Þingfundi frestað í von um að flokksformenn nái samkomulagi um þinglok Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2016 13:13 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira
Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Sjá meira