ísrael sé hernámsríki og veitum sérstaka athygli því að sniðgöngu-, fjárfestingastöðvunar- og refsiaðgerðahreyfingin er andgyðingleg í eðli sínu og stefnir að því að eyða Ísraelsríki.“ Í stefnuskrá Repúblikanaflokksins er aðeins einu sinni minnst á Palestínu, en það er í tengslum við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar. Repúblikanar heita því að stöðva öll fjárframlög Bandaríkjanna til loftslagssamningsins, og vísa til þess að slík framlög séu bönnuð vegna þess að bandarísk lög frá 1994 banna stjórninni að veita fé í stofnanir tengdar Sameinuðu þjóðunum sem viðurkenna sjálfstætt Palestínuríki.Hillary Clinton ásamt varaforsetaefni sínu, Tim Kaine, og mökum þeirra á sviðinu í Philadelphia eftir að hafa tekið við útnefningu Demókrataflokksins.vísir/epaSérstaða Bandaríkjanna Upphaf stefnuskrár Repúblikanaflokksins hljóðar þannig: „Við trúum á sérstöðu Bandaríkjanna. Við trúum því að Bandaríkin séu ólík öllum öðrum löndum á jörðinni.“ Nánari útlistun fylgir strax: „Við trúum því að Bandaríkin séu sérstök vegna sögulegs hlutverks okkar, fyrst sem griðastaðar, síðan sem varnarafls og nú sem fyrirmyndar frelsis heiminum öllum til gaumgæfni.“ Þessi „sérstöðuhyggja“ skín víða í gegn í stefnuskrám beggja flokkanna, ekki bara Repúblikanaflokksins, og ekki síður birtist hún í ræðunum sem fluttar voru á landsþingum þeirra í júlí. „Látið engan segja ykkur að þetta land sé ekki stórkostlegt,” sagði Michelle Obama forsetafrú á sviðinu í Philadelphiu. „Því einmitt núna er þetta stórbrotnasta land á jörðu.“ Með þessu var hún að andmæla loforðum Donalds Trump um að hann ætli sér að endurheimta fyrri reisn Bandaríkjanna, gera þau að stórkostlegu landi á ný. Barack Obama forseti tók í sama streng, þótt ekki hafi hann notað hástig lýsingarorðsins: „Bandaríkin eru nú þegar stórkostleg. Bandaríkin eru nú þegar sterk. Og ég heiti ykkur því að styrkur okkar, mikilfengleiki okkar, er ekki undir Donald Trump kominn.“Þessi frétt birtist upphaflega í Fréttablaðinu.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Fleiri fréttir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Segir Selenskí ólögmætan og ófæran um að skrifa undir eitt né neitt Sjá meira