Þingfundi frestað í von um að flokksformenn nái samkomulagi um þinglok Heimir Már Pétursson skrifar 4. október 2016 13:13 Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis. Vísir/Vilhelm Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson. Alþingi Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Forseti Alþingis hefur frestað þingfundi í dag um tvær klukkustundir í þeirri von að formenn stjórnmálaflokkanna nái samkomulagi um lok þingstarfa. Hann telur ólíklegt að þingstörfin teygi sig fram í næstu viku. Kosningar til Alþingis fara fram hinn 29. október næst komandi eða eftir 25 daga. Þing er enn að störfum og nokkur stór mál frá ríkisstjórninni óafgreidd, til að mynda frumvörp um aðgerðir í húsnæðismálum. Einar K. Guðfinnsson forseti Alþingis reiknar ekki með að Alþingi verði að störfum í næstu viku, enda eru þá aðeins þrjár vikur til kosninga. „Nei mér fyndist það ákaflega ólíklegt. Ég bind auðvitað vonir við að við förum að sjá til lands í dag. Fram undan er fundur formanna flokkanna. Þess vegna ákvað ég að fresta áður boðuðum þingfundi sem hefjast átti klukkan hálf tvö til klukkan hálf fjögur. Til að skapa andrúmsloft og gott rými fyrir þessi fundarhöld,“ segir forseti Alþingis. Einar segir að í raun séu það ekki mörg mál sem nauðsynlegt sé að afgreiða fyrir kosningar. „En hitt er auðvitað að ýmis þeirra eru býsna stór. Mörg eru hins vegar í ágætri sátt og skilningur hefur ríkt um afgreiðslu tiltekinna mál,“ segir Einar. Vonandi sjái því fyrir endann á þingstörfum í þessari viku enda hafi hann mikinn skilning á því eftir að hafa farið í gegnum kosningabaráttu fyrir um tíu kosningar að frambjóðendur og þingmenn þurfi sinn tíma fyrir kosningabaráttuna. Einar treystir sér ekki til að leggja mat á hvaða mál það verði sem fái að lokum afgreiðslu á þinginu. „Það er auðvitað á vettvangi formanna flokkanna að reyna að komast að einhverri niðurstöðu um þennan ramma sem við myndum þá vinna eftir í þinginu.“ Þegar samkomulag liggi fyrir milli formanna flokkanna muni hann og þingflokksformenn væntanlega gera áætlun um hvernig málum verði háttað. Ekki er algengt að þing sitji svo nálægt kjördegi. „Það eru auðvitað dæmi um það og jafnvel dæmi um að þingið hafi starfað nánast fram á síðasta dag liggur mér við að segja. En almennt hafa menn reynt að miða við að menn hafi um mánuð til kosningabaráttunnar,“ segir Einar K. Guðfinnsson.
Alþingi Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira