Íslendingar 800.000 árið 2050 Unnsteinn Jóhannsson skrifar 20. september 2016 09:57 Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Á ársfundi Bjartrar framtíðar nú um helgina var samþykkt mjög mikilvæg ályktun sem felur í sér að Ísland setji sér markmið í að fjölga íbúum landsins. Ályktunin var svo hljóðandi; „Ársfundur Bjartrar framtíðar 2016 ályktar um að stefnt skuli að því að Íslendingar verði orðnir 800.000 árið 2050. Mannfjöldaspá Hagstofunnar gerir ráð fyrir því í háspá að Íslendingar verði orðnir tæplega 500.000 árið 2050.“ Björt framtíð er flokkur sem horfir til framtíðar og markar sér stefnu sem nær lengra en aðeins til næsta kjörtímabils. Eins og segir í ályktuninni segir mannfjöldaspá Hagstofunnar að árið 2050 verði Íslendingar ekki færri en 500.000. Okkur í Bjartri framtíð þykir því þessi ályktun mjög hófleg enda um að ræða 2,6% fjölgun hérlendis á ári að meðaltali. Það er fyrirséð að á næstu árum verður þörfin fyrir fleira fólk mikil til að við getum haldið uppi heilbrigðu velferðarsamfélagi. Með auknum verkefnum og bjartri framtíðarsýn viljum við að Ísland sé framsækið land sem getur boðið upp á fjölbreytt störf. Til að það gangi eftir verðum við að fá fleiri vinnufúsar hendur. Það er staðreynd að aldurssamsetning þjóðarinnar er að breytast. Það er því full ástæða til þess að setja fram áætlun, því það liggur margt undir; t.d. lífeyriskerfið (í óbreyttri mynd) einnig er það ofur einfalt (og nú er ég ekki hagfræðingur - þetta er bara common sense) að því fleira fólk sem sest hér að og því fleira fólk sem vinnur hér á landi að staðaldri þeim mun meiri tekjur fá ríkissjóður og sveitarfélög, sem svo má setja í gott heilbrigðis- og menntakerfi svo dæmi séu tekin. Svona er unnið í Kanada og hefur það heppnast sérlega vel enda vel tekið á móti útlendingum þar. Toronto er t.d. ein fjölmenningarlegasta borg heims, áttunda friðsamasta borgin í heiminum og sú friðasamasta í Norður Ameríku. Þessar hugmyndir mættu kallast róttækar en fyrst og fremst snýst þetta um sjálfbærni. Þetta snýst líka um að bjóða upp á samkeppnishæft Ísland, en staðan er þannig í dag að ungt fólk er að flýja land - við viljum að ungt fólk sjái fyrir sér framtíð hér á landi og vilji vinna hér (en hvetjum þó alla til að sækja sér menntun og reynslu annarsstaðar, enda brjálæðislega mikilvægt.) Við sjáum fyrir okkur að á Íslandi sé gott að vera barn og gott að ala upp börn. Að lokum; væri ekki gaman að fara til Akureyrar ef þar byggju 100.000 manns? Og snilldarlegt að heimsækja Ísafjörð þar sem um 40.000 manns byggju? Björt framtíð vill búa í landi þar sem fjölbreytni, víðsýni og langtíma áætlanir eru í fyrirrúmi. Ekki kjósa Bjarta framtíð ef þið viljið einsleitt og ósamkeppnishæft Ísland. Kjósið Bjarta framtíð ef þið viljið fjölbreytni og samkeppnishæft Ísland.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun