Tekist á um framtíð þjóðar Sveinn Arnarsson skrifar 27. september 2016 07:00 Úr þingsal. Vísir Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi í gær í síðasta skipti fyrir kosningarnar þann 29. október næstkomandi og tókust menn á um forgangsröðun sitjandi stjórnvalda. Bæði formaður Samfylkingarinnar og formaður þingflokks VG héldu til haga í þessum umræðum í gær ástæðu þess að gengið væri til kosninga nú í haust. „Í apríl voru forystumenn ríkisstjórnarflokkanna staðnir að því að hafa átt peninga í skattaskjólum,“ sagði Svandís Svavarsdóttir. „Þess vegna er eldhúsdagurinn núna í september, vegna þess að þjóðinni ofbauð þegar spillingin vall fram yfir samfélagið allt. Þess vegna á að fara að kjósa.“ Málefni aldraðra, heilbrigðismál, flóttamannaverkefnið og menntamál voru ofarlega á baugi ræðumanna í gær. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fór yfir stöðu íslensks samfélags nú í lok þessa kjörtímabils. Sagði hann þessa ríkisstjórn hafa náð markverðum árangri í ríkisfjármálum sem og í því að lækka skuldir heimilanna. Milljarðaálögur á bæði fyrirtæki og einstaklinga hafi verið lækkaðar til hagsbóta fyrir alla en á sama tíma hafi verðbólga verið lítil, hagvaxtarskeiðið langt og samfelldur stöðugleiki aldrei verið lengri. Einnig benti Bjarni á mikinn samhljóm allra flokka í því að nú væri lag að auka við fjármagn í heilbrigðiskerfið og í almannatryggingar. Oddný G. Harðardóttir, formaður Samfylkingar, sagði traustið hafa rofnað með tilkomu Panamaskjalanna svokölluðu, sem afhjúpuðu eignir Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í skattaskjóli. Hvorki formaður né varaformaður Framsóknarflokksins tóku til máls í gærkveldi í eldhúsdagsumræðunum. Nú, fimm vikum fyrir kosningar, sætir það tíðindum að Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð, sem gegnt hafa stöðu forsætisráðherra á þessu kjörtímabili, hafi ekki talað til landsmanna um það sem gert hefur verið á kjörtímabilinu. Katrín Jakobsdóttir, formaður VG, sagði mikilvægt að allir áttuðu sig á því að hér á landi varð ekki allt frábært þegar sitjandi ríkisstjórn kom til valda. Ríkisstjórnin hafi tekið við góðu búi vinstriflokkanna eftir hrunárin. Einnig sagði hún núverandi ríkisstjórn hafa átt Evrópumet í fjölda ráðherra í Panamaskjölunum. Spurði hún af því tilefni hvort þetta væri rétta fólkið til að takast á við skattaskjólin. Lilja Alfreðsdóttir, utanríkisráðherra utan þings, hélt framsöguræðu fyrir Framsóknarflokkinn, en hvorki formaður né varaformaður flokksins tóku til máls nú. Lilja sagði það mjög mikilvægt að við stýri þjóðarskútunnar væri reyndur skipstjóri.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira