Tökum endilega umræðuna Ásmundur Jasmina Crnac skrifar 29. september 2016 20:00 Ég er búin að fá mig fullsadda af hugtakinu „tökum umræðu“ þar sem fólk leyfir sér að slíta hlutina úr samhengi í þekkingarleysi, eða gegn betri vitund er heimskulegt. Það að halda því fram að umræða geti snúist um að ráðast á einn samfélagshóp er ekkert annað en populismi af verstu gerð. Það er ekki í boði í vel upplýstu samfélagi að bera saman hælisleitanda og eldri borgara eða öryrkja. Það skýrir ekkert og bætir ekki umræðuna, frekar en samanburður á eplum og appelsínum. Sumir í okkar samfélagi hafa ítrekað sýnt andúð sína á múslimum, innflytjendum, hælisleitendum og flóttafólki, með þeim meintu rökum að við verðum að taka umræðuna og passa upp á kristileg gildi. Að ekki sé talað um þau furðulegu rök að það sé ekki hægt að hjálpa öðrum fyrr en við verðum búin að bæta kjör eldri borgara, öryrkja og þeirra 6000 barna sem búa við fátækt. Skoðum fyrst aðeins þessi kristilegu gildi. Síðast þegar ég vissi var kærleikur ein af helstu grunnstoðum Biblíunnar, og í flestum trúabrögðum ef því er að skipta. Það samrýmist ekki kristnum gildum um kærleika að fjalla um múslima með þeim hætti að það beri að setja alla sem koma til landsins, þeirrar trúar, í sérstaka skoðun. Það stenst raunar ekki mannréttindasáttmála heldur. Það samrýmist ekki sömu gildum að halda því fram að flóttamenn og hælisleitendur sem eru múslimatrúar, beri að senda aftur til stríðshrjáðra landa á þeirri forsendu einni að þeir séu múslimatrúar. Svo er “umræðan tekin” um það líka að hælisleitendur hafi hærri tekjur en eldri borgarar. Sem er beinlínis rangt þar sem útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda renna til sveitarfélaga en ekki þeirra sjálfra. Sveitarfélög útvega þeim svo húsnæði og inneignarkort fyrir mat. Væri ekki nær að reyna að stytta biðtímann með því að afgreiða beiðnir þeirra um hæli aðeins hraðar? Eða leyfa hælisleitendum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða slíkrar úrlausnar? Íslendingar hagnast á því að hingað komi flóttamenn frá öðrum löndum. Þjóðin eldist hratt án þess að nýliðun sé jafn hröð enda hefur dregið úr barneignum. Það er því útlit fyrir að innan skamms tíma muni vanta yngra fólk til a sinna alls kyns störfum. Hvernig ætlum við að manna nauðsynlegar stöður í velferðarsamfélaginu Íslandi í náinni framtíð? Hér þarf að horfa til framtíðar og það þarf að marka stefnu í þessum málaflokki. Í Kanada hefur vel verið tekið á móti flóttafólki og þar eru mörg fjölmenningarsamfélög sem eru hrein fyrirmyndarsamfélög. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims. Glæpatíðni þar er áttunda minnst í heiminum og minnst í N-Ameríku. Með því að gera fólki kleift að verða strax hluti af samfélaginu, sem það vill, t.d. með þátttöku á vinnumarkaði, er mikill vandi leystur. Hvað varðar umræðuna um bætt kjör ellilífeyrisþega og öryrkja þá get ég fullyrt að þeir hópar fá ekki sjálfkrafa hærri tekjur þó við hættum að taka á móti flóttafólki eða hælisleitendum. Við erum rík þjóð og getum vel dreift gæðum með jafnari hætti á milli hópa í samfélaginu ef vilji stendur til þess. Munið þið kannski eins og ég eftir þingmanni sem hefur ítrekað viðhaft þennan furðulega samanburð á milli hælisleitenda og öryrkja? Þeim sama og hafði tækifæri til að samþykkja afturvirka leiðréttingu á laun öryrkja eins og sumir aðir hópar fengu, þ.á.m. hann sjálfur, en nýtti það ekki og sat hjá við atkvæðagreiðsluna eins og hugleysingi. Þingmanninum sem talar nú hæst um að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara og öryrkja? Sjá fleiri en ég hræsnina sem felst í hinum meinta kærleika sem birtist í þessum málflutningi hans? Hræsnina sem felst í samanburðinum á fólki sem hann hefur svikið um leiðréttingu sem hann þáði sjálfur og fólki sem flýr óttaslegið í örvinglan frá stríðshrjáðum löndum til að geta boðið börnum sínum annað og meira en hungur, örbirgð og í mörgum tilvikum dauðann? Jasmina Crnac er stjórnmálafræðinemi sem skipar 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Kosningar 2016 Skoðun Jasmina Vajzović Crnac Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Ég er búin að fá mig fullsadda af hugtakinu „tökum umræðu“ þar sem fólk leyfir sér að slíta hlutina úr samhengi í þekkingarleysi, eða gegn betri vitund er heimskulegt. Það að halda því fram að umræða geti snúist um að ráðast á einn samfélagshóp er ekkert annað en populismi af verstu gerð. Það er ekki í boði í vel upplýstu samfélagi að bera saman hælisleitanda og eldri borgara eða öryrkja. Það skýrir ekkert og bætir ekki umræðuna, frekar en samanburður á eplum og appelsínum. Sumir í okkar samfélagi hafa ítrekað sýnt andúð sína á múslimum, innflytjendum, hælisleitendum og flóttafólki, með þeim meintu rökum að við verðum að taka umræðuna og passa upp á kristileg gildi. Að ekki sé talað um þau furðulegu rök að það sé ekki hægt að hjálpa öðrum fyrr en við verðum búin að bæta kjör eldri borgara, öryrkja og þeirra 6000 barna sem búa við fátækt. Skoðum fyrst aðeins þessi kristilegu gildi. Síðast þegar ég vissi var kærleikur ein af helstu grunnstoðum Biblíunnar, og í flestum trúabrögðum ef því er að skipta. Það samrýmist ekki kristnum gildum um kærleika að fjalla um múslima með þeim hætti að það beri að setja alla sem koma til landsins, þeirrar trúar, í sérstaka skoðun. Það stenst raunar ekki mannréttindasáttmála heldur. Það samrýmist ekki sömu gildum að halda því fram að flóttamenn og hælisleitendur sem eru múslimatrúar, beri að senda aftur til stríðshrjáðra landa á þeirri forsendu einni að þeir séu múslimatrúar. Svo er “umræðan tekin” um það líka að hælisleitendur hafi hærri tekjur en eldri borgarar. Sem er beinlínis rangt þar sem útgjöld ríkisins vegna hælisleitenda renna til sveitarfélaga en ekki þeirra sjálfra. Sveitarfélög útvega þeim svo húsnæði og inneignarkort fyrir mat. Væri ekki nær að reyna að stytta biðtímann með því að afgreiða beiðnir þeirra um hæli aðeins hraðar? Eða leyfa hælisleitendum að vinna fyrir sér á meðan þeir bíða slíkrar úrlausnar? Íslendingar hagnast á því að hingað komi flóttamenn frá öðrum löndum. Þjóðin eldist hratt án þess að nýliðun sé jafn hröð enda hefur dregið úr barneignum. Það er því útlit fyrir að innan skamms tíma muni vanta yngra fólk til a sinna alls kyns störfum. Hvernig ætlum við að manna nauðsynlegar stöður í velferðarsamfélaginu Íslandi í náinni framtíð? Hér þarf að horfa til framtíðar og það þarf að marka stefnu í þessum málaflokki. Í Kanada hefur vel verið tekið á móti flóttafólki og þar eru mörg fjölmenningarsamfélög sem eru hrein fyrirmyndarsamfélög. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims. Glæpatíðni þar er áttunda minnst í heiminum og minnst í N-Ameríku. Með því að gera fólki kleift að verða strax hluti af samfélaginu, sem það vill, t.d. með þátttöku á vinnumarkaði, er mikill vandi leystur. Hvað varðar umræðuna um bætt kjör ellilífeyrisþega og öryrkja þá get ég fullyrt að þeir hópar fá ekki sjálfkrafa hærri tekjur þó við hættum að taka á móti flóttafólki eða hælisleitendum. Við erum rík þjóð og getum vel dreift gæðum með jafnari hætti á milli hópa í samfélaginu ef vilji stendur til þess. Munið þið kannski eins og ég eftir þingmanni sem hefur ítrekað viðhaft þennan furðulega samanburð á milli hælisleitenda og öryrkja? Þeim sama og hafði tækifæri til að samþykkja afturvirka leiðréttingu á laun öryrkja eins og sumir aðir hópar fengu, þ.á.m. hann sjálfur, en nýtti það ekki og sat hjá við atkvæðagreiðsluna eins og hugleysingi. Þingmanninum sem talar nú hæst um að berjast fyrir hagsmunum eldri borgara og öryrkja? Sjá fleiri en ég hræsnina sem felst í hinum meinta kærleika sem birtist í þessum málflutningi hans? Hræsnina sem felst í samanburðinum á fólki sem hann hefur svikið um leiðréttingu sem hann þáði sjálfur og fólki sem flýr óttaslegið í örvinglan frá stríðshrjáðum löndum til að geta boðið börnum sínum annað og meira en hungur, örbirgð og í mörgum tilvikum dauðann? Jasmina Crnac er stjórnmálafræðinemi sem skipar 4. sæti á lista Bjartrar framtíðar í Suðurkjördæmi
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun