
Arkitektúr og túrismi – fyrsti hluti
Ástand mála
Eftir búsetu í Noregi í 30 ár get ég leyft mér að horfa með gestsauga á umhverfið og njóta einstakrar náttúru Íslands á ferðum um landið jafnframt því að rýna á bak við sjónarsviðið eftir ófáar ferðir um landið allt frá æsku. Oft verður maður samt var við hluti sem erfitt er að útskýra fyrir sjálfum sér og erlendum ferðafélögum. Þetta á sér í lagi við um hið byggða umhverfi við fjölsótta ferðamannastaði og náttúruperlur landsins. Mikilvægt er að undirstrika að vel hefur verið haldið á málunum við þróun fjölmargra staða á landinu. Eldheimar í Eyjum, Snæfellsstofa í Vatnajökulsþjóðgarði, Hakið á Þingvöllum og sundlaugin á Hofsósi eru fáein af mörgum mannvirkjum sem unun er að sækja heim einfaldlega vegna þess að heildræn hugsun býr að baki. Engu að síður er margt sem borið er á borð fyrir ferðamenn og almenning töluvert lakara. Auðvitað má útskýra megnið af því sem ber fyrir sjónir sem afleiðingu vanefna. Og hvers vegna ekki að leyfa sér að hrífast af þeim þokka sem tengist sjálfsbjargarviðleitninni sem okkur Íslendingum er í blóð borin? Að gera hlutina á einfaldan hátt er hugsunarháttur sem þrátt fyrir allt hefur haldið þessu fámenna þjóðfélagi gangandi í gegnum aldirnar.
Drífum í því
Við köllum þetta pragmatisma á fagmáli eða gagnsemishyggju eins og hugtakið útleggst á íslensku og njótum þess að skoða fyrirbæri eins og þessi með augum sérfræðingsins, jafnvel notfæra okkur slík vinnubrögð þegar við á. Pragmatismi er eðlilegur hluti af starfi hönnuða og má meðal annars nota til að útskýra hvernig byggingarhefðir hafa þróast út um allan heim. Það er samt sem áður töluverður munur á þeim pragmatisma sem ræður í ferðamannaiðnaðinum hér á landi og þeim hefðum og aðferðafræði í arkitektúr sem hafa fengið að þróast um aldir. Munurinn er sá sem ég vék að í upphafi greinarinnar – hugsunin sem býr að baki.
Græðgi
Því miður er fátt annað en hugsun um peninga sem sýnist ráða ferð í þróun ferðamannastaða á Íslandi. Fjárfestingarnar virðast eiga að vera sem minnstar og afkasta sem mestu á sem stystum tíma. Við lesum um það í fjölmiðlum að tekjur ferðaþjónustufyrirtækja hafi margfaldast á síðustu árum og mörg hver velti milljörðum. Tekjur þessar eru lítið notaðar til að þróa og bæta svæðin, en renna fremur beint í vasana á hluthöfunum sem vilja og krefjast meira. Landeigendur eru oft lítils megandi sveitarfélög eða bændur sem þurfa því að standa straum af kostnaði við að sjá ferðamönnum fyrir salernisaðstöðu og nauðsynlegri þjónustu. Það er því ekki skrýtið að leitað sé leiða til að gera hlutina á fljótlegan, einfaldan og ódýran hátt. En er það hægt til frambúðar? Það er vafasamt, vegna þess að álagið á landinu er orðið svo mikið að víða er það stórlega farið að láta á sjá af ágangi fólks og fjármagn ekki til nauðsynlegra umbóta til að koma í veg fyrir varanlegt tjón.
Umhverfisstofnun hefur á síðustu árum tekið saman upplýsingar í bæklingnum „Rauði listinn“ um svæði í hættu sem á ríkt erindi til almennings[i]. Geysissvæðið er dæmi um svæði sem þarf að taka fyrir sem allra fyrst. Þar er byggingamagn orðið meira en góðu hófi gegnir, heildarmynd vantar á stíga, göngupalla og skilti, og upplýsingum um sögu og jarðfræði svæðisins er ábótavant. Sömuleiðis stingur byggingarstíllinn í stúf og er að öllum líkindum fremur notaður til að vekja athygli en að laga byggingarnar að umhverfinu.
Víða hafa landeigendur líka séð sér leik á borði og leigt einkaaðilum aðgang að náttúruminjum, sem aftur selja ævintýri í Hollywood-stíl til túrista á uppsprengdu verði. Af þessu fást tekjur en smám saman einkavæðist náttúran og við Íslendingar sjálfir kynnumst ekki náttúru okkar nema með vasana fulla af peningum. Er það þróun sem við erum sátt við?
[i] Rauði listinn – svæði í hættu. Yfirlit til umhverfis- og auðlindaráðuneytis; Umhverfisstofnun 2014. https://www.ust.is/library/Skrar/Einstaklingar/Nattura/Skyrslur/raudi_listinn_2014.pdf
Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Ríkisstjórn sem skeytir engu
Diljá Matthíasardóttir skrifar

Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála
Anna Klara Georgsdóttir skrifar

Fólkið sem gleymdist í Grindavík
Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar

Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna
Erlingur Erlingsson skrifar

Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ?
Ómar Stefánsson skrifar

Elsku ASÍ, bara… Nei
Sunna Arnardóttir skrifar

Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu
Hrönn Stefánsdóttir skrifar

Við höfum ekki efni á norsku leiðinni
Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar

Sósíalistar á vaktinni í átta ár
Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar

Styðjum þá sem bjarga okkur
Jens Garðar Helgason skrifar

Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum?
Sigurbjörn Svavarsson skrifar

Embætti þitt geta allir séð
Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar

Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð
Nichole Leigh Mosty skrifar

Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð?
Davíð Bergmann skrifar

Sigursaga Evrópu í 21 ár
Pawel Bartoszek skrifar

Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Börnin á Gasa
Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar

Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu?
Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar

Hvað ert þú að gera?
Eiður Welding skrifar

Rauðir sokkar á 1. maí
Sveinn Ólafsson skrifar

1. maí er líka fyrir fatlað fólk!
Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar

Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Á milli steins og sleggju Heinemann
Ólafur Stephensen skrifar

Heiðrum íslenska hestinn
Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar

Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk
Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar

Er kominn tími á Útlendingafrí?
Marion Poilvez skrifar

Janus og jakkalakkarnir
Óskar Guðmundsson skrifar

Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr
Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar

Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór?
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi
Ingrid Kuhlman skrifar