Kári Stefáns: Hvetur Bjarna til þess að segja af sér Birgir Örn Steinarsson skrifar 15. október 2016 11:19 Kári segir í greininni ekki trúa því að Bjarni sé spilltur stjórnmálamaður en segir hann þó vera á rangri hillu í lífinu. Vísir Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hvetur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að segja af sér sem stjórnmálamaður í aðsendri grein er birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann Bjarna vera bisnessmann á röngum stað og að það sé öllum ljóst að honum líði betur á vettvangi viðskipta en stjórnmála. Bréfið er skrifað sem nokkurs konar áskorun á Bjarna en fjármálaráðherra afþakkaði boð um að setjast niður með Kára í beinni útsendingu á Stöð 2 til þess að ræða um heilbrigðiskerfið. Kári skorar aftur á hann til að mæta sér í sjónvarpssal fyrir kosningar.Segir Sjálfstæðisflokk ekki vilja viðurkenna vandannKári hefur sakað ríkisstjórnina um að fjársvelta heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að einkavæða hluta þess. Þannig myndist staða þar sem þeir sem efnaðri séu fái aðgang að betri heilbrigðisþjónustu. Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings. Þar sagði Bjarni að það væri hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín en að hinir gætu séð um sig sjálfir. Hann undrast á nýju myndefni Sjálfstæðisflokksins þar sem endurreisn heilbrigðiskerfisins er talin upp sem ein af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Með þessu segir Kári Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja viðurkenna þann vanda sem sé fyrir hendi. Þar af leiðandi sé lítið gert úr skoðun þeirra 86.500 einstaklinga sem skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja 11 prósent af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Kári segir marga sjúklinga á Íslandi í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leysa út lyf í lok mánaðarins og segir marga hafa neyðst til þess að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum. Kosningar 2016 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira
Kári Stefánsson forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hvetur Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra að segja af sér sem stjórnmálamaður í aðsendri grein er birtist í Fréttablaðinu í dag. Þar segir hann Bjarna vera bisnessmann á röngum stað og að það sé öllum ljóst að honum líði betur á vettvangi viðskipta en stjórnmála. Bréfið er skrifað sem nokkurs konar áskorun á Bjarna en fjármálaráðherra afþakkaði boð um að setjast niður með Kára í beinni útsendingu á Stöð 2 til þess að ræða um heilbrigðiskerfið. Kári skorar aftur á hann til að mæta sér í sjónvarpssal fyrir kosningar.Segir Sjálfstæðisflokk ekki vilja viðurkenna vandannKári hefur sakað ríkisstjórnina um að fjársvelta heilbrigðiskerfið í þeim tilgangi að einkavæða hluta þess. Þannig myndist staða þar sem þeir sem efnaðri séu fái aðgang að betri heilbrigðisþjónustu. Kári vísar í viðtöl við Bjarna í Morgunblaðinu og á Sprengjusandi sér til stuðnings. Þar sagði Bjarni að það væri hlutverk ríkisins að sjá um þá sem minna mega sín en að hinir gætu séð um sig sjálfir. Hann undrast á nýju myndefni Sjálfstæðisflokksins þar sem endurreisn heilbrigðiskerfisins er talin upp sem ein af afrekum núverandi ríkisstjórnar. Með þessu segir Kári Sjálfstæðisflokkinn ekki vilja viðurkenna þann vanda sem sé fyrir hendi. Þar af leiðandi sé lítið gert úr skoðun þeirra 86.500 einstaklinga sem skrifuðu undir áskorun til ríkisstjórnarinnar um að setja 11 prósent af landsframleiðslu í heilbrigðiskerfið. Kári segir marga sjúklinga á Íslandi í þeirri stöðu að eiga ekki efni á að leysa út lyf í lok mánaðarins og segir marga hafa neyðst til þess að fresta lífsnauðsynlegum aðgerðum.
Kosningar 2016 Mest lesið Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Erlent Fleiri fréttir Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Sjá meira