Árni Páll íhugar að kvarta til ÖSE Jóhann Óli Eiðsson skrifar 5. október 2016 07:00 Árni Páll Árnason vísir/pjetur Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar. „Þetta er seinni starfsáætlunin sem heldur ekki og nú er sú staða komin upp að stjórnin er í raun fallin á tíma,“ segir Árni Páll Árnason. „Stjórnin stendur frammi fyrir því sama og síðasta ríkisstjórn, að klára verður þau mál sem sátt er um en sleppa öðru.“ Eitt hlutverka ÖSE er að hafa eftirlit með kosningum. Hingað til hefur eftirlitið á Íslandi verið smátt í sniðum. Þingmaðurinn segir að það skekki samkeppnina í aðdraganda kosninga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína til að heyja kosningabaráttu á meðan minnihlutinn er staddur á þinginu. „Stjórnarflokkar sem halda þinginu áfram þrátt fyrir að starfsáætlun sé búin, hirða ekki um að sinna lagaskyldum um að vera sjálfir í þinginu, til þess eins að hafa áhrif á möguleika stjórnarandstöðu til að fara í kosningabaráttu, þeir eru ekki að uppfylla lýðræðislegar grundvallarreglur,“ segir Árni Páll. „Ef menn sjá ekki hvers konar rugl er hér í gangi þá blasir það við að við verðum að biðja ÖSE um að senda hingað kosningaeftirlit sambærilegt því sem þekkist í löndum sem við viljum helst ekki bera okkur saman við.“ Þingfundi var frestað ítrekað í gær þar til honum var að lokum slitið klukkan 18. Aðeins dagskrárliðurinn störf þingsins var tekinn til umræðu. Fundur hefur verið boðaður klukkan 10.30 í dag en dagskrá hans er sú sama og á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Til greina kemur að kvarta til Öryggis- og samvinnustofnunar Evrópu, ÖSE, ef ríkisstjórnarflokkarnir halda áfram kosningabaráttu á meðan minnihlutinn sinnir þingstörfum. Þetta segir þingmaður Samfylkingarinnar. „Þetta er seinni starfsáætlunin sem heldur ekki og nú er sú staða komin upp að stjórnin er í raun fallin á tíma,“ segir Árni Páll Árnason. „Stjórnin stendur frammi fyrir því sama og síðasta ríkisstjórn, að klára verður þau mál sem sátt er um en sleppa öðru.“ Eitt hlutverka ÖSE er að hafa eftirlit með kosningum. Hingað til hefur eftirlitið á Íslandi verið smátt í sniðum. Þingmaðurinn segir að það skekki samkeppnina í aðdraganda kosninga að stjórnarmeirihlutinn nýti sér yfirburðastöðu sína til að heyja kosningabaráttu á meðan minnihlutinn er staddur á þinginu. „Stjórnarflokkar sem halda þinginu áfram þrátt fyrir að starfsáætlun sé búin, hirða ekki um að sinna lagaskyldum um að vera sjálfir í þinginu, til þess eins að hafa áhrif á möguleika stjórnarandstöðu til að fara í kosningabaráttu, þeir eru ekki að uppfylla lýðræðislegar grundvallarreglur,“ segir Árni Páll. „Ef menn sjá ekki hvers konar rugl er hér í gangi þá blasir það við að við verðum að biðja ÖSE um að senda hingað kosningaeftirlit sambærilegt því sem þekkist í löndum sem við viljum helst ekki bera okkur saman við.“ Þingfundi var frestað ítrekað í gær þar til honum var að lokum slitið klukkan 18. Aðeins dagskrárliðurinn störf þingsins var tekinn til umræðu. Fundur hefur verið boðaður klukkan 10.30 í dag en dagskrá hans er sú sama og á fundinum í gær.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Innlent Fleiri fréttir Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Sjá meira
Óánægja vegna skorts á starfsáætlun: "Þorir ríkisstjórnin ekki í kosningabaráttu?“ Stefnt var að því að þingi yrði frestað þann 29. september síðastliðinn, en það gekk ekki eftir. 3. október 2016 11:40