Telur yfirvöld þurfa að bregðast við yfirlýsingu Sigmundar um tölvubrot Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. september 2016 15:38 Róbert Marshall Vísir/gva Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, af haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að efni fyrirspurnar sinnar til utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Róbert benti á að Sigmundur Davíð hafi orðrétt sagt „ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra. „Og þá veltir maður fyrir sér hvaða fer í gang þegar upplýsist um slík tíðindi. Nú heyra þjoðaröryggismál undir utanríkisráðherra. Það hlýtur einhver rannsókna að fara í gang þegar um slíkt mál er að ræða,“ sagði Róbert í fyrirspurn sinni. Róbert sagði að fyrirspurnin kæmi til vegna þess að hann hefði á tilfinningunni að stjórnvöld tækju yfirlýsingu Sigmundar Davíðs frekar kæruleysislega. „Ég geri það ekki. Það er alvarlegt ef hægt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ sagði Róbert. Þá spurði hann einnig hver hefði brotist inn í tölvu Sigmundar, hvenær það hefði verið gert og hvaða rannsókn sé í gangi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Þá vildi hann einnig vita hvaða upplýsingar hafi verið í tölvu Sigmundar þegar innbrotið átti sér stað. Róbert benti á að slík atvik hafa valdið miklum usla víðs vegar um heiminn og tók sem dæmi tölvupóstsendingar Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem töldust til þjóðaröryggismála. „Menn hljóta að spyrja eftir svörum þegar slíkar yfirlýsingar eru gerðar. Og kannast ráðherrann við að henni sé veitt eftirför eða reynt sé að brjótast inn í tölvuna hennar?“ sagði Róbert jafnframt. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í svari sínu afskaplega mikilvægt að skoða málin þegar um slíka hluti væri að ræða. Hún sagði að farið yrði yfir málið og að þau stjórnvöld sem bæru ábyrgð á því myndu gera það. Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Róbert Marshall, þingmaður Bjartrar framtíðar, gerði yfirlýsingu Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrum forsætisráðherra, af haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að efni fyrirspurnar sinnar til utanríkisráðherra í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. Róbert benti á að Sigmundur Davíð hafi orðrétt sagt „ég veit að það var brotist inn í tölvuna hjá mér.“ Vísir greindi frá því fyrr í dag að embætti ríkislögreglustjóra hafi ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra. „Og þá veltir maður fyrir sér hvaða fer í gang þegar upplýsist um slík tíðindi. Nú heyra þjoðaröryggismál undir utanríkisráðherra. Það hlýtur einhver rannsókna að fara í gang þegar um slíkt mál er að ræða,“ sagði Róbert í fyrirspurn sinni. Róbert sagði að fyrirspurnin kæmi til vegna þess að hann hefði á tilfinningunni að stjórnvöld tækju yfirlýsingu Sigmundar Davíðs frekar kæruleysislega. „Ég geri það ekki. Það er alvarlegt ef hægt er að brjótast inn í tölvu forsætisráðherra,“ sagði Róbert. Þá spurði hann einnig hver hefði brotist inn í tölvu Sigmundar, hvenær það hefði verið gert og hvaða rannsókn sé í gangi til að tryggja að slíkt endurtaki sig ekki. Þá vildi hann einnig vita hvaða upplýsingar hafi verið í tölvu Sigmundar þegar innbrotið átti sér stað. Róbert benti á að slík atvik hafa valdið miklum usla víðs vegar um heiminn og tók sem dæmi tölvupóstsendingar Hillary Clinton þegar hún var utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem töldust til þjóðaröryggismála. „Menn hljóta að spyrja eftir svörum þegar slíkar yfirlýsingar eru gerðar. Og kannast ráðherrann við að henni sé veitt eftirför eða reynt sé að brjótast inn í tölvuna hennar?“ sagði Róbert jafnframt. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra sagði í svari sínu afskaplega mikilvægt að skoða málin þegar um slíka hluti væri að ræða. Hún sagði að farið yrði yfir málið og að þau stjórnvöld sem bæru ábyrgð á því myndu gera það.
Alþingi Tengdar fréttir Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03 Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43 Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37 Mest lesið Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Aukin jaðarsetning geti haft áhrif á afbrotahegðun Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Sjá meira
Sigmundur segir að kröfuhafar hafi fylgst vel með honum og að brotist hafi verið inn í tölvuna hans Það er múgur og margmenni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins sem nú fer fram í Hofi á Akureyri. Mun fleiri mættu en gert var ráð fyrir og þurfti því að opna salinn út á gang og koma fyrir fleiri stólum svo allir gætu fengið sæti og fylgst með fundinum. 10. september 2016 15:03
Ríkislögreglustjóra ekki verið tilkynnt um innbrot í tölvu fyrrverandi forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra, hélt því fram í ræðu sinni á haustþingi miðstjórnar Framsóknarflokksins að brotist hafi verið inn í tölvu hans og honum fylgt eftir um heiminn. 12. september 2016 14:43
Miðstjórn Framsóknarflokksins fundar á Akureyri í dag Dagsetning flokksþings ákveðin á fundinum. 10. september 2016 11:37