Dómskerfi án opinbers eftirlits eykur hættu á samtryggingu Samúel Karl Ólason skrifar 7. september 2016 19:57 Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar. Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira
Ekkert opinbert eftirlit er með stjórnsýslu dómskerfisins á Íslandi. Fyrrverandi héraðsdómari segir þetta óeðlilegt og bjóða heim hættu á samtryggingu í dómskerfinu. Umboðsmaður Alþingis telur einnig eðlilegt að komið verði á slíku eftirliti. Íslenska stjórnkerfinu er skipt upp í framkvæmdavald, löggjafarvald og dómsvald. En umboðsmaður Alþingis vekur athygli á því að engin lög gildi um eftirlit með stjórnsýslu dómsvaldsins. Ný lög um dómskerfið voru samþykkt á Alþingi í vor þar sem meðal annars er kveðið á um nýtt millidómsstig og stofnun Dómsýslu Íslands sem fer með málefni dómstólana óháð innanríkisráðuneytinu. Það mátti skilja á Tryggva Gunnarssyni umboðsmanni Alþingis á fundi stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar þingsins í gær að betur hefði mátt standa að setningu laganna. Nefndi hann þar sérstaklega eftirlit með stjórnsýslu dómstólanna sem samkvæmt nýju lögunum er í raun í höndum dómaranna sjálfra. „Og ég hef bent á að stjórnsýslureglur hér á landi, eins og stjórnsýslulög, upplýsingalög gilda um viðfangsefni framkvæmdavaldsins. En ekki um dómsvaldið. Það er mikilvægt að löggjafinn taki afstöðu til þessa," sagði Tryggvi. Bæði hvað varði innra eftirliti og sams konar ytra eftirlit og embætti umboðsmanns hafi með stjórnsýslu framkvæmdavaldsins. Áslaug Björgvinsdóttir sem lét af störfum héraðsdómara á síðasta ári fagnar þessum sjónarmiðum umboðsmanns um eftirlit með þeim 47 einstaklingum sem gegna dómarastörfum og stjórnsýslu þeirra. Hún gagnrýnir m.a. fyrirkomulag á útdeilingu mála sem nú sé í höndum dómstjóra og dómstólaráðs samkvæmt nýju lögunum þegar þau taki gildi. „Ólíkt því sem gildir í nágrannaríkjum okkar og sem talið er grundvallarregla í réttarríkjum. Um úthlutun mála eiga að gilda hlutlausar reglur og fyrirsjáanlegar. En ekki geðþóttavald dómstjóra,“ segir Áslaug. Það sé nauðsynlegt að koma á virku ytra eftirliti með stjórnsýslu dómskerfisins sem t.d. sé gert með stjórnsýsludómstól í Þýskalandi. „Og þar hefur þessi dómstóll snúið til baka og talið t.d. ákvörðun forseta Hæstaréttar Þýskalands geðþóttalega og breytt henni,“ segir héraðsdómarinn fyrrverandi. En hún sendi inn athugasemdir við frumvarpið að nýju dómstólalögunum sl. vor. Áslaug segir að hér sé dómurunum sjálfum ætlað að hafa eftirlit með starfssystkinum sínum. Návígið skapi hættu á samtryggingu innan dómskerfisins. „Sem má segja að sé í eðli sínu spillingarhættur. Að menn veigri sér við að taka erfiðar ákvarðanir sem þyrfti að taka. Vegna þess að undir er í grunninn einhver manneskja þótt hún sé með stjórnendastöðu sem þeim líkar vel við og vilja allt vel. Þá er kannski þægilegt að kasta sér í skjól og taka ekki ákvörðunina,“ segir Áslaug. Og þá á kostnað réttarríkisins að hennar mati. En það sé lykilatriði að öllu valdi fylgi raunhæft eftirlit og ábyrgð. „Það er útilokað fyrir starfsmann, hvað þá dómara í þessu landi að afhjúpa óvandaða stjórnarhætti. Hvað þá löglausa,“ segir Áslaug Björgvinsdóttir. Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata gerði þessi mál að umtalsefni á Alþingi í dag og sagði afgreiðslu þingsins á dómstólalögunum undirstrika mikilvægi þess að Alþingi vandaði til lagasetningar.
Alþingi Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Fleiri fréttir Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Sjá meira