Sjálfstæðiskonur ósáttar við ósýnileika og vilja breytingar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. september 2016 22:33 Ljóst er að Elín Hirst hverfur af Alþingi í bili hið minnsta. Vísir/Daníel Framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Karlar skipa fjögur efstu sæti listans í kjördæminu og endurspeglar sú röð á engan hátt þá breidd sem framkvæmdastjórnin telur flokkinn búa yfir. Athygli vakti að Elín Hirst, núverandi þingmaður flokksins, náði ekki inn á lista flokksins. Sagði hún niðurstöðuna mikil vonbrigði en hún tæki niðurstöðunni af karlmennsku.Bjarni Benediktsson hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að sækjast eftir öðru sæti á listanum. Hún sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk til liðs við Viðreisn.Vísir/Daníel„Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Þar segir að prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins séu skýrar. Þar sé kveðið á um að kosning sé ekki bindandi nema kjörsókn sé 50%. Svo er ekki nú. „Framkvæmdastjórnin skorar á forystu flokksins, þau Bjarna Benediktsson, Ólöfu Nordal og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir breytingu á listanum áður en hann verður samþykkur.“ Skorað er á kjördæmisráð flokksins í kjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. Samkvæmt heimildum Vísis má næsta víst telja að kjörnefnd breyti röðun á listanum en nefndin mun funda á mánudag. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Framkvæmdastjórn Landsambands sjálfstæðiskvenna harmar niðurstöðu prófkjörs Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Karlar skipa fjögur efstu sæti listans í kjördæminu og endurspeglar sú röð á engan hátt þá breidd sem framkvæmdastjórnin telur flokkinn búa yfir. Athygli vakti að Elín Hirst, núverandi þingmaður flokksins, náði ekki inn á lista flokksins. Sagði hún niðurstöðuna mikil vonbrigði en hún tæki niðurstöðunni af karlmennsku.Bjarni Benediktsson hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að sækjast eftir öðru sæti á listanum. Hún sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk til liðs við Viðreisn.Vísir/Daníel„Til að tefla fram sigurstranglegum lista verður kynjahlutfall að vera jafnara en nú er. Konum hefur með þessari niðurstöðu verið hafnað í Suðvesturkjördæmi. Það er ekki einungis slæmt fyrir konur, heldur fyrir flokkinn allan og kemur til með koma niður á fylgi flokksins í komandi kosningum,“ segir í tilkynningu frá framkvæmdastjórninni. Þar segir að prófkjörsreglur Sjálfstæðisflokksins séu skýrar. Þar sé kveðið á um að kosning sé ekki bindandi nema kjörsókn sé 50%. Svo er ekki nú. „Framkvæmdastjórnin skorar á forystu flokksins, þau Bjarna Benediktsson, Ólöfu Nordal og Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur, að beita sér fyrir breytingu á listanum áður en hann verður samþykkur.“ Skorað er á kjördæmisráð flokksins í kjördæminu að samþykkja ekki listann óbreyttan. Samkvæmt heimildum Vísis má næsta víst telja að kjörnefnd breyti röðun á listanum en nefndin mun funda á mánudag.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Bjarni Ben efstur en Elín Hirst nær ekki sæti á listanum. 10. september 2016 19:31