Hjónin eru stödd í Kína þessa dagana þar sem Steph er í kynningarherferið fyrir Under Armour.
Það er bryddað upp á ýmsu í ferðinni og meðal annars var tekinn léttur körfuboltaleikur með heimamönnum.
Steph lenti þar í að dekka eiginkonuna og tók varnarleikinn ekki nógu alvarlega. Honum var svo grimmilega refsað er Ayesha setti niður glæsilegan þrist.
Steph var svo mikið um tilþrifin að hann gat ekki tekið á móti boltanum í kjölfarið eins og sjá má hér að neðan.