Ræða Ásmundar Einars olli Sigmundi Davíð vonbrigðum Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2016 17:33 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson og Ásmundur Einar Daðason. Vísir/ernir/pjetur Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ræða þingsflokksformannsins Ásmundar Einars Daðasonar á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í dag hafi valdið sér vonbrigðum.RÚV greinir frá þessu og segir að Sigmundur Davíð hafi látið orðin falla í ræðu sinni nú síðdegis þar sem hann kvaðst hafa fundist sem að hann hafi ekki átt ræðuna skilið. Ásmundur Einar, sem var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, vandaði í ræðu sinni formanninum ekki kveðjurnar og sakaði hann um hroka og einræðistilburði. Lýsti Ásmundur þar upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins þar sem Sigmundur Davíð á að hafa staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út. Dagskrá fundarins var mikið gagnrýnd þar sem upphaflega var ekki gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sigmundur tók svo til máls nú síðdegis þar sem hann flutti síðustu ræðu dagsins, áður en við tækju nefndarstörf og kvöldverður. RÚV segir að Sigmundur Davíð hafi sagt lýsingar Ásmundar Einars vera ósannar. Sagðist hann einnig hafa lagt á sig mikla vinnu við að fá Ásmund Einar, sem áður var þingmaður Vinstri grænna, yfir í Framsóknarflokkinn og falið honum trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Því þætti honum leiðinlegt að hlusta á ræðu hans nú. Í færslu sinni á Facebook ítrekar Ásmundur að allt það sem hann sagði í dag væri satt og að aðrir þeir sem sátu fundinn gætu staðfest það. Segir hann að Sigmundur Davíð þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé að yfirgefa flokkinn. „Ég er og verð Framsóknarmaður, ég er sannfærður um ágæti stefnu flokksins og kann vel við allt það góða fólk sem er í flokknum.“Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum hafi formaður flokksins slitið fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna hafi verið ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni var gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi fimmtán mínútna ræðu á þinginu. Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, segir að ræða þingsflokksformannsins Ásmundar Einars Daðasonar á flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr í dag hafi valdið sér vonbrigðum.RÚV greinir frá þessu og segir að Sigmundur Davíð hafi látið orðin falla í ræðu sinni nú síðdegis þar sem hann kvaðst hafa fundist sem að hann hafi ekki átt ræðuna skilið. Ásmundur Einar, sem var um tíma aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs, vandaði í ræðu sinni formanninum ekki kveðjurnar og sakaði hann um hroka og einræðistilburði. Lýsti Ásmundur þar upplifun sinni af fundi framkvæmdastjórnar flokksins þar sem Sigmundur Davíð á að hafa staðið upp þegar ræða átti dagskrá flokksþingsins og labbað út. Dagskrá fundarins var mikið gagnrýnd þar sem upphaflega var ekki gert ráð fyrir ræðutíma fyrir forsætisráðherra. Sigmundur tók svo til máls nú síðdegis þar sem hann flutti síðustu ræðu dagsins, áður en við tækju nefndarstörf og kvöldverður. RÚV segir að Sigmundur Davíð hafi sagt lýsingar Ásmundar Einars vera ósannar. Sagðist hann einnig hafa lagt á sig mikla vinnu við að fá Ásmund Einar, sem áður var þingmaður Vinstri grænna, yfir í Framsóknarflokkinn og falið honum trúnaðarstörf fyrir flokkinn. Því þætti honum leiðinlegt að hlusta á ræðu hans nú. Í færslu sinni á Facebook ítrekar Ásmundur að allt það sem hann sagði í dag væri satt og að aðrir þeir sem sátu fundinn gætu staðfest það. Segir hann að Sigmundur Davíð þurfi ekki að hafa áhyggjur af því að hann sé að yfirgefa flokkinn. „Ég er og verð Framsóknarmaður, ég er sannfærður um ágæti stefnu flokksins og kann vel við allt það góða fólk sem er í flokknum.“Líkt og fram kom í Fréttablaðinu í morgun gekk mikið á á fundinum samkvæmt heimildarmönnum Fréttablaðsins og á endanum hafi formaður flokksins slitið fundi án niðurstöðu. Stuttu seinna hafi verið ný dagskrá sett á vef flokksins en í henni var gert ráð fyrir að allir ráðherrar haldi fimmtán mínútna ræðu á þinginu.
Kosningar 2016 Tengdar fréttir Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58 Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30 Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56 Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52 Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00 Mest lesið „Þetta verður allt saman stórvarasamt í fyrramálið“ Veður Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Innlent Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Erlent Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Innlent Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Erlent „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Séra Flosi Magnússon fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Spyr hvort ökumenn myndu keyra á gangandi á götunni Séra Flosi Magnússon fallinn frá Að jafnaði tilkynnt um tólf kynferðisbrot í hverri viku Var ofurölvi þegar hann hljóp yfir Reykjanesbraut „Auðvitað slær þetta mig ekki vel“ Fundi slitið án árangurs og nýr ekki boðaður „Fyrstu þrjú árin sem ég var veik voru algjört helvíti“ Vill sjá byggingakrana í Úlfarsárdal á næsta ári Reikna með flughálum vegum Fagnar aðgerðum en telur húsnæðispakkann „fremur rýran“ Úrskurðarnefnd klofin en framkvæmdaleyfi stendur Engar uppsagnir í farvatninu Þrír handteknir á stolnum bíl og dýnur teknar ófrjálsri hendi Létu sleðaveðrið ekki fram hjá sér fara Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Sjá meira
Baðst afsökunar á því að vera ekki í tengslum við Framsóknarmenn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Framsóknarflokksins ávarpaði flokksþings Framsóknar í Háskólabíói í morgun. Klukkan rúmlega 11 hóf hann ræðu sína en í henni fór hann um víðan völl. 1. október 2016 11:58
Framsókn sýndi frá ræðu Sigmundar Davíðs en klippti á Sigurð Inga Framsóknarflokkurinn var með beina útsendingu á vefnum frá flokksþinginu sem hófst í dag. Útsendingin varði þó ekki lengi þó að fundurinn sjálfur standi í tvo daga. 1. október 2016 13:30
Ásmundur Einar vandaði Sigmundi Davíð ekki kveðjurnar á flokksþingi Framsóknar Ásmundur Einar Daðason þingflokksformaður Framsóknarflokksins tók til máls á flokksþinginu í dag undir dagskrárliðnum almennar stjórnmálaumræður. 1. október 2016 15:56
Sigurður Ingi skaut á Sigmund Davíð: „Missi maður traust má telja fullvíst að manns eigin breytni leiddi til þess“ Sigurður Ingi Jóhannsson forsætisráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins sagði það ekki í anda Framsóknarflokksins að honum hafi einungis verið úthlutað 15 mínútum í ræðutíma á flokksþingi Framsóknar í dag. 1. október 2016 12:52
Sundraður Framsóknarflokkur býr sig undir átök á flokksþingi Flokksþing Framsóknarflokksins hefst í dag í skugga mikilla innanflokksátaka. Formaðurinn er sakaður um einræðistilburði. Framkvæmdastjóri flokksins setti Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmann Sigmundar, í starf tengiliðs flokksins við 1. október 2016 07:00