Jafnlaunavottun: Lykillinn að frjálsum vinnumarkaði Sigrún Ingibjörg Gísladóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 14. október 2016 10:18 Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Fáir vinnuveitendur gangast við því að greiða konum vísvitandi lægri laun en körlum og enn færri konur gangast við því að semja vitandi um 10% lægri laun en karlar. Launaleynd hefur verið afnumin en enn gætir upplýsingahalla á vinnumarkaði. Konur vita oft ekki að samstarfsmenn þeirra fái 10% hærri laun vegna happdrættis í vöggugjöf. Þann 10. október s.l. kynnti Viðreisn fyrsta þingmál sitt; innleiðing skyldu til jafnlaunavottunar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn. Jafnlaunavottunin felst í því að fyrirtæki af þessari stærðargráðu munu upplýsa hver óútskýrður kynbundinn launamunur er á vinnustaðnum. Þetta verður gert samhliða skilum á ársreikningi. Með sama hætti og ársreikningi er ætlað að sýna að fyrirtæki hefur ekki brotið gegn reglum um reikningsskil yfir árið, er jafnlaunavottuninni ætlað að sýna að fyrirtæki hafi ekki brotið gegn lögum og greitt konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Ekki stendur til að stofna nýja eftirlitsstofnun eða ríkisbatterí, heldur munu fyrirtæki láta þriðja aðila framkvæma jafnlaunavottun samhliða árlegri úttekt á öðrum þáttum reksturs. Þessar upplýsingar verða síðan aðgengilegar starfsmönnum. Fyrirtæki munu ekki þurfa að greiða starfsmönnum sömu laun óháð vinnuframlagi og hæfni. Málefnalegar ástæður kunna að vera fyrir hærri launum. Hins vegar verður fyrirtækjum og opinberum stofnunum gert að upplýsa hver launamunur er á milli kynjanna að teknu tilliti til allra málefnalegra sjónarmiða. Þeim verður gert að upplýsa ef konur fá minna greitt fyrir það eitt að vera konur. Skylda til jafnlaunavottunar leiðir til þess að starfsmenn á frjálsum markaði hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að semja um rétt og sanngjörn laun. Markaður er enda ekki frjáls ef annar aðili samningssambands skortir nauðsynlegar upplýsingar til þess að rétt verð sé fundið. Nú heyrast raddir um að þetta sé of mikil afskiptasemi af vinnumarkaði. Eru þetta nákvæmlega sömu raddir og töluðu gegn fæðingarorlofinu á sínum tíma og öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo konur njóti raunverulegs frelsis og geti með sanni keppt á frjálsum markaði verða þær að njóta jafnræðis. Til þess þarf gegnsæi og upplýsingar. Við þurfum tæki fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til þess að tryggja að þau mismuni ekki á grundvelli kynferðis. Það vill enda enginn greiða konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Að minnsta kosti vill enginn að það spyrjist út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Skoðun Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar tekið hefur verið tillit til allra málefnalegra þátta sem skilja á milli starfsmanna; vinnustundir, menntun, reynsla og geta, stendur eftir að konur fá að meðaltali 10% lægri laun en karlar fyrir sama starf. Þetta er óásættanlegt og það sem meira er, þetta er ólöglegt. Fáir vinnuveitendur gangast við því að greiða konum vísvitandi lægri laun en körlum og enn færri konur gangast við því að semja vitandi um 10% lægri laun en karlar. Launaleynd hefur verið afnumin en enn gætir upplýsingahalla á vinnumarkaði. Konur vita oft ekki að samstarfsmenn þeirra fái 10% hærri laun vegna happdrættis í vöggugjöf. Þann 10. október s.l. kynnti Viðreisn fyrsta þingmál sitt; innleiðing skyldu til jafnlaunavottunar hjá öllum fyrirtækjum og stofnunum með 25 eða fleiri starfsmenn. Jafnlaunavottunin felst í því að fyrirtæki af þessari stærðargráðu munu upplýsa hver óútskýrður kynbundinn launamunur er á vinnustaðnum. Þetta verður gert samhliða skilum á ársreikningi. Með sama hætti og ársreikningi er ætlað að sýna að fyrirtæki hefur ekki brotið gegn reglum um reikningsskil yfir árið, er jafnlaunavottuninni ætlað að sýna að fyrirtæki hafi ekki brotið gegn lögum og greitt konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Ekki stendur til að stofna nýja eftirlitsstofnun eða ríkisbatterí, heldur munu fyrirtæki láta þriðja aðila framkvæma jafnlaunavottun samhliða árlegri úttekt á öðrum þáttum reksturs. Þessar upplýsingar verða síðan aðgengilegar starfsmönnum. Fyrirtæki munu ekki þurfa að greiða starfsmönnum sömu laun óháð vinnuframlagi og hæfni. Málefnalegar ástæður kunna að vera fyrir hærri launum. Hins vegar verður fyrirtækjum og opinberum stofnunum gert að upplýsa hver launamunur er á milli kynjanna að teknu tilliti til allra málefnalegra sjónarmiða. Þeim verður gert að upplýsa ef konur fá minna greitt fyrir það eitt að vera konur. Skylda til jafnlaunavottunar leiðir til þess að starfsmenn á frjálsum markaði hafi nauðsynlegar upplýsingar til þess að semja um rétt og sanngjörn laun. Markaður er enda ekki frjáls ef annar aðili samningssambands skortir nauðsynlegar upplýsingar til þess að rétt verð sé fundið. Nú heyrast raddir um að þetta sé of mikil afskiptasemi af vinnumarkaði. Eru þetta nákvæmlega sömu raddir og töluðu gegn fæðingarorlofinu á sínum tíma og öðrum aðgerðum sem hafa það að markmiði að jafna stöðu kynjanna á vinnumarkaði. Svo konur njóti raunverulegs frelsis og geti með sanni keppt á frjálsum markaði verða þær að njóta jafnræðis. Til þess þarf gegnsæi og upplýsingar. Við þurfum tæki fyrir fyrirtæki og opinberar stofnanir til þess að tryggja að þau mismuni ekki á grundvelli kynferðis. Það vill enda enginn greiða konum lægri laun fyrir það eitt að vera konur. Að minnsta kosti vill enginn að það spyrjist út.
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar