Rósa Björk Brynjólfsdóttir oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi mætir í sjötta þáttinn af Kosningaspjalli Vísis sem hefst klukkan 13:30 í dag.
Þátturinn verður í beinni útsendingu hér á vefnum sem og á Facebook-síðu Vísis en fylgjast má með útsendingunni í spilaranum hér að ofan.
Áhorfendur geta sent inn spurningar til Rósu Bjarkar í gegnum útsendinguna á Facebook-síðu Vísis og hvetjum við alla til þess að taka þátt.
Uppfært klukkan 14. Útsendingunni er nú lokið en upptakan er í spilaranum hér fyrir ofan.
Bein útsending: Oddviti Vinstri grænna í Suðvesturkjördæmi situr fyrir svörum
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar