Kári segist vera í markaformi Smári Jökull Jónsson skrifar 16. október 2016 21:31 Landsliðsmiðvörðurinn Kári Árnason skoraði fyrir Malmö FF. Vísir/Getty Kári Árnason skoraði afar mikilvægt mark þegar Malmö FF vann sigur gegn Norrköping og steig stórt skref í átt að sænska meistaratitlinum í knattspyrnu Kári var fyrirliði í leiknum í dag í fjarveru Markus Rosenberg sem venjulega ber fyrirliðabandið. Kári átti flottan leik í miðju varnarinnar hjá Malmö og skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Kári var í viðtali við sænska blaðið Sydsvenskan að leik loknum í dag. „Já, kannski var það þannig,“ sagði Kári þegar hann var spurður hvort þetta hefði verið klassískur íslenskur vinnusigur. „Við mættum í leikinn með það hugarfar að þetta væri alþjóðlegur útileikur. Það þýddi að vera ekki mikið með boltann á okkar vallarhelmingi þannig að það voru sendir margir langir boltar upp á framherjann,“ sagði Kári. Kári mætti aftur til Malmö í vikunni eftir vel heppnað landsleikjahlé þar sem hann skoraði gott skallamark gegn Finnlandi og lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum gegn Tyrkjum. Kári var áfram á skotskónum í dag og auðvitað skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er í markaformi, ég skoraði í landsleiknum líka og var búinn að æfa þetta í vikunni,“ bætti Kári við og þakkaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir hjálpina en Viðar Örn lék með Malmö á fyrri hluta tímabilsins og skoraði fjölmörg mörk. „Við höfum talað um að sækja í svæðin þar sem færin eru, hann er góður í því, og ég hef fengið ansi mörg færi undanfarið.“ Malmö er í góðri stöðu í sænsku deildinni og hefur sjö stiga forskot þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. „Ef við klárum þetta ekki, þá eigum við ekki skilið að vinna gullið,“ sagði Kári að lokum. Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira
Kári Árnason skoraði afar mikilvægt mark þegar Malmö FF vann sigur gegn Norrköping og steig stórt skref í átt að sænska meistaratitlinum í knattspyrnu Kári var fyrirliði í leiknum í dag í fjarveru Markus Rosenberg sem venjulega ber fyrirliðabandið. Kári átti flottan leik í miðju varnarinnar hjá Malmö og skoraði fyrra mark liðsins í leiknum. Kári var í viðtali við sænska blaðið Sydsvenskan að leik loknum í dag. „Já, kannski var það þannig,“ sagði Kári þegar hann var spurður hvort þetta hefði verið klassískur íslenskur vinnusigur. „Við mættum í leikinn með það hugarfar að þetta væri alþjóðlegur útileikur. Það þýddi að vera ekki mikið með boltann á okkar vallarhelmingi þannig að það voru sendir margir langir boltar upp á framherjann,“ sagði Kári. Kári mætti aftur til Malmö í vikunni eftir vel heppnað landsleikjahlé þar sem hann skoraði gott skallamark gegn Finnlandi og lagði upp mark fyrir Alfreð Finnbogason í leiknum gegn Tyrkjum. Kári var áfram á skotskónum í dag og auðvitað skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. „Ég er í markaformi, ég skoraði í landsleiknum líka og var búinn að æfa þetta í vikunni,“ bætti Kári við og þakkaði Viðari Erni Kjartanssyni fyrir hjálpina en Viðar Örn lék með Malmö á fyrri hluta tímabilsins og skoraði fjölmörg mörk. „Við höfum talað um að sækja í svæðin þar sem færin eru, hann er góður í því, og ég hef fengið ansi mörg færi undanfarið.“ Malmö er í góðri stöðu í sænsku deildinni og hefur sjö stiga forskot þegar aðeins fjórar umferðir eru eftir. „Ef við klárum þetta ekki, þá eigum við ekki skilið að vinna gullið,“ sagði Kári að lokum.
Erlendar Fótbolti Íþróttir Fótbolti á Norðurlöndum Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Fleiri fréttir „Velkomin í dal draumanna“ Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Í beinni: Tottenham - Ipswich | Nýliðarnir reyna sig gegn liðinu sem skorar mest Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Barnið þriggja vikna þegar mamman kom inn á og varð sænskur meistari Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Varsjáin tók mark af Jóni Degi Sædís í stuði með meisturunum Sveindís Jane og félagar upp í toppsætið „Ég held að hann sé betri útgáfa af Haaland“ Guardiola skilur ekkert í valinu á Grealish Atkvæði Íslands var með efstu menn í réttri röð í Ballon d'Or kosningunni Sjá meira