Menntun fyrir nýsköpun Oddný Harðardóttir og Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir skrifar 19. október 2016 00:00 Samfélag nýsköpunar er samfélag sem ungt fólk kýs að búa í. Framtíðin er núna og Samfylkingin ætlar að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár.Verðmæti hugvitsins Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Auðlindirnar eru góður grunnur til að byggja á, en það er ekki hægt að auka verðmæti þeirra með því að ganga sífellt lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að samkeppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikjaiðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orkuiðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast – hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í samfélaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingageiranum á Íslandi.Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá HR. Hún skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.Menntun er lykillinn Mannauðurinn sem skapar ný tækifæri og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjármagnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norðurlöndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjölfar kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskólamenntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekkingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast.Skemmtilegt samfélag Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og upp úr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skapandi og sjálfbært atvinnulíf til framtíðar – samkeppnishæft og skemmtilegt samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2016 Skoðun Mest lesið Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Sjá meira
Samfélag nýsköpunar er samfélag sem ungt fólk kýs að búa í. Framtíðin er núna og Samfylkingin ætlar að setja í forgang að styrkja fjármögnunarumhverfi nýsköpunarfyrirtækja á Íslandi og gera þeim þannig kleift að komast almennilega á legg. Um leið verðum við að einfalda starfsumhverfi nýrra fyrirtækja og hvetja þannig fleiri til þess að láta reyna á hugmyndir sínar. Slíkar breytingar þurfa ekki og eiga ekki að taka fleiri ár.Verðmæti hugvitsins Ólíkt mörgum öðrum þjóðum eigum við ríkulegar auðlindir – á landi og sjó. Auðlindirnar eru góður grunnur til að byggja á, en það er ekki hægt að auka verðmæti þeirra með því að ganga sífellt lengra í nýtingu þeirra. Ný verðmæti verða að byggja á hugviti. Nýsköpun er grunnurinn að samkeppnishæfni þjóða og þar með bættum lífskjörum. Nýsköpun verður bæði til með sköpun nýrra atvinnugreina, eins og tölvuleikjaiðnaðar, en líka með framþróun í undirstöðuatvinnugreinum á borð við sjávarútveg, landbúnað, orkuiðnað og ferðaþjónustu. Nýsköpun verður til þar sem menntun og atvinnulíf mætast – hjá nemendum sem fá tækifæri til að vinna verkefni með rótgrónum fyrirtækjum og sjá þar möguleika til að gera hluti með nýjum hætti. Þetta örvar hagvöxt og skapar fjölbreytt, skapandi og skemmtileg störf, og stundum meira að segja nýjar atvinnugreinar, sem verða að undirstöðuatvinnugreinum í samfélaginu – eins og sjá má á tækni- og upplýsingageiranum á Íslandi.Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri hjá HR. Hún skipar 3. sæti Samfylkingarinnar í Reykjavík Norður.Menntun er lykillinn Mannauðurinn sem skapar ný tækifæri og ný fyrirtæki verður ekki til án öflugs menntakerfis. Börn eru fjöregg þjóðarinnar og okkur ber að gefa þeim tækifæri til að þroskast sem einstaklingar og þjóðfélagsþegnar. Undirstaða þess er góð menntun, frá leikskóla til háskóla. Það er því miður staðreynd að háskólar á Íslandi eru svo undirfjármagnaðir að fyrir hrun náðu þeir rétt um 56% af því fjárframlagi sem fylgdu meðalháskólanema á Norðurlöndum. Frá hruni hefur þetta framlag verið skorið enn frekar niður. Í kjölfar kreppunnar ráðlögðu finnskir og sænskir sérfræðingar, sem höfðu gengið í gegnum sambærilegar hremmingar, Íslendingum að standa vörð um framlög til menntunar. Þar var sérstaklega horft til háskólamenntunar, enda er menntaður mannauður grunnurinn að hagvexti. En við þurfum líka að skoða aðra hluta menntakerfisins. Fjársveltur framhaldsskóli mun til framtíðar ekki skila af sér útskrifuðum inn í háskóla og atvinnulíf með þá þekkingu og hæfni sem núverandi störf og störf til framtíðar þarfnast.Skemmtilegt samfélag Öflugt menntakerfi og nýsköpun sem byggir á hugviti haldast í hendur. Við þurfum meiri fjárfestingu í menntakerfinu – frá leikskólum og upp úr. Þannig byggjum við upp atvinnugreinar sem grundvallast á hugviti, og með því fjölbreytt, skapandi og sjálfbært atvinnulíf til framtíðar – samkeppnishæft og skemmtilegt samfélag sem nýjar kynslóðir vilja taka þátt í að byggja upp.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar