Björn: Horfir aldrei á fótbolta en missti ekki af leik með landsliðinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. október 2016 11:37 Björn Bergmann Sigurðarson Mynd/Youtube/Molde Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira
Björn Bergmann Sigurðarson er kominn aftur inn í A-landsliðshópinn eftir fimm ára fjarveru. Heimir Hallgrímsson valdi Björg Bergmann nú á ný í landsliðið en hann hefur skorað 4 mörk í 6 leikjum með Molde í norsku úrvalsdeildinni í sumar. Björn Bergmann lék sinn eina landsleik þegar hann kom inná sem varamaður á móti Kýpur í september 2011.Sjá einnig:Sex mínútna landsliðsferill Björns Bergmanns: Vildi ekki spila fyrir Ísland og svaraði ekki í símann „Það er frábært að vera loksins kominn aftur inn í þetta," sagði Björn Bergmann Sigurðarson í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag. „Ég veit hvað mörg ár eru síðan ég spilaði síðast og þá fékk ég bara fimm mínútur. Það er því frábært að vera kominn til baka," sagði Björn Bergmann. Sér hann eftir því að hafa ekki gefið kost á sér í landsliðið á þessum tíma „Nei, alls ekki. Ég get ekki séð eftir þannig hlutum núna. Mér fannst ég ekki vera nógu þroskaður og var ekki tilbúinn. Ég vildi nota tímann í eitthvað annað en að vera í landsliðinu. Ég hafði þannig séð heldur ekki mikinn áhuga fyrir fótbolta," sagði Björn Bergmann. „Ég talaði við Heimi í síðustu viku. Hann sagði mér að það væri flott fyrir mig að koma inn í þetta núna því ég væri búinn að standa mig vel með Molde og ætti skilið að fá að vera með," sagði Björn Bergmann. „Ég fór þá í það að endurskoða þessa hluti og mér fannst ég vera búinn að þroskast það mikið að ég væri tilbúinn í það að taka þátt í þessari undankeppni. Það var líka gaman að heyra það frá Heimi að ég ætti skilið að vera í þessum hóp. Ég var því ekki lengi að hugsa málið þegar hann hringdi í mig," sagði Björn Bergmann. „Ég fylgist ekkert með fótbolta en eins og í fyrra þegar strákarnir í landsliðinu voru að spila þá fylgdist ég með öllum leikjunum. Ég var rosalega stoltur að sjá það hvað öllum gekk vel og að landið mitt var að standa sig á þessu sviði," sagði Björn Bergmann. „Ég tek bara einn dag í einu og hvert verkefni fyrir sig. Ef ég fær að spila eitthvað í þessum tveimur leikjum sem eru framundan og tekst að sýna það að éf eigi skilið að vera í þessum hóp þá vil ég að sjálfsögðu halda áfram að spila fyrir land og þjóð," sagði Björn Bergmann. „Það er draumurinn fyrir fótboltamenn að spila fyrir sitt land og ég er farinn að sjá það að það sé eitthvað sem ég á að gera," sagði Björn Bergmann. „Hugfarið mitt er allt annað og ég er farinn að sjá betur hvað maður á að setja í fyrsta sætið. Það eru ekki mörg ár í þessum fótbolta og það er því frábært að fá tækifæri til að spila fyrir landsliðið. Nú er rétti tíminn til að gera það," sagði Björn Bergmann. „Strákarnir hafa tekið rosalega vel á móti mér og þetta er frábær hópur. Það er rosalega gaman að vera hérna," sagði Björn en er hann bjartsýnn á það að fá einhverjar mínútur í leikjunum? „Ég vona það að ég fái mínútur. Það hafa verið meiðsli hjá framherjunum sem getur kannski hjálpað mér aðeins. Ég vona bara það besta. Ég er hundrað prósent klár í slaginn fyrir Ísland," sagði Björn Bergmann.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Kassi í Mosfellsbæinn West Ham sækir bakvörð frá föllnum Southampton-mönnum „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Vinna með lögreglunni eftir að Carter varð fyrir kynþáttaníð Búinn í læknisskoðun og ætti að ná Ameríkutúrnum Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Messi nú með fleiri mörk en Ronaldo Stefán Ingi með þrennu í fyrri hálfleik Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Ísak Snær opnaði markareikninginn hjá Lyngby Kolbeinn lagði upp sigurmarkið Frankfurt kann það betur en flest félög að græða pening á framherjum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Sjá meira