Skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. október 2016 17:45 Sigmundur Davíð og Anna Sigurlaug kona hans eftir formannskjörið í dag þar sem hann laut í lægra haldi fyrir Sigurði Inga. vísir/anton brink Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Gunnar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að ástæðan sé niðurstaða formannskosningarinnar í flokknum í dag og hvernig staðið var að þeim. Hann skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í samtali við Vísi segir Gunnar að formannskjör Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í dag hafi verið byggt á svikum. „Sigurður gerir þetta á grundvelli svikinna loforða sem hann setti oft fram og ég tel í hæsta máta ótrúverðugt að öfl innan flokksins ryðji formanni frá og hreyki sér af árangri þess manns sem þeir fella af stalli. Pólitískt séð tel ég fullvíst að þetta muni leiða til fylgishruns hjá flokknum og ég held að Framsóknarflokkurinn muni berjast fyrir lífi sínu í komandi kosningum,“ segir Gunnar. Hann skorar á Sigmund Davíð að fara í sérframboð en Gunnar er ekki búinn að ákveða sig hvort að hann segi sig úr Framsóknarflokknum. „Það fer bara eftir því hvað Sigmundur gerir og segir og ég mun fylgjast með því á næstu dögum.“ Gunnar segir mikla reiði innan Framsóknarflokksins hvernig að formannsframboði Sigurðar Inga var staðið en hann kveðst líta svo á að vinstri öflin hafi náð völdum í flokknum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa trú á því að nýkjörnum formanni takist að sameina flokkinn fyrir kosningar. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Gunnar Kristinn Þórðarson hefur ákveðið að segja sig frá trúnaðarstörfum fyrir Framsóknarflokkinn og afþakka 5. sæti á lista flokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður. Gunnar greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni og segir að ástæðan sé niðurstaða formannskosningarinnar í flokknum í dag og hvernig staðið var að þeim. Hann skorar á Sigmund Davíð að stofna eigin stjórnmálaflokk. Í samtali við Vísi segir Gunnar að formannskjör Sigurðar Inga Jóhannssonar forsætisráðherra í dag hafi verið byggt á svikum. „Sigurður gerir þetta á grundvelli svikinna loforða sem hann setti oft fram og ég tel í hæsta máta ótrúverðugt að öfl innan flokksins ryðji formanni frá og hreyki sér af árangri þess manns sem þeir fella af stalli. Pólitískt séð tel ég fullvíst að þetta muni leiða til fylgishruns hjá flokknum og ég held að Framsóknarflokkurinn muni berjast fyrir lífi sínu í komandi kosningum,“ segir Gunnar. Hann skorar á Sigmund Davíð að fara í sérframboð en Gunnar er ekki búinn að ákveða sig hvort að hann segi sig úr Framsóknarflokknum. „Það fer bara eftir því hvað Sigmundur gerir og segir og ég mun fylgjast með því á næstu dögum.“ Gunnar segir mikla reiði innan Framsóknarflokksins hvernig að formannsframboði Sigurðar Inga var staðið en hann kveðst líta svo á að vinstri öflin hafi náð völdum í flokknum. Aðspurður kveðst hann ekki hafa trú á því að nýkjörnum formanni takist að sameina flokkinn fyrir kosningar.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30 Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07 Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Sigurður Ingi: "Ég vil að við göngum út sem ein fjölskylda“ Nýkjörinn formaður Framsóknarflokksins bað flokkssystkini sín að takast í hendur. 2. október 2016 15:30
Sigurður Ingi kjörinn formaður Framsóknarflokksins Sigurður Ingi Jóhannsson hafði betur gegn Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni. Sigurður Ingi hlaut 52 prósent atkvæða. 2. október 2016 15:07
Sigmundur Davíð segist hafa orðið fyrir vonbrigðum Aðspurður um framhald sitt í flokknum, bæði varðandi efsta sæti hans á lista flokksins í Norðausturkjördæmi og starfið í flokknum almennt, vildi hann ekki segja af né á 2. október 2016 15:26