Fiktar við poppið í frístundum Stefán Þór Hjartarson skrifar 29. ágúst 2016 09:00 Helgi Sæmundur og Ólafur Arnalds hittast oft og gera saman beats. Anna Tara sér um að halda utan um verkefnið fyrir hönd dætranna. Fréttablaðið/Ernir Bítið við lagið Tista með Reykjavíkurdætrum gera Helgi Sæmundur úr Úlfur Úlfur og Ólafur Arnalds auk þess sem Gnúsi Yones úr Amabadama sá um upptökur. Í dag kemur út myndband við lagið og er hægt að horfa á það hér að neðan. „Við Helgi erum oft að leika okkur að gera beats. Við hittumst stundum uppi í stúdíói með bjór og gerum beats okkur til gamans. Reykjavíkurdætur vissu af þessu og höfðu samband og báðu okkur um að gera lag fyrir þær. Ég hef lengi verið að leika mér í laumi að gera beats, það er alltaf gaman að vera með annan fótinn í svona poppstöffi,“ segir Ólafur Arnalds um hvernig þetta nýja lag sem hann og Helgi gerðu fyrir Reykjavíkurdætur varð til. „Þeir eru fáránlega góðir saman. Þeir voru í stúdíóinu saman stundum að prófa sig áfram – þannig að auðvitað kastaði ég þessu verkefni á þá til að nýta þetta samstarf þeirra,“ segir Anna Tara Andrésdóttir, sem er heilinn á bak við lagið eða pródúserinn eins og hún kallar það.Stilla úr myndbandi Reykjavíkurdætra.Mynd/Reykjavíkurdætur„Ég er að halda utan um allt verkefnið og láta það rúlla hratt. Þetta er alls ekki korters langt lag þó að við séum allar í því, þetta er bara þrjár og hálf mínúta. Hver er bara með fjórar línur – þannig að boltanum er kastað mjög hratt okkar á milli. Það er annars ekkert eitt sérstakt þema í laginu nema í viðlaginu þar sem við segjum „fucking so“ sem er bara svona okkar viðhorf gagnvart okkar þessa dagana. Annars vil ég ekkert vera að fullyrða fyrir hönd þeirra,“ segir Anna Tara um hlutverk sitt í laginu og um hvað það fjalli. Allar Reykjavíkurdætur nema tvær koma fram í laginu og því ansi stór hópur þarna á ferð. Það er örugglega ekki auðvelt að taka lagið á tónleikum, eða hvað? „Við héldum fyrsta að við yrðum að skipuleggja þetta allt öðruvísi á tónleikum en þegar við kýldum svo á þetta virkaði það bara. Við skipulögðum mjög vel hver rétti hverri „mæk“ en síðan eru ekki alltaf sömu stelpurnar á tónleikum og ekki sami fjöldinn af mækum þannig að þetta fór bara að rúlla einhvern veginn – en það hefur bara alltaf gengið mjög vel, því að það stíga allar fram, það er svo fljót skipting. Þetta heldur laginu mjög lifandi.“ Laginu fylgir myndband og má horfa á það hér að neðan. Katrín Ásmundsdóttir leikstýrir því og Timothée Lambrecq sér um kvikmyndatöku og klippingu. Auk Reykjavíkurdætra, Helga Sæmundar og Ólafs Arnalds sá Gnúsi Yones úr Amabadama um upptökur á laginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. ágúst. Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Bítið við lagið Tista með Reykjavíkurdætrum gera Helgi Sæmundur úr Úlfur Úlfur og Ólafur Arnalds auk þess sem Gnúsi Yones úr Amabadama sá um upptökur. Í dag kemur út myndband við lagið og er hægt að horfa á það hér að neðan. „Við Helgi erum oft að leika okkur að gera beats. Við hittumst stundum uppi í stúdíói með bjór og gerum beats okkur til gamans. Reykjavíkurdætur vissu af þessu og höfðu samband og báðu okkur um að gera lag fyrir þær. Ég hef lengi verið að leika mér í laumi að gera beats, það er alltaf gaman að vera með annan fótinn í svona poppstöffi,“ segir Ólafur Arnalds um hvernig þetta nýja lag sem hann og Helgi gerðu fyrir Reykjavíkurdætur varð til. „Þeir eru fáránlega góðir saman. Þeir voru í stúdíóinu saman stundum að prófa sig áfram – þannig að auðvitað kastaði ég þessu verkefni á þá til að nýta þetta samstarf þeirra,“ segir Anna Tara Andrésdóttir, sem er heilinn á bak við lagið eða pródúserinn eins og hún kallar það.Stilla úr myndbandi Reykjavíkurdætra.Mynd/Reykjavíkurdætur„Ég er að halda utan um allt verkefnið og láta það rúlla hratt. Þetta er alls ekki korters langt lag þó að við séum allar í því, þetta er bara þrjár og hálf mínúta. Hver er bara með fjórar línur – þannig að boltanum er kastað mjög hratt okkar á milli. Það er annars ekkert eitt sérstakt þema í laginu nema í viðlaginu þar sem við segjum „fucking so“ sem er bara svona okkar viðhorf gagnvart okkar þessa dagana. Annars vil ég ekkert vera að fullyrða fyrir hönd þeirra,“ segir Anna Tara um hlutverk sitt í laginu og um hvað það fjalli. Allar Reykjavíkurdætur nema tvær koma fram í laginu og því ansi stór hópur þarna á ferð. Það er örugglega ekki auðvelt að taka lagið á tónleikum, eða hvað? „Við héldum fyrsta að við yrðum að skipuleggja þetta allt öðruvísi á tónleikum en þegar við kýldum svo á þetta virkaði það bara. Við skipulögðum mjög vel hver rétti hverri „mæk“ en síðan eru ekki alltaf sömu stelpurnar á tónleikum og ekki sami fjöldinn af mækum þannig að þetta fór bara að rúlla einhvern veginn – en það hefur bara alltaf gengið mjög vel, því að það stíga allar fram, það er svo fljót skipting. Þetta heldur laginu mjög lifandi.“ Laginu fylgir myndband og má horfa á það hér að neðan. Katrín Ásmundsdóttir leikstýrir því og Timothée Lambrecq sér um kvikmyndatöku og klippingu. Auk Reykjavíkurdætra, Helga Sæmundar og Ólafs Arnalds sá Gnúsi Yones úr Amabadama um upptökur á laginu.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 29. ágúst.
Tónlist Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira