Býður sig fram til ritara Framsóknar en lýsir hvorki yfir stuðningi við Sigmund Davíð né Sigurð Inga Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. september 2016 07:58 Jón Björn Hákonarson forseti Fjarðabyggðar. Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. Hann gefur ekki upp hvern hann styður í formannskjöri flokksins. Mikil spenna er fyrir flokksþing Framsóknar sem fram fer í Reykjavík en þar berjast þeir um formannsembættið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar. Þá hefur Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins gefið það út að hún muni sækjast eftir varaformannsembættinu verði skipt um formann í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð í formannskjörinu og er enn að íhuga hvort hún bjóði sig fram til varaformanns. Í samtali við Vísi vill Jón Björn ekki gefa það upp hvort hann styðji Sigmund Davíð eða Sigurð Inga til formennsku í flokknum. „Nei. Núna held ég að það sé bara rétt að fólkið í Framsóknarflokknum fái að kjósa á flokksþinginu um þá og mig og aðra sem eru að bjóða sig fram. Það er mikið af öflugu fólki í framboði og ég held að það sé kominn tími til kominn að flokksmenn fái andrými til að taka afstöðu til þeirra og kjósa eftir sinni bestu samvisku og sannfæringu,“ segir Jón Björn. Hann segir flokksþingið leggjast vel í sig og kveðst trúa því og treysta að Framsóknarmenn kjósi sér forystu, uni þeim úrslitum og mæti svo samhentir til kosninga. „Auðvitað er mikil barátta og það er eðlilegt en ég held að það hljóti að vera að þegar því er lokið þá göngum við samhent í kosningabaráttuna.“ Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Jón Björn Hákonarson forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar og oddviti Framsóknarmanna í Fjarðabyggð hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti ritara Framsóknarflokksins á flokksþinginu sem fram fer um næstu helgi. Hann gefur ekki upp hvern hann styður í formannskjöri flokksins. Mikil spenna er fyrir flokksþing Framsóknar sem fram fer í Reykjavík en þar berjast þeir um formannsembættið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður flokksins og Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknar. Þá hefur Eygló Harðardóttir félags-og húsnæðismálaráðherra og ritari flokksins gefið það út að hún muni sækjast eftir varaformannsembættinu verði skipt um formann í flokknum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra hefur lýst yfir stuðningi við Sigmund Davíð í formannskjörinu og er enn að íhuga hvort hún bjóði sig fram til varaformanns. Í samtali við Vísi vill Jón Björn ekki gefa það upp hvort hann styðji Sigmund Davíð eða Sigurð Inga til formennsku í flokknum. „Nei. Núna held ég að það sé bara rétt að fólkið í Framsóknarflokknum fái að kjósa á flokksþinginu um þá og mig og aðra sem eru að bjóða sig fram. Það er mikið af öflugu fólki í framboði og ég held að það sé kominn tími til kominn að flokksmenn fái andrými til að taka afstöðu til þeirra og kjósa eftir sinni bestu samvisku og sannfæringu,“ segir Jón Björn. Hann segir flokksþingið leggjast vel í sig og kveðst trúa því og treysta að Framsóknarmenn kjósi sér forystu, uni þeim úrslitum og mæti svo samhentir til kosninga. „Auðvitað er mikil barátta og það er eðlilegt en ég held að það hljóti að vera að þegar því er lokið þá göngum við samhent í kosningabaráttuna.“ Jón Björn hefur verið forseti bæjarstjórnar í Fjarðabyggð frá árinu 2010 auk þess sem hann hefur setið í ýmsum nefndum og ráðum á vegum sveitarfélagsins og á samstarfsvettvangi sveitarfélaganna á Austurlandi í gegnum tíðina.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12 Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42 Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Framsókn mætir í henglum til kosninga Blóðugur formannsslagur í vændum. Meirihluti þingflokks styður Sigurð Inga. 26. september 2016 17:12
Ekki gert ráð fyrir framboði Sigurðar Inga í dagskrá Flokksþings Reyndar er ekki gert ráð fyrir því að neinn fari fram gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. 23. september 2016 14:42
Gunnar segir grafið undan formanninum Gunnar Bragi Sveinsson styður Sigmund Davíð og Lilju Alfreðsdóttur til að leiða flokkinn í komandi kosningabaráttu. Segir hann varaformann og ritara flokksins reyna að grafa undan formanni og augljósar klofningslínur hafa myndast. 26. september 2016 07:00