Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Jón Hákon Halldórsson skrifar 6. október 2016 07:00 Fylgi flokka samkvæmt skoðanakönnun 365 Sjö flokkar yrðu á Alþingi, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt útreikningum, þar sem tekið er tillit til útreiknaðra jöfnunarsæta, má búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn, Píratar þrettán, VG níu þingmenn, Framsóknarflokkurinn átta og Samfylkingin sex. Viðreisn og Björt framtíð fengju svo hvor flokkur minnst fjóra þingmenn. Þar með væri 62 þingsætum úthlutað. Annaðhvort Viðreisn eða Björt framtíð fengju 63. þingmanninn en þar sem flokkarnir eru jafn stórir í könnuninni er ekki hægt að spá um það með vissu hvor fengi þingsætið. Yrðu þetta niðurstöðurnar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að loknum kosningum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að allmikil tíðindi fælust í könnuninni. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun. Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sveiflast fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið á milli kannana. Hann var með 34,6 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 26. september en 25,9 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 3. og 4. október. Nýja könnunin sýnir að flokkurinn er rétt undir kjörfylgi sínu 2013. Erfitt er að fullyrða um skýringar á sveiflunni milli kannana, að öðru leyti en því að fyrri könnunin er gerð sama kvöld og eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi og örfáum dögum eftir að fyrsti umræðuþáttur forystumanna stjórnmálaflokkanna fór fram í sjónvarpi. Sömu aðferðafræði var beitt í báðum könnunum að öðru leyti en því að fyrri könnunin var framkvæmd á einum degi en sú seinni á tveimur. Hringt var í 1.258 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 3. og 4. október. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Sjö flokkar yrðu á Alþingi, yrðu niðurstöður kosninga í samræmi við skoðanakönnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt útreikningum, þar sem tekið er tillit til útreiknaðra jöfnunarsæta, má búast við því að Sjálfstæðisflokkurinn fengi 18 þingmenn, Píratar þrettán, VG níu þingmenn, Framsóknarflokkurinn átta og Samfylkingin sex. Viðreisn og Björt framtíð fengju svo hvor flokkur minnst fjóra þingmenn. Þar með væri 62 þingsætum úthlutað. Annaðhvort Viðreisn eða Björt framtíð fengju 63. þingmanninn en þar sem flokkarnir eru jafn stórir í könnuninni er ekki hægt að spá um það með vissu hvor fengi þingsætið. Yrðu þetta niðurstöðurnar væri ekki hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn að loknum kosningum. Eiríkur Bergmann Einarsson stjórnmálafræðingur sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar í gær að allmikil tíðindi fælust í könnuninni. „Ég myndi segja að það væru allmikil tíðindi í þessari könnun. Annað er jú það hversu mikið flökt er á fylginu. Svona nálægt kosningum þá er þetta óvanalega mikið flökt og það er engu hægt að slá föstu nú þegar,“ segir Eiríkur. „Hins vegar er að Björt framtíð rís upp og vel yfir þröskuldinn í þessari könnun og þá blasir við sú einstaka staða sem við höfum ekki séð áður, gangi þessi könnun eftir, að á næsta kjörtímabili verði sjö flokkar á Alþingi. Það felur í sér grundvallarbreytingu á flokkakerfinu.“Eins og kom fram í Fréttablaðinu í gær sveiflast fylgi Sjálfstæðisflokksins mikið á milli kannana. Hann var með 34,6 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 26. september en 25,9 prósenta fylgi í könnuninni sem gerð var 3. og 4. október. Nýja könnunin sýnir að flokkurinn er rétt undir kjörfylgi sínu 2013. Erfitt er að fullyrða um skýringar á sveiflunni milli kannana, að öðru leyti en því að fyrri könnunin er gerð sama kvöld og eldhúsdagsumræður fóru fram á Alþingi og örfáum dögum eftir að fyrsti umræðuþáttur forystumanna stjórnmálaflokkanna fór fram í sjónvarpi. Sömu aðferðafræði var beitt í báðum könnunum að öðru leyti en því að fyrri könnunin var framkvæmd á einum degi en sú seinni á tveimur. Hringt var í 1.258 manns þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 3. og 4. október. Svarhlutfallið var 63,7 prósent. Þátttakendur voru valdir með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Svarendur skiptust jafnt eftir kyni og hlutfallslega eftir búsetu og aldri. Spurt var: Hvaða lista myndir þú kjósa ef gengið yrði til þingkosninga í dag? Ef ekki fékkst svar var spurt: Hvaða flokk er líklegast að þú myndir kjósa? Ef ekki fékkst svar var spurt: Er líklegra að þú myndir kjósa Sjálfstæðisflokkinn, eða einhvern annan flokk? Það er gert í samræmi við aðferðafræði sem þróuð var á Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands. Alls tóku 58,6 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Erlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Fleiri fréttir Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels