Sjáðu fyrstu kappræður Trump og Clinton í heild sinni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. september 2016 02:30 *Uppfært 02.40* Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum er lokið. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York í nótt. Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á. Sjá má kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan auk þess fletta má í gegnum umræðuna á Twitter þar fyrir neðan. Kappræðurnar hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.Umræðan á Twitter#uskos16 Tweets Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í nótt. Spennan er gríðarleg enda hefur bilið á milli frambjóðendanna tveggja minnkað gríðarlega. Herlegheitin hefjast klukkan eitt í nótt og búist er við að um 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York. Blaðamaður NBC, Lester Holt mun stýra umræðunum en athygli vekur að hann er skráður Repúblikani þrátt fyrir að Trump hafi kvartað yfir því að Holt væri Demókrati.90 mínútur. Engin auglýsingahlé. Fyrirkomulagið er einfalt. Kappræðurnar standa yfir í níutíu mínútur en engin auglýsingahlé verða á útsendingunni. Kappræðunum er skipt í sex hluta. Fyrstu tveir munu fjalla um hvaða stefnu Bandaríkin muni taka, næstu tvær munu fjalla um efnahagsmál og síðustu tveir um öryggismál og utanríkisstefnu. Reiknað er með fimmtán mínútum á hvern hluta sem hefst á spurningu sem frambjóðendur fá tvær mínútur til þess að svara. Því næst verða tíu mínútur nýttar í umræðu. Hillary Clinton mun fá fyrstu spurninguna en hún sigraði í hlutkesti þess efnis. Í næsta hluta mun Trump fá fyrstu spurninguna og svo koll af koli. Trump hefur sótt gríðarlega á Clinton að undanförnu sem hefur átt í vök að verjast frá því að hún þurfti frá að hverfa frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Ekki er langt síðan hún var með afar örugga forystu en í byrjun ágúst voru um 90 prósent líkur á sigri Clinton samkvæmt sérstöku tölfræðilíkani FiveThirtyEight.Sama líkan sýnir nú að sigurlíkur Clinton eru nú taldar um 55 prósent gegn 45 prósentum Trump. Samkvæmt samantektarkönnun RealClearPolitics er munurinn á milli Clinton og Trump rétt um tvö prósent í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir því fyrir kappræðum næturinnar en til þess að koma sér í gírinn er við hæfi að skoða upphitun bandarísku vefsíðunnar Vox.com hér að neðan þar sem farið er yfir helstu lykilþætti. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
*Uppfært 02.40* Fyrstu kappræðum forsetaframbjóðenda í Bandaríkjunum er lokið. Hillary Clinton, forsetaefni Demókrata og Donald Trump, forsetaefni Repúblikana tókust á um stefnu sína í efnahagsmálum, löggæslumálum, alþjóðamálum og ýmsu öðru í hressilegum kappræðum sem fram fóru í Hofstra-háskólanum í New York í nótt. Voru þetta fyrstu kappræðurnar af þremur sem áætlaðar eru. Næstu kappræður eru á dagskrá 9. október en 4. október takast varaforsetaefnin Tim Kaine og Mike Pence á. Sjá má kappræðurnar í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan auk þess fletta má í gegnum umræðuna á Twitter þar fyrir neðan. Kappræðurnar hefjast þegar um ein klukkustund og 45 mínútur eru eftir af útsendingunni.Umræðan á Twitter#uskos16 Tweets Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í nótt. Spennan er gríðarleg enda hefur bilið á milli frambjóðendanna tveggja minnkað gríðarlega. Herlegheitin hefjast klukkan eitt í nótt og búist er við að um 100 milljónir Bandaríkjamanna muni horfa á fyrstu sjónvarpskappræðurnar af þremur, sem fram fara í Hofstra háskóla í New York. Blaðamaður NBC, Lester Holt mun stýra umræðunum en athygli vekur að hann er skráður Repúblikani þrátt fyrir að Trump hafi kvartað yfir því að Holt væri Demókrati.90 mínútur. Engin auglýsingahlé. Fyrirkomulagið er einfalt. Kappræðurnar standa yfir í níutíu mínútur en engin auglýsingahlé verða á útsendingunni. Kappræðunum er skipt í sex hluta. Fyrstu tveir munu fjalla um hvaða stefnu Bandaríkin muni taka, næstu tvær munu fjalla um efnahagsmál og síðustu tveir um öryggismál og utanríkisstefnu. Reiknað er með fimmtán mínútum á hvern hluta sem hefst á spurningu sem frambjóðendur fá tvær mínútur til þess að svara. Því næst verða tíu mínútur nýttar í umræðu. Hillary Clinton mun fá fyrstu spurninguna en hún sigraði í hlutkesti þess efnis. Í næsta hluta mun Trump fá fyrstu spurninguna og svo koll af koli. Trump hefur sótt gríðarlega á Clinton að undanförnu sem hefur átt í vök að verjast frá því að hún þurfti frá að hverfa frá minningarathöfn um fórnarlömb hryðjuverkaárásanna í New York 11. september 2001. Ekki er langt síðan hún var með afar örugga forystu en í byrjun ágúst voru um 90 prósent líkur á sigri Clinton samkvæmt sérstöku tölfræðilíkani FiveThirtyEight.Sama líkan sýnir nú að sigurlíkur Clinton eru nú taldar um 55 prósent gegn 45 prósentum Trump. Samkvæmt samantektarkönnun RealClearPolitics er munurinn á milli Clinton og Trump rétt um tvö prósent í skoðanakönnunum í Bandaríkjunum. Mikil spenna ríkir því fyrir kappræðum næturinnar en til þess að koma sér í gírinn er við hæfi að skoða upphitun bandarísku vefsíðunnar Vox.com hér að neðan þar sem farið er yfir helstu lykilþætti.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00 Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00 Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Fúlsaði við þriggja forseta fundi Segja enn og aftur brotið gegn Folbigg Gefa grænt ljós á lengstu hengibrú í heimi „Fordæmalausar hörmungar“ í Frakklandi Sjá meira
Kappræður frambjóðenda gætu ráðið úrslitum í Bandaríkjunum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. 22. september 2016 07:00
Stefnir í einn stærsta sjónvarpsviðburð sögunnar Fyrstu kappræðurnar milli forsetaframbjóðendanna Hillary Clinton og Donald Trump fara fram í Bandaríkjunum í kvöld og stefna í að verða einn stærsti sjónvarpsviðburður sögunnar. Mikil spenna ríkir fyrir þeim enda er mjótt á munum milli frambjóðendanna og líklegt er að frammistaða þeirra í sjónvarpi muni ráða úrslitum í kosningunum. 26. september 2016 21:00
Reikna með áhorfsmeti þegar Hillary og Trump mætast í nótt Sjaldan hefur áhuginn á kappræðum tveggja forsetaframbjóðenda verið meiri. Búist er við að 100 milljónir Bandaríkjamanna muni fylgjast með. 26. september 2016 11:34