Grímur, dulúð og nafnleynd Stefán Þór Hjartarson skrifar 25. ágúst 2016 10:00 Hljómsveitin Gangly bjó að minnsta kosti í fyrstu við mikla dulúð. Mynd/Máni Sigfússon Gangly Var það meðvituð ákvörðun um að gefa ekki upp hverjir eru í hljómsveitinni? Nei ekki beint. Vissum að fólk myndi komast að því fyrr eða síðar hverjir væru í bandinu. Bara gaman að prófa og sjá hvað myndi gerast með því að henda lagi á netið án neinna upplýsinga.Nú eru þið öll tónlistarmenn úr öðrum böndum – er leyndardómsfullt yfirbragð ákveðin leið til að fjarlægja ykkar persónu frá þessu nýja verkefni? Nei myndi ekki segja það. Þetta var bara næs leið til að búa til einhvern fíling í kringum tónlistina sem Gangly gerir.Hvernig tónlist eruði að gera? Þetta er einhverskonar skrýtið fljótandi elektrónískt Rn'B popp.Hvað er svo framundan? Erum að fara gefa út 4 ný lög með 1-2 mánaða fresti. Fyrsta lagið í þessari syrpu kemur út núna um miðjan september.Mynd/HighdeeHighdeeHver er Highdee?Ég er UPPVAKiN, ég er HiGHDEE.Hvernig byrjaðiru í bransanum og hvernig tónlist geriru?Tónarnir hafa leikið við mig frá því að ég man eftir mér og hafa skapað með mér minningar síðan. Draumkenndar modern djass hiphop chill bylgjur.Hver eru helstu áhrifavaldar þínir?Töfrarnir koma frá náttúrunni, ég er undir áhrifum hennar og eilífu ástarinnar.Nú varstu að gefa út myndband við þitt fyrsta opinbera lag, FiNNDU MiG – hvaða fólk var með þér í þessu lagi og myndbandi?Það eru þeir hæfileikAríku og yndislegu vinir mínir EMiL ANDRi EMiLSSON og HERMaNN HERMaNNSSON BRiDDE - myndefnið tók myndefnisgaldrakarlinn besti hjartans vinur minn og sá einnig um alla eftirvinnslu. Í gegnum tíðina hef ég einungis unnið með vinum mínum, þeir eru mitt teymi og eru þeir sem að hafa hvatt mig áfram. það eru forréttindi að hafa fengið að mótast og vaknA upp hægt og rólega í þessu litríkA, töfrandi og skapandi umhverfi. Ég er þeim ævinlegA þakklát. Það er alltaf flæði í ástinni, lífið er okkar ævintýri og ég mun vonandi aldrei hættA að segja ykkur frá því héðan í frá. ÉG ER BETRi MEÐ ÞÉR/ ALLT SEM ÉG ER/ HEiMURiNN SÉR/ ALLT MEÐ MÉR/ ÉG ER ALLT MEÐ ÞÉR/ ÞÚ ERT EiTT MEÐ MÉR/ EKKERT ER EiTT OG SÉR/Mynd/Magnús AnderssenVaginaboysHvers vegna kjósiði að fara leynt með hverjir eru í hljómsveitinni? Við gerum tónlist vegna þess að við elskum tónlist. Til þess að koma sköpun á framfæri þarf maður að koma fram opinberlega. Við erum spéhræddir svefndrukknir unglingar sem kæra sig ekki um frægð og frama svo við kjósum að koma fram nafnlaust án persónulegrar tengingar við verkin. Verkin tala fyrir sig og eru ekki um ákveðna persónu eða það sem gerist í okkar lífi, heldur frekar allt sem gerst hefur, mun gerast og gæti kannski gerst.Var það meðvituð ákvörðun frá upphafi að leyna persónu meðlima hljómsveitarinnar? Já þetta er ákveðinn þægindarammi sem við kjósum að stíga ekki út fyrir þar sem dulúð er eitt það kynþokkafyllsta sem við vitum um. Svipað og þegar sveimhugar sjá fallega veru í fjarska og ná augnsambandi og finna tengingu en vita ekki afhverju og átta sig kannski aldrei á því. Sú dulúð sem maður upplifir í augum viðkomandi er eins óljós og framtíð íslensku krónunnar. Gerist það eitthvað mikið kynþokkafyllra en það?Eruði nokkuð með ljót leyndarmál sem er verið að fela? Jafnvel líkamleg lýti? Já við höfum gert mistök en mistök eru til þess að læra af og við huggum okkur við það að við verðum öll dauð eftir hundrað ár svo það þýðir ekki að gráta lengi. Líkamlegu lýtin okkar hafa öll verið fjarlægð af reyndustu lýtalæknum landsins svo þau eru ill sjáanleg síðan tekjurnar fóru að streyma inn í búið.Hjálpar leyndin til við tónlistarsköpun og/eða flutning? Já það er þægilegt vera ekki stoppaður þegar maður er að bíða eftir pulsu með engri pulsu og strætó í Mjóddinni að þurfa ekki að tala við fólk sem maður þekkir ekki til þess að útskýra verk sem maður skilur ekki. Frjálslegra að vera bara maður sjálfur, óþekktur svefndrukkinn unglingur sem ekkert veit eins og við höfum alltaf verið.Hvað er svo framundan hjá Vagina Boys? Við ætlum að vera með flottustu tónleika heimsins ársins á heimsvísu í Hörpu í desember þar sem við ætlum að vera með lifandi videoverk á bakvið eins og á Sonar og vonandi laser show, það verður veisla veislanna. Við stefnum að því að hefja miðasölu 1. september og það verða örfáir miðar í boði. Þar kemur fram önnur nafnlaus hljómsveit í fyrsta skiptið að ég held sem er frá Höfn og fjallað hefur verið um. Svo er það náttúrulega árshátíð íslenskra tónlistarmanna, Iceland Airwaves í nóvember þegar einn meðlimur sveitarinnar á afmæli og fagnar 16 árunum með vinum og fjölskyldu.Eitthvað sem þið viljið bæta við? Áfram allskonar. Okkar helsta markmið er að vera okkur sjálfum og fjölskyldum okkar til sóma. Við viljum gera okkar besta til að koma góðum skilaboðum á framfæri og styðjum réttindabaráttu minnihlutahópa. Það verður gaman í vetur og kósí undir sæng því við erum komnir með streymisveitu sem ætlar að leyfa okkur að horfa á sjónvarpsþætti og myndir og mjög flott stöff á bara eitthvað mánaðargjald á mánuði. Lifið heil og sjáumst í Hörpunni í Desember. Vonandi verður þessi texti ekki rifinn úr samhengi og settur óklipptur á forsíðu dagblaðs en við elskum ykkur samt. Airwaves Sónar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Gangly Var það meðvituð ákvörðun um að gefa ekki upp hverjir eru í hljómsveitinni? Nei ekki beint. Vissum að fólk myndi komast að því fyrr eða síðar hverjir væru í bandinu. Bara gaman að prófa og sjá hvað myndi gerast með því að henda lagi á netið án neinna upplýsinga.Nú eru þið öll tónlistarmenn úr öðrum böndum – er leyndardómsfullt yfirbragð ákveðin leið til að fjarlægja ykkar persónu frá þessu nýja verkefni? Nei myndi ekki segja það. Þetta var bara næs leið til að búa til einhvern fíling í kringum tónlistina sem Gangly gerir.Hvernig tónlist eruði að gera? Þetta er einhverskonar skrýtið fljótandi elektrónískt Rn'B popp.Hvað er svo framundan? Erum að fara gefa út 4 ný lög með 1-2 mánaða fresti. Fyrsta lagið í þessari syrpu kemur út núna um miðjan september.Mynd/HighdeeHighdeeHver er Highdee?Ég er UPPVAKiN, ég er HiGHDEE.Hvernig byrjaðiru í bransanum og hvernig tónlist geriru?Tónarnir hafa leikið við mig frá því að ég man eftir mér og hafa skapað með mér minningar síðan. Draumkenndar modern djass hiphop chill bylgjur.Hver eru helstu áhrifavaldar þínir?Töfrarnir koma frá náttúrunni, ég er undir áhrifum hennar og eilífu ástarinnar.Nú varstu að gefa út myndband við þitt fyrsta opinbera lag, FiNNDU MiG – hvaða fólk var með þér í þessu lagi og myndbandi?Það eru þeir hæfileikAríku og yndislegu vinir mínir EMiL ANDRi EMiLSSON og HERMaNN HERMaNNSSON BRiDDE - myndefnið tók myndefnisgaldrakarlinn besti hjartans vinur minn og sá einnig um alla eftirvinnslu. Í gegnum tíðina hef ég einungis unnið með vinum mínum, þeir eru mitt teymi og eru þeir sem að hafa hvatt mig áfram. það eru forréttindi að hafa fengið að mótast og vaknA upp hægt og rólega í þessu litríkA, töfrandi og skapandi umhverfi. Ég er þeim ævinlegA þakklát. Það er alltaf flæði í ástinni, lífið er okkar ævintýri og ég mun vonandi aldrei hættA að segja ykkur frá því héðan í frá. ÉG ER BETRi MEÐ ÞÉR/ ALLT SEM ÉG ER/ HEiMURiNN SÉR/ ALLT MEÐ MÉR/ ÉG ER ALLT MEÐ ÞÉR/ ÞÚ ERT EiTT MEÐ MÉR/ EKKERT ER EiTT OG SÉR/Mynd/Magnús AnderssenVaginaboysHvers vegna kjósiði að fara leynt með hverjir eru í hljómsveitinni? Við gerum tónlist vegna þess að við elskum tónlist. Til þess að koma sköpun á framfæri þarf maður að koma fram opinberlega. Við erum spéhræddir svefndrukknir unglingar sem kæra sig ekki um frægð og frama svo við kjósum að koma fram nafnlaust án persónulegrar tengingar við verkin. Verkin tala fyrir sig og eru ekki um ákveðna persónu eða það sem gerist í okkar lífi, heldur frekar allt sem gerst hefur, mun gerast og gæti kannski gerst.Var það meðvituð ákvörðun frá upphafi að leyna persónu meðlima hljómsveitarinnar? Já þetta er ákveðinn þægindarammi sem við kjósum að stíga ekki út fyrir þar sem dulúð er eitt það kynþokkafyllsta sem við vitum um. Svipað og þegar sveimhugar sjá fallega veru í fjarska og ná augnsambandi og finna tengingu en vita ekki afhverju og átta sig kannski aldrei á því. Sú dulúð sem maður upplifir í augum viðkomandi er eins óljós og framtíð íslensku krónunnar. Gerist það eitthvað mikið kynþokkafyllra en það?Eruði nokkuð með ljót leyndarmál sem er verið að fela? Jafnvel líkamleg lýti? Já við höfum gert mistök en mistök eru til þess að læra af og við huggum okkur við það að við verðum öll dauð eftir hundrað ár svo það þýðir ekki að gráta lengi. Líkamlegu lýtin okkar hafa öll verið fjarlægð af reyndustu lýtalæknum landsins svo þau eru ill sjáanleg síðan tekjurnar fóru að streyma inn í búið.Hjálpar leyndin til við tónlistarsköpun og/eða flutning? Já það er þægilegt vera ekki stoppaður þegar maður er að bíða eftir pulsu með engri pulsu og strætó í Mjóddinni að þurfa ekki að tala við fólk sem maður þekkir ekki til þess að útskýra verk sem maður skilur ekki. Frjálslegra að vera bara maður sjálfur, óþekktur svefndrukkinn unglingur sem ekkert veit eins og við höfum alltaf verið.Hvað er svo framundan hjá Vagina Boys? Við ætlum að vera með flottustu tónleika heimsins ársins á heimsvísu í Hörpu í desember þar sem við ætlum að vera með lifandi videoverk á bakvið eins og á Sonar og vonandi laser show, það verður veisla veislanna. Við stefnum að því að hefja miðasölu 1. september og það verða örfáir miðar í boði. Þar kemur fram önnur nafnlaus hljómsveit í fyrsta skiptið að ég held sem er frá Höfn og fjallað hefur verið um. Svo er það náttúrulega árshátíð íslenskra tónlistarmanna, Iceland Airwaves í nóvember þegar einn meðlimur sveitarinnar á afmæli og fagnar 16 árunum með vinum og fjölskyldu.Eitthvað sem þið viljið bæta við? Áfram allskonar. Okkar helsta markmið er að vera okkur sjálfum og fjölskyldum okkar til sóma. Við viljum gera okkar besta til að koma góðum skilaboðum á framfæri og styðjum réttindabaráttu minnihlutahópa. Það verður gaman í vetur og kósí undir sæng því við erum komnir með streymisveitu sem ætlar að leyfa okkur að horfa á sjónvarpsþætti og myndir og mjög flott stöff á bara eitthvað mánaðargjald á mánuði. Lifið heil og sjáumst í Hörpunni í Desember. Vonandi verður þessi texti ekki rifinn úr samhengi og settur óklipptur á forsíðu dagblaðs en við elskum ykkur samt.
Airwaves Sónar Tónlist Mest lesið Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Lífið Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Bíó og sjónvarp Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Tónlist Fötlunin ekki stærsta áfallið heldur veikindin sem fylgdu Lífið Krakkatían: Grænland, galdrakarl og Greppikló Lífið Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Tónlist Grundvallarmisskilnings gæti um þaksvalir á Íslandi Lífið „Lífið væri svo miklu leiðinlegra ef ég ætti ekki bróður með Downs“ Lífið Erling og Sigríður selja húsið eftir átján ár Lífið Verð alltaf stoltari og stoltari af mömmu Lífið Fleiri fréttir Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira