Gylfi Ólafsson, hagfræðingur frá Ísafirði, mun skipa efsta sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi í komandi þingkosningum.
Lee Ann Maginnis, verkefnastjóri upplýsingamiðstöðvar ferðamála í Austur-Húnavatnssýslu, skipar annað sæti og Sturla Rafn Guðmundsson, svæðisstjóri Rarik á Vesturlandi, það þriðja.
Þetta kemur fram í frétt Bæjarins besta.
Þar er haft eftir Gísla Halldóri Halldórssyni, bæjarstjóra Ísafjarðarbæjar og formanni uppstillingarnefndar Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi, að fullskipaður listi verði gerður opinber þann 12. september, eða á sama tíma og listar í öðrum kjördæmum.
