Guðlaugur Þór sá eini sem ekki hefur numið lögfræði Atli Ísleifsson skrifar 4. september 2016 14:38 Guðlaugur Þór Þórðarson, Ólöf Nordal, Sigríður Anderson, Brynjar Níelsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir voru í efstu fimm sætunum í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík í gær. Vísir „Ég er miklu frekar hvíti svanurinn. Ég held að það sé miklu betri samlíking,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður í gamansömum tón aðspurður um hvort honum finnst hann vera svarti sauðurinn í hópi þeirra sem röðuðust í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjörinu í gær. Bent hefur verið á að Guðlaugur Þór sé sá eini í hópnum sem ekki hafi numið lögfræði, en í átta manna hópnum eru fimm menntaðir lögfræðingar og tveir laganemar. Guðlaugur Þór er stjórnmálafræðingur og hefur setið á þingi síðan 2003. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins og sagðist í viðtali við RÚV í gærkvöldi vera mjög ánægð með niðurstöðuna. Sagði hún listann líta afar vel út. „Þetta er jöfn skipting kynja og ólíkur bakgrunnur þannig að mér líst mjög vel á það,“ sagði Ólöf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi sem hafnaði í fjórða sæti, sagði í samtali við fréttastofu eftir prófkjörið að ein helsta ástæða þess að hún hafi gefið kost á sér væri að hún vildi að flokkurinn hefði „enn breiðari skírskotun“. Sagði hún flokkinn hiklaust hafa kosið það í gær.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ritari Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórGuðlaugur er ekki á leið í laganámGuðlaugur Þór segir það minnstu máli skipta hvaða gráðu fólk sé með. „Aðalatriðið er að það hafi fjölbreyttan bakgrunn og ég fæ ekki annað séð en að það eigi við þennan hóp. Það er bæði fólk sem hefur verið í atvinnulífinu og ýmsum öðrum stöðum. Það sem mér finnst áberandi er að það er að koma inn í flokkinn mjög kröftug ung kynslóð. Hún er að láta til sín taka og blandast mjög vel með því fólki sem hefur verið til staðar á undanförnum árum. Mér líst mjög vel á þetta og ég er ekki að fara í laganám. Það er alveg pottþétt,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir listann vera góð blanda af fólki með reynslu, körlum og konum, yngri og eldri, það kemur fólk nýtt inn. „Ég fæ ekki betur séð en að um mjög sigurstranglegan lista sé að ræða í báðum kjördæmum.“Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í efsta sæti listans.Vísir/ErnirStutt og snarpt prófkjörÓlöf Nordal innanríkisráðherra náði efsta sæti listans, Guðlaugur Þór annað, Brynjar Níelsson þriðja, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjórða, Sigríður Á. Andersen fimmta, Birgir Ármannsson sjötta, Hildur Sverrisdóttir sjöunda og Albert Guðmundsson áttunda. Guðlaugur Þór segir prófkjörið sem fram fór í gær hafa verið öðruvísi en oft áður þar sem það hafi verið stutt og snarpt. „Vanalega hefur þetta verið í fleiri vikur og auglýst meira. Þetta var minna um sig að þessu sinni, en málefnalegt og skemmtilegt. Það var góður andi í prófkjörinu.“Brynjar Níelsson.Vísir/VilhelmVeldur óróa og vanlíðan hjá andstæðingunumÞingmaðurinn Brynjar Níelsson, sem náði þriðja sæti í prófkjörinu, ræðir þær ábendingar sem borist hafa um mikinn fjölda lögfræðimenntaðra á listanum í færslu á Facebook-síðu sinni. Segir hann að honum sýnist að vel hafi tekist til við uppröðun listans og fjölbreytileikann vera talsverðan, hvort sem litið sé til kynjahlutfalls, starfsreynslu eða aldurs. „Slíkt veldur auðvitað óróa og vanlíðan hjá andstæðingunum. Nú er helst ráðist að listanum vegna þess fjölda sem hefur einhverja lögfræðimenntun. Fremstur í flokki er auðvitað Egill Helgason, sem hefur verið illa haldinn af vanmáttarkennd gagnvart lögfræðingum svo lengi sem ég man. Ef það er til að róa Egill get titlað mig stúdent eða meiraprófsbílstjóra en hvorttveggja náði ég með mikill fyrirhöfn fyrir margt löngu. Það er nú meira en margir lögfræðingar hafa í dag,“ segir Brynjar. Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Ólöf Nordal efst á lista í Reykjavík 989 atkvæði hafa verið talin. 3. september 2016 19:35 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira
„Ég er miklu frekar hvíti svanurinn. Ég held að það sé miklu betri samlíking,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður í gamansömum tón aðspurður um hvort honum finnst hann vera svarti sauðurinn í hópi þeirra sem röðuðust í efstu sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík í prófkjörinu í gær. Bent hefur verið á að Guðlaugur Þór sé sá eini í hópnum sem ekki hafi numið lögfræði, en í átta manna hópnum eru fimm menntaðir lögfræðingar og tveir laganemar. Guðlaugur Þór er stjórnmálafræðingur og hefur setið á þingi síðan 2003. Ólöf Nordal innanríkisráðherra hlaut flest atkvæði í prófkjöri flokksins og sagðist í viðtali við RÚV í gærkvöldi vera mjög ánægð með niðurstöðuna. Sagði hún listann líta afar vel út. „Þetta er jöfn skipting kynja og ólíkur bakgrunnur þannig að mér líst mjög vel á það,“ sagði Ólöf. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, laganemi sem hafnaði í fjórða sæti, sagði í samtali við fréttastofu eftir prófkjörið að ein helsta ástæða þess að hún hafi gefið kost á sér væri að hún vildi að flokkurinn hefði „enn breiðari skírskotun“. Sagði hún flokkinn hiklaust hafa kosið það í gær.Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er ritari Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórGuðlaugur er ekki á leið í laganámGuðlaugur Þór segir það minnstu máli skipta hvaða gráðu fólk sé með. „Aðalatriðið er að það hafi fjölbreyttan bakgrunn og ég fæ ekki annað séð en að það eigi við þennan hóp. Það er bæði fólk sem hefur verið í atvinnulífinu og ýmsum öðrum stöðum. Það sem mér finnst áberandi er að það er að koma inn í flokkinn mjög kröftug ung kynslóð. Hún er að láta til sín taka og blandast mjög vel með því fólki sem hefur verið til staðar á undanförnum árum. Mér líst mjög vel á þetta og ég er ekki að fara í laganám. Það er alveg pottþétt,“ segir Guðlaugur Þór. Hann segir listann vera góð blanda af fólki með reynslu, körlum og konum, yngri og eldri, það kemur fólk nýtt inn. „Ég fæ ekki betur séð en að um mjög sigurstranglegan lista sé að ræða í báðum kjördæmum.“Ólöf Nordal, varaformaður Sjálfstæðisflokksins, hafnaði í efsta sæti listans.Vísir/ErnirStutt og snarpt prófkjörÓlöf Nordal innanríkisráðherra náði efsta sæti listans, Guðlaugur Þór annað, Brynjar Níelsson þriðja, Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fjórða, Sigríður Á. Andersen fimmta, Birgir Ármannsson sjötta, Hildur Sverrisdóttir sjöunda og Albert Guðmundsson áttunda. Guðlaugur Þór segir prófkjörið sem fram fór í gær hafa verið öðruvísi en oft áður þar sem það hafi verið stutt og snarpt. „Vanalega hefur þetta verið í fleiri vikur og auglýst meira. Þetta var minna um sig að þessu sinni, en málefnalegt og skemmtilegt. Það var góður andi í prófkjörinu.“Brynjar Níelsson.Vísir/VilhelmVeldur óróa og vanlíðan hjá andstæðingunumÞingmaðurinn Brynjar Níelsson, sem náði þriðja sæti í prófkjörinu, ræðir þær ábendingar sem borist hafa um mikinn fjölda lögfræðimenntaðra á listanum í færslu á Facebook-síðu sinni. Segir hann að honum sýnist að vel hafi tekist til við uppröðun listans og fjölbreytileikann vera talsverðan, hvort sem litið sé til kynjahlutfalls, starfsreynslu eða aldurs. „Slíkt veldur auðvitað óróa og vanlíðan hjá andstæðingunum. Nú er helst ráðist að listanum vegna þess fjölda sem hefur einhverja lögfræðimenntun. Fremstur í flokki er auðvitað Egill Helgason, sem hefur verið illa haldinn af vanmáttarkennd gagnvart lögfræðingum svo lengi sem ég man. Ef það er til að róa Egill get titlað mig stúdent eða meiraprófsbílstjóra en hvorttveggja náði ég með mikill fyrirhöfn fyrir margt löngu. Það er nú meira en margir lögfræðingar hafa í dag,“ segir Brynjar.
Kosningar 2016 X16 Reykjavík Norður X16 Reykjavík Suður Tengdar fréttir Ólöf Nordal efst á lista í Reykjavík 989 atkvæði hafa verið talin. 3. september 2016 19:35 Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Allt að 18 stiga hiti á morgun en súld og léttskýjað í dag Veður Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent Ísraelsher viðurkennir mistök eftir birtingu myndefnis Erlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Innlent Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Innlent Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Erlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Fleiri fréttir Í skýjunum yfir samstöðu þjóðarinnar að byggja nýtt athvarf Vita æ meira um skaðleg áhrif rafsígarettna Áfram landris og skjálftar á Reykjanesskaga Langvarandi áhrif rafrettureykinga og nýtt Kvennaathvarf Öskjuhlíðartimbrið komið til Eskifjarðar Veiðigjöld, tollahækkanir og skipulagður ritstuldur í Sprengisandi Dælubílarnir kallaðir út en húsráðandi náði að slökkva eldinn Söfnuðu 140 milljónum fyrir Kvennaathvarfið Beitti barefli í líkamsárás Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Sjá meira