Trump ánægður með frammistöðuna í kappræðunum: Vildi ekki gera Clinton vandræðalega Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2016 08:42 Trump í kappræðunum á mánudaginn. vísir/getty Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída á kosningafundi í nótt og gerði meðal annars fyrstu sjónvarpskappræður sínar við Hillary Clinton að umtalsefni, en þær fóru fram á mánudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum að hann hefði verið að halda aftur af sér því hann vildi ekki „gera hana vandræðalega.“ Í umfjöllun Guardian um kosningafundinn kemur fram að Trump hafi sagt að hver einasta könnun sýndi að hann hefði unnið kappræðurnar en vitnaði þó einungis í internetkannanir. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa allar vísindalegar kannanir sem gerðar hafa verið á frammistöðu þeirra Trump og Clinton sýnt að áhorfendur telja þá síðarnefndu hafa staðið sig betur. Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega á kosningafundinum og sagði stóru fjölmiðlarisana vera spillta. Þá gagnrýndi hann einnig Lester Holt, fréttamann NBC, sem stjórnaði kappræðunum en á kosningafundinum lýsti Trump því hvernig honum hefði liðið þegar hann steig á sviðið. „Ég dró andann djúpt og ímyndaði mér að ég væri að fara að tala við fjölskylduna mína,“ sagði Trump. Hann rifjaði síðan upp það sem hann sagði vera bestu frasana sína úr kappræðunum, eins og til dæmis „Þú ert með reynslu en reynslan þín er slæm,“ auk þess sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að standa sig vel þegar kom að því að ræða alþjóðaviðskipti. Þá ítrekaði hann þá fullyrðingu sína, sem hrakin var af staðreyndavakt fjölmargra fjölmiðla á meðan á kappræðunum stóð, að hann hefði ekki stutt innrásina í Írak. „Og trúa mér ekki allir þegar ég segi að ég var á móti innrásinni í Írak?“ spurði hann á kosningafundinum í gær. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Donald Trump ávarpaði stuðningsmenn sína í Flórída á kosningafundi í nótt og gerði meðal annars fyrstu sjónvarpskappræður sínar við Hillary Clinton að umtalsefni, en þær fóru fram á mánudag. Hann sagði stuðningsmönnum sínum að hann hefði verið að halda aftur af sér því hann vildi ekki „gera hana vandræðalega.“ Í umfjöllun Guardian um kosningafundinn kemur fram að Trump hafi sagt að hver einasta könnun sýndi að hann hefði unnið kappræðurnar en vitnaði þó einungis í internetkannanir. Að því er fram kemur í frétt Guardian hafa allar vísindalegar kannanir sem gerðar hafa verið á frammistöðu þeirra Trump og Clinton sýnt að áhorfendur telja þá síðarnefndu hafa staðið sig betur. Trump gagnrýndi fjölmiðla harðlega á kosningafundinum og sagði stóru fjölmiðlarisana vera spillta. Þá gagnrýndi hann einnig Lester Holt, fréttamann NBC, sem stjórnaði kappræðunum en á kosningafundinum lýsti Trump því hvernig honum hefði liðið þegar hann steig á sviðið. „Ég dró andann djúpt og ímyndaði mér að ég væri að fara að tala við fjölskylduna mína,“ sagði Trump. Hann rifjaði síðan upp það sem hann sagði vera bestu frasana sína úr kappræðunum, eins og til dæmis „Þú ert með reynslu en reynslan þín er slæm,“ auk þess sem hann hrósaði sjálfum sér fyrir að standa sig vel þegar kom að því að ræða alþjóðaviðskipti. Þá ítrekaði hann þá fullyrðingu sína, sem hrakin var af staðreyndavakt fjölmargra fjölmiðla á meðan á kappræðunum stóð, að hann hefði ekki stutt innrásina í Írak. „Og trúa mér ekki allir þegar ég segi að ég var á móti innrásinni í Írak?“ spurði hann á kosningafundinum í gær.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38 Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16 Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Fleiri fréttir Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sjá meira
Áhorfendur CNN telja Clinton hafa haft betur í kappræðunum í nótt Hillary Clinton hafði betur í fyrstu sjónvarpskappræðum hennar og Donald Trump í gærkvöldi að mati áhorfenda CNN. 27. september 2016 07:38
Það besta úr kappræðum Clinton og Trump: „Ég undirbjó mig fyrir það að verða forseti“ Það er ekki ofsögum sagt að mikil spenna hafi verið fyrir fyrstu sjónvarpskappræðum þeirra Hillary Clinton og Donald Trump sem fram fóru í nótt. 27. september 2016 10:16
Satt og logið hjá Clinton og Trump Trump var óneitanlega duglegri við að teygja á sannleikanum en mótframbjóðandi sinn. 27. september 2016 12:30