Deilt um endurtalningu í prófkjöri Pírata Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. ágúst 2016 09:41 Þórgnýr Thoroddsen var ekki á því að telja á ný í gærkvöldi en virðist hafa skipt um skoðun í nótt. vísir/hanna/garðar Möguleiki er á er að endurtelja þurfi atkvæði í prófkjörum Pírata á höfuðborgarsvæðinu og í Norðausturkjördæmi. Umdeilt er hvernig skuli túlka lagaákvæði í lögum Pírata um hvað skuli gera hafni frambjóðandi því sæti sem honum er úthlutað. Úrslit úr sameiginlegu prófkjöri Pírata, fyrir Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi, lágu fyrir á föstudag. Alls voru 105 í framboði og 1034 greiddu atkvæði. Þegar listar lágu fyrir tilkynnti Erna Ýr Öldudóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, að hún hyggðist ekki taka sæti á listanum. Erna Ýr hafnaði í 30. sæti í prófkjörinu en sóttist eftir því fyrsta.Í gær benti síðan stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda. Áðurnefndur Pawel setti téðar vangaveltur inn á Pírataspjallið, óformlegan vettvang fyrir Pírata og áhugamenn um Pírata til að ræða allt mögulegt, og spurði hvort ekki stæði til að endurtelja atkvæðin. Rétt er að taka fram að skoðanir þær sem á spjallinu birtast eru ekki tengdar stefnu Pírata.Sjá einnig:Össur kallar prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ „Okkar túlkun er sú að ákvæðið eigi við um sjálfa framboðslistana en ekki sameiginlega [prófkjörs]listann (þar sem hann er ekki boð um tiltekið sæti og er ekki eiginlegur framboðslisti). Endurtalningar gæti þó verið þörf ef að einhver segir sig af sjálfum kjördæmalistunum,“ ritar Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata, við innleg Pawels. Viktor Orri Valgarðsson, sem lenti í 7. sæti í prófkjörinu og mun því skipa 3. sæti í Reykjavík suður, leggur orð í belg og segist vera ósammála túlkun Þórgnýs á ákvæðinu. Aðrir velta því fyrir sér hvort þetta sé í raun nauðsyn þar sem að Erna Ýr endaði í 30. sæti og gæti þar með ekki haft stórkostleg áhrif á niðurstöðuna. Erna Ýr bendir þá á að minnst fjórir frambjóðendur hafi hafnað því að taka sæti. „[É]g mæli með að fólk sendi bara á úrskurðarnefnd ... Eða bara sleppi því. Það þarf ekkert að gera neitt í þessu ef engum finnst það skipta máli vegna þess að þetta eru félagslögin okkar, frá okkur, fyrir okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata. Hann skipar 2. sæti í Reykjavík norður. Úrskurðarnefnd Pírata samanstendur af þremur aðilum en tveir þeirra lentu ofarlega í prófkjörinu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður í 2. sæti í suðvestur og Olga Cilia í 4. sæti í Reykjavík suður. Því er einnig umdeilt hvort skipa þurfi sérstaka úrskurðarnefnd í þessu máli og þá hvaða aðili væri til þess bær. „Eftir að hafa sofið á þessu þá grunar mig nú að við endurteljum bara. Ég hugsa að breytingarnar verði ekki það stórar að það valdi massívum breytingum. Svo bara hringjum við út í rólegheitum,“ ritar áðurnefndur Þórgnýr í morgunsárið á þráðinn á Pírataspjallinu. Fyrra innlegg hans kom inn í gærkvöldi.Sjá einnig:Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Þurfi að endurtelja í sameiginlega prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu vekur það upp spurningar hvort þurfi að endurtelja í Norðausturkjördæmi líka. Þar hafnaði Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri, sæti á lista flokksins eftir að hafa endað í 7. sæti í prófkjörinu. Möguleiki er á að sá listi standi þar sem kærufrestur sé útruninn. Prófkjör Pírata fór fram gegnum kosningakerfi þeirra á netinu. Kosningabærir Píratar, þeir sem höfðu verið skráðir í flokkinn í þrjátíu daga eða lengur, forgangsröðuðu frambjóðendum í þá röð sem þeir vildu sjá þá á lista. Niðurstaðan var fengin með svokallaðri Shulze-aðferð en í henni felst að sá frambjóðandi sem oftast er valinn fram yfir aðra frambjóðendur endar í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Því er erfitt að segja um hvort endurtalning gæti haft breytingar í för með sér á listanum eður ei. Í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi var þörf á endurtalningu eftir að aðili dró framboð sitt til baka. Það hafði ekki teljandi áhrif á niðurstöðuna. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður segir þessa ríkisstjórn "sökka“. 1. júlí 2016 13:41 Björn Þorláksson íhugar sérframboð Björn Þorláksson hefur snúið baki við Pírötum og leggur fram drög að stefnuskrá. 30. júní 2016 15:53 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Möguleiki er á er að endurtelja þurfi atkvæði í prófkjörum Pírata á höfuðborgarsvæðinu og í Norðausturkjördæmi. Umdeilt er hvernig skuli túlka lagaákvæði í lögum Pírata um hvað skuli gera hafni frambjóðandi því sæti sem honum er úthlutað. Úrslit úr sameiginlegu prófkjöri Pírata, fyrir Reykjavíkurkjördæmin bæði og Suðvesturkjördæmi, lágu fyrir á föstudag. Alls voru 105 í framboði og 1034 greiddu atkvæði. Þegar listar lágu fyrir tilkynnti Erna Ýr Öldudóttir, fyrrverandi formaður framkvæmdaráðs Pírata, að hún hyggðist ekki taka sæti á listanum. Erna Ýr hafnaði í 30. sæti í prófkjörinu en sóttist eftir því fyrsta.Í gær benti síðan stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek á að í lögum Pírata, nánar tiltekið grein 14.5, stendur að hafni frambjóðandi sæti, eða geti af öðrum sökum ekki tekið því, skal raða á lista með endurtalningu atkvæða að brottfelldum frambjóðanda. Áðurnefndur Pawel setti téðar vangaveltur inn á Pírataspjallið, óformlegan vettvang fyrir Pírata og áhugamenn um Pírata til að ræða allt mögulegt, og spurði hvort ekki stæði til að endurtelja atkvæðin. Rétt er að taka fram að skoðanir þær sem á spjallinu birtast eru ekki tengdar stefnu Pírata.Sjá einnig:Össur kallar prófkjör Pírata „tóma skel“ og „bömmer“ „Okkar túlkun er sú að ákvæðið eigi við um sjálfa framboðslistana en ekki sameiginlega [prófkjörs]listann (þar sem hann er ekki boð um tiltekið sæti og er ekki eiginlegur framboðslisti). Endurtalningar gæti þó verið þörf ef að einhver segir sig af sjálfum kjördæmalistunum,“ ritar Þórgnýr Thoroddsen, varaborgarfulltrúi Pírata, við innleg Pawels. Viktor Orri Valgarðsson, sem lenti í 7. sæti í prófkjörinu og mun því skipa 3. sæti í Reykjavík suður, leggur orð í belg og segist vera ósammála túlkun Þórgnýs á ákvæðinu. Aðrir velta því fyrir sér hvort þetta sé í raun nauðsyn þar sem að Erna Ýr endaði í 30. sæti og gæti þar með ekki haft stórkostleg áhrif á niðurstöðuna. Erna Ýr bendir þá á að minnst fjórir frambjóðendur hafi hafnað því að taka sæti. „[É]g mæli með að fólk sendi bara á úrskurðarnefnd ... Eða bara sleppi því. Það þarf ekkert að gera neitt í þessu ef engum finnst það skipta máli vegna þess að þetta eru félagslögin okkar, frá okkur, fyrir okkur,“ segir Björn Leví Gunnarsson, varaþingmaður Pírata. Hann skipar 2. sæti í Reykjavík norður. Úrskurðarnefnd Pírata samanstendur af þremur aðilum en tveir þeirra lentu ofarlega í prófkjörinu. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir verður í 2. sæti í suðvestur og Olga Cilia í 4. sæti í Reykjavík suður. Því er einnig umdeilt hvort skipa þurfi sérstaka úrskurðarnefnd í þessu máli og þá hvaða aðili væri til þess bær. „Eftir að hafa sofið á þessu þá grunar mig nú að við endurteljum bara. Ég hugsa að breytingarnar verði ekki það stórar að það valdi massívum breytingum. Svo bara hringjum við út í rólegheitum,“ ritar áðurnefndur Þórgnýr í morgunsárið á þráðinn á Pírataspjallinu. Fyrra innlegg hans kom inn í gærkvöldi.Sjá einnig:Hundfúll hafnar Björn Þorláksson 7. sætinu Þurfi að endurtelja í sameiginlega prófkjörinu á höfuðborgarsvæðinu vekur það upp spurningar hvort þurfi að endurtelja í Norðausturkjördæmi líka. Þar hafnaði Björn Þorláksson, fyrrverandi ritstjóri, sæti á lista flokksins eftir að hafa endað í 7. sæti í prófkjörinu. Möguleiki er á að sá listi standi þar sem kærufrestur sé útruninn. Prófkjör Pírata fór fram gegnum kosningakerfi þeirra á netinu. Kosningabærir Píratar, þeir sem höfðu verið skráðir í flokkinn í þrjátíu daga eða lengur, forgangsröðuðu frambjóðendum í þá röð sem þeir vildu sjá þá á lista. Niðurstaðan var fengin með svokallaðri Shulze-aðferð en í henni felst að sá frambjóðandi sem oftast er valinn fram yfir aðra frambjóðendur endar í fyrsta sæti og svo koll af kolli. Því er erfitt að segja um hvort endurtalning gæti haft breytingar í för með sér á listanum eður ei. Í prófkjöri Pírata í Suðurkjördæmi var þörf á endurtalningu eftir að aðili dró framboð sitt til baka. Það hafði ekki teljandi áhrif á niðurstöðuna.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47 Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður segir þessa ríkisstjórn "sökka“. 1. júlí 2016 13:41 Björn Þorláksson íhugar sérframboð Björn Þorláksson hefur snúið baki við Pírötum og leggur fram drög að stefnuskrá. 30. júní 2016 15:53 Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Fleiri fréttir Þyngdu dóm fyrir stórfelld fíkniefnalagabrot Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Sjá meira
Birgitta, Jón Þór og Ásta efst hjá Pírötum Búið er að birta niðurstöður úr sameiginlegu prófkjöri Pírata fyrir Reykjavíkurkjördæmin og Suðvesturkjördæmi. 12. ágúst 2016 18:47
Hættir á fréttastofu RÚV og gengur til liðs við Pírata Gunnar Hrafn Jónsson fréttamaður segir þessa ríkisstjórn "sökka“. 1. júlí 2016 13:41
Björn Þorláksson íhugar sérframboð Björn Þorláksson hefur snúið baki við Pírötum og leggur fram drög að stefnuskrá. 30. júní 2016 15:53