Katrín: „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum“ Þorbjörn Þórðarson skrifar 1. október 2016 13:02 Katrín Jakobsdóttir á landsfundi VG í október á síðasta ári. Mynd/Sigtryggur Ari Jóhannsson Vinstri grænir vilja að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og draga þurfi markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á kjörtímabilinu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en í morgun samþykkti fundurinn kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að minnsta kosti 500 á ári eins og þar segir. Á meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er gjaldfrjáls þjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og minna vægi kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum og við erum með raunhæfa áætlun um hvernig við gerum það. Við viljum byrja á heilsugæslunni og göngudeild sjúkrahúsanna. Við teljum að það þurfi að horfa á rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna úti um land allt og heilsugæslunnar sem þarf að styrkja,“segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fréttastofu. Katrín segist hafa trú á því að heilbrigðismálin verði mest áberandi á þeim vikum sem eru framundan fram að kosningum hinn 29. október. „Mér finnst að almenningur vilji ræða heilbrigðismálin og það er munur á stefnu flokkanna þó að aðrir flokka vilji bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Það er munur á því hvernig fólk vill gera það, hvernig fólk vill forgangsraða fjármunum. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þess vegna tölum við sérstaklega fyrir einmitt því að það þurfi að styrkja rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar. Það er eitt af því sem ég held að almenningur vilji setja á dagskrá. Þannig að ég hef trú á því að heilbrigðismálin verði ofarlega á baugi.“ Katrín nefnir líka skóla- og menntamál. „Þar viljum við stórefla bæði háskóla- og framhaldsskólakerfið þannig að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur þegar kemur að háskólamenntun því þetta er framtíðar hagsmunamál fyrir okkur öll, að þessi mál séu í lagi.“Kosningaráherslur VG fyrir alþingiskosningar. Kosningar 2016 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira
Vinstri grænir vilja að öll heilbrigðisþjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum verði gjaldfrjáls og draga þurfi markvisst úr kostnaðarþátttöku sjúklinga á kjörtímabilinu. Flokksráðsfundur Vinstri grænna stendur nú yfir á Akureyri en í morgun samþykkti fundurinn kosningaáherslur fyrir alþingiskosningarnar. Þar kennir ýmissa grasa. Flokkurinn vill að Íslendingar taki á móti fleiri flóttamönnum, að minnsta kosti 500 á ári eins og þar segir. Á meðal þess sem flokkurinn leggur áherslu á er gjaldfrjáls þjónusta á sjúkrahúsum og heilsugæslustöðvum og minna vægi kostnaðarþátttöku sjúklinga. „Við ætlum að lyfta gjaldtöku í áföngum og við erum með raunhæfa áætlun um hvernig við gerum það. Við viljum byrja á heilsugæslunni og göngudeild sjúkrahúsanna. Við teljum að það þurfi að horfa á rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnanna úti um land allt og heilsugæslunnar sem þarf að styrkja,“segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna í samtali við fréttastofu. Katrín segist hafa trú á því að heilbrigðismálin verði mest áberandi á þeim vikum sem eru framundan fram að kosningum hinn 29. október. „Mér finnst að almenningur vilji ræða heilbrigðismálin og það er munur á stefnu flokkanna þó að aðrir flokka vilji bæta stöðu heilbrigðiskerfisins. Það er munur á því hvernig fólk vill gera það, hvernig fólk vill forgangsraða fjármunum. Eitt af því sem við leggjum áherslu á er að forgangsraða í þágu hins opinbera heilbrigðiskerfis. Þess vegna tölum við sérstaklega fyrir einmitt því að það þurfi að styrkja rekstur sjúkrahúsanna, heilbrigðisstofnana og heilsugæslunnar. Það er eitt af því sem ég held að almenningur vilji setja á dagskrá. Þannig að ég hef trú á því að heilbrigðismálin verði ofarlega á baugi.“ Katrín nefnir líka skóla- og menntamál. „Þar viljum við stórefla bæði háskóla- og framhaldsskólakerfið þannig að við náum þeim markmiðum sem við höfum sett okkur þegar kemur að háskólamenntun því þetta er framtíðar hagsmunamál fyrir okkur öll, að þessi mál séu í lagi.“Kosningaráherslur VG fyrir alþingiskosningar.
Kosningar 2016 Mest lesið „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Innlent Myndskeiðið segi ekki alla söguna Innlent Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Fleiri fréttir Séreignarleiðin gerð varanleg og nýtist til tíu ára Myndskeiðið segi ekki alla söguna Vinstri grænir í Reykjavík gagnrýna leikskólaplan borgarinnar Reynsluboltum sagt upp í skugga ráðgjafabruðls Þúsundir nýrra íbúða og óvissu eytt: „Verið að einfalda og hagræða“ „Alveg brjálaður yfir því að hann sé að hjóla á götunni“ Fólk sæki um námsmannaleyfi í annarlegum tilgangi Aðgerðir í húsnæðismálum og þung stemning hjá ríkislögreglustjóra Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Sjá meira