Meirihluti fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um flugvöll í Vatnsmýri Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 31. ágúst 2016 19:40 Reykjavíkurflugvöllur og nærliggjandi umhverfi séð úr lofti. Vísir Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Meirihluti er fyrir því á Alþingi að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um framtíð Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri. Borgarstjóri segir tillögu þar að lútandi vera pólitískt útspil í aðdraganda kosninga. 25 þingmenn úr fjórum flokkum lögðu í gær fram þingsályktunartillögu um þjóðaratkvæðagreiðslu um framtíð Reykjavíkurflugvallar. Eftirfarandi spurning verði borin upp í þjóðaratkvæðagreiðslunni: „Vilt þú að flugvöllur og miðstöð innanlands- og sjúkraflugs hér á landi verði áfram í Vatnsmýrinni í Reykjavík?”Höggva á hnútinn Ögmundur Jónasson er fyrsti flutningsmaður tillögunnar en hann segir hana lagða fram þar sem málið sé komið í algjöran hnút. „Menn geta ekki komið sér saman um hver á að vera framtíð Reykjavíkurflugvallar og það er eðlilegast að þjóðin verði fengin til að höggva á hnútinn,“ segir Ögmundur. Ertu bjartsýnn á að tillagan verði samþykkt fyrir kosningar? „Samkvæmt mínum útreikningum er góður meirihluti í þinginu á bak við þessa tillögu,“ segir Ögmundur. Alls eru 25 þingmenn sem leggja tillöguna fram og munu því greiða atkvæða með henni. Samkvæmt athugun fréttastofu munu að minnsta kosti fimm þingmenn til viðbótar samþykkja tillöguna og þá er fastlega gert ráð fyrir að fjórir ráðherrar Framsóknarflokksins muni samþykkja hana. Samkvæmt þessu munu að minnsta kosti 34 þingmenn greiða atkvæði með tillögunni og því meirihluti fyrir henni á Alþingi.Leita að vilja þjóðarinnar Ögmundur vonast til þess að þjóðaratkvæðagreiðslan fari fram sem allra fyrst en hún yrði ráðgefandi. Því má velta fyrir sér hvaða afleiðingar hún muni hafa í ljósi þess að samkvæmt aðalskipulagi Reykjavíkurborgar verður annarri meginflugbrauta Reykjavíkurflugvallar lokað árið 2022. Verði tillagan til að mynda samþykkt í þjóðaratkvæðagreiðslu – hver yrðu þá næstu skref hjá Alþingi? „Þá ber bæði ríki og Reykjavíkurborg að setjast yfir málin og komast að niðurstöðu í samræmi við yfirlýstan þjóðarvilja,“ segir Ögmundur. Er Alþingi með þessu ekki að skipta sér af skipulagsmálum Reykjavíkurborgar? „Borgarstjóri sagði nýlega og vísaði þá til hugsanlegs flugvallar í Gálgahrauni, að hann vildi skapa þjóðarsamstöðu um slíka lausn. Þar með viðurkennir borgarstjóri, og það finnst mér vera gott, að þjóðin eigi erindi að þessari ákvarðanatöku, ekki bara Reykvíkingar heldur þjóðin öll. Og við erum að leggja til að þá verði leitað eftir vilja þjóðarinnar, út á það gengur okkar tillaga,“ segir Ögmundur.Pólitískt útspilDagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir tillöguna undarlega og einhver hafi verið að flýta sér þegar hún var sett á blað. „Það er engin önnur leið að skilja tillögutextann en þannig að það eigi að flytja miðstöð sjúkraflugs í Vatnsmýrina í Reykjavík. En eins og flestir vita að þá var hún færð norður á Akureyri fyrir 10 árum,“ segir Dagur. Reykjavíkurborg verði ekki skuldbundin til að fylgja niðurstöðu úr slíkri atkvæðagreiðslu, enda yrði hún ráðgefandi „Það kemur fram í tillögutextanum að þetta eigi einungis að vera ráðgefandi. Ég held að þetta sé frekar einhvers konar pólitískt útspil í aðdraganda kosninga, frekar en nokkuð annað,“ segir Dagur.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður Tengdar fréttir Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Fleiri fréttir Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sjá meira
Staðsetning flugvallarins óbreytt án vilja Alþingis Innanríkisráðherra segir óraunhæft að aðalskipulag borgarinnar um lokun flugvallarins nái fram að ganga. 30. ágúst 2016 19:15