Brynjar Þór: Gott að taka pabba gamla með á æfingarnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2016 19:41 Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins, og öðrum fremur séð til þess að KR-liðið er með fullt hús á toppnum þrátt fyrir að vera án manna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij. Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum KR-liðsins og er næststigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir samanburð á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum í vetur miðað við fyrstu tvo leikina í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið þarna. Ég hef verið í góðu og breiðu liði hjá KR og því hefur einstaklingurinn ekki fengið að njóta sín. Við höfum verið mjög samheldinn hópur og margir að leggja sitt að mörkum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. „Það hafa verið margir að skora sem hefur verið okkar helsta vopn. Nú hafa þrír stórir partar af liðinu ekki verið með í fyrstu leikjunum og þá þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Brynjar. Brynjar hefur verið að halda körfuboltanámskeið í ár fyrir fullorðna sem hafa ekki fengið grunnþjálfun í íþróttinni. Þar kennir hann áhugasömum að skjóta og helstu leyndarmálin á bak við það að skora mikið. Getur verið að námskeiðið sé að hjálpa honum sjálfum? „Já að einhverju leiti. Ég er í rauninni að selja sjálfan mig,“ sagði Brynjar brosandi og bætti við: "Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sín. Ég tel að bumbuboltinn sé ekki góður ef leikmenn ætla að reyna að bæta sig. Þú tekur kannski fimm skot á klukkutíma. Þegar þú kemur til mín þá ertu að taka allt upp í 150 skot á einni æfingu. ,“ sagði Brynjar. „Ég er líka að skjóta sjálfur með og taka aukaæfingu. Ég tók pabba gamla á æfingu um daginn og það er alltaf gott að hafa hann með. Hann gefur mér góða punkta um hvað ég þarf að laga. Það hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Brynjar. Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Sjá meira
Brynjar Þór Björnsson, fyrirliði KR, hefur farið á kostum í upphafi tímabilsins, og öðrum fremur séð til þess að KR-liðið er með fullt hús á toppnum þrátt fyrir að vera án manna eins og Jóns Arnórs Stefánssonar og Pavels Ermolinskij. Brynjar Þór Björnsson hefur skorað 30 stig að meðaltali í fyrstu tveimur leikjum KR-liðsins og er næststigahæsti leikmaður Domino´s deildarinnar. Kjartan Atli Kjartansson ræddi við Brynjar í kvöldfréttum Stöðvar 2 og fór yfir samanburð á frammistöðu hans í fyrstu tveimur leikjunum í vetur miðað við fyrstu tvo leikina í fyrra. „Þetta hefur alltaf verið þarna. Ég hef verið í góðu og breiðu liði hjá KR og því hefur einstaklingurinn ekki fengið að njóta sín. Við höfum verið mjög samheldinn hópur og margir að leggja sitt að mörkum,“ sagði Brynjar Þór Björnsson. „Það hafa verið margir að skora sem hefur verið okkar helsta vopn. Nú hafa þrír stórir partar af liðinu ekki verið með í fyrstu leikjunum og þá þurfa aðrir að stíga upp,“ sagði Brynjar. Brynjar hefur verið að halda körfuboltanámskeið í ár fyrir fullorðna sem hafa ekki fengið grunnþjálfun í íþróttinni. Þar kennir hann áhugasömum að skjóta og helstu leyndarmálin á bak við það að skora mikið. Getur verið að námskeiðið sé að hjálpa honum sjálfum? „Já að einhverju leiti. Ég er í rauninni að selja sjálfan mig,“ sagði Brynjar brosandi og bætti við: "Ég vil að einstaklingurinn fái að njóta sín. Ég tel að bumbuboltinn sé ekki góður ef leikmenn ætla að reyna að bæta sig. Þú tekur kannski fimm skot á klukkutíma. Þegar þú kemur til mín þá ertu að taka allt upp í 150 skot á einni æfingu. ,“ sagði Brynjar. „Ég er líka að skjóta sjálfur með og taka aukaæfingu. Ég tók pabba gamla á æfingu um daginn og það er alltaf gott að hafa hann með. Hann gefur mér góða punkta um hvað ég þarf að laga. Það hefur reynst mér mjög vel,“ sagði Brynjar.
Dominos-deild karla Mest lesið Stríðinn hrafn fluttur á Laugardalsvöll Fótbolti Barcelona Spánarmeistari Fótbolti Vonast til að Man United sé tilbúið að selja sig á tæplega sjö milljarða króna Enski boltinn Ólympíumeistarinn hallar sér að Jesú og fjölskyldunni í kjölfar handtöku Sport „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Handbolti Fegin að vera komin heim: „Þetta endaði ekkert vel“ Íslenski boltinn Allt annar andi vestur í bæ en þegar hún var síðast í KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Risaleikur á Kópavogsvelli, Knicks geta sent Celtics í sumarfrí og PGA Sport Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn Fleiri fréttir Harkaði af sér veikindi og Nuggets tryggðu oddaleik Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Vestri 1-2 | Vestri tryggði sér síðasta farseðilinn í 8-liða úrslit Íslenski boltinn