Karlar í fjórum efstu sætum Sjálfstæðisflokksins í Kraganum Birgir Örn Steinarsson og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 10. september 2016 19:31 Bjarni var upptekinn í símanum sínum rétt áður en fyrstu tölur voru kynntar. Vísir/Friðrik Þór Fjögur efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verða skipuð karlmönnum. Elín Hirst komst ekki á lista sex efstu og Bjarni Benediktsson mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta er ljóst eftir að lokatölur í prófkjörinu hafa verið birtar.1. sæti Bjarni Benediktsson með 2479 atkvæði2. sæti Jón Gunnarsson með 1110 atkvæði í 1.-2. sæti3. sæti Óli Björn Kárason 1230 atkvæði í 1.-3. sæti4. sæti Vilhjálmur Bjarnason 968 atkvæði í 1.-4. sæti5. sæti Bryndís Haraldsdóttir 1096 atkvæði í 1.-6. sæti6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir 1266 atkvæði í 1.-5. sæti Alls kusu 3154 einstaklingar í prófkjörinu. Framan stefndi í að Karen Elísabet yrði í fimmta sæti listans en Bryndís Haraldsdóttir skaust upp fyrir hana þegar lokatölur voru birtar. Sú staðreynd að karlar skipi fjögur efstu sætin á listanum mun samkvæmt heimildum Vísis leiða til þess að kjörnefnd grípi inn í og breyti röðun á listanum.Tekur niðurstöðunni með karlmennskuBjarni Benediktsson sagðist þakklátur fyrir stuðninginn en lýsti yfir vonbrigðum með það að kona væri ekki ofar á listanum. Hann sagðist hafa viljað sjá konu fylla í skarðið sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir skildi eftir sig í kjördæminu en hún gefur ekki kost á sér til þingsetu. Fram hefur komið að Bjarni hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að gefa kost á sér í annað sætið. Þorgerður Katrín sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk í raðir Viðreisnar þar sem hún verður í framboði í Kraganum. Þingmaðurinn Elín Hirst sem nær ekki sæti á listanum miðað við þessar tölur lýsti yfir miklum vonbrigðum en sagðist taka þeim með karlmennsku.„Ég hef reynt að leggja mig alla fram í mínu starfi en það er greinilega ekki það sem kjósendur vilja, mínar áherslur.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Bryndís Haraldsdóttir skýst upp í 5. sætið.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016 Kosningar 2016 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Fjögur efstu sætin á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi verða skipuð karlmönnum. Elín Hirst komst ekki á lista sex efstu og Bjarni Benediktsson mun leiða lista flokksins í kjördæminu. Þetta er ljóst eftir að lokatölur í prófkjörinu hafa verið birtar.1. sæti Bjarni Benediktsson með 2479 atkvæði2. sæti Jón Gunnarsson með 1110 atkvæði í 1.-2. sæti3. sæti Óli Björn Kárason 1230 atkvæði í 1.-3. sæti4. sæti Vilhjálmur Bjarnason 968 atkvæði í 1.-4. sæti5. sæti Bryndís Haraldsdóttir 1096 atkvæði í 1.-6. sæti6. sæti Karen Elísabet Halldórsdóttir 1266 atkvæði í 1.-5. sæti Alls kusu 3154 einstaklingar í prófkjörinu. Framan stefndi í að Karen Elísabet yrði í fimmta sæti listans en Bryndís Haraldsdóttir skaust upp fyrir hana þegar lokatölur voru birtar. Sú staðreynd að karlar skipi fjögur efstu sætin á listanum mun samkvæmt heimildum Vísis leiða til þess að kjörnefnd grípi inn í og breyti röðun á listanum.Tekur niðurstöðunni með karlmennskuBjarni Benediktsson sagðist þakklátur fyrir stuðninginn en lýsti yfir vonbrigðum með það að kona væri ekki ofar á listanum. Hann sagðist hafa viljað sjá konu fylla í skarðið sem Ragnheiður Ríkharðsdóttir skildi eftir sig í kjördæminu en hún gefur ekki kost á sér til þingsetu. Fram hefur komið að Bjarni hvatti Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur til að gefa kost á sér í annað sætið. Þorgerður Katrín sagði sig hins vegar úr flokknum og gekk í raðir Viðreisnar þar sem hún verður í framboði í Kraganum. Þingmaðurinn Elín Hirst sem nær ekki sæti á listanum miðað við þessar tölur lýsti yfir miklum vonbrigðum en sagðist taka þeim með karlmennsku.„Ég hef reynt að leggja mig alla fram í mínu starfi en það er greinilega ekki það sem kjósendur vilja, mínar áherslur.“Fréttin var síðast uppfærð klukkan 22:15. Bryndís Haraldsdóttir skýst upp í 5. sætið.— Sjálfstæðisflokkur (@sjalfstaedisfl) September 10, 2016
Kosningar 2016 Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Fleiri fréttir „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels