Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - ÍR 63-58 | Stjörnumenn sluppu aftur með skrekkinn Kristinn Geir Friðriksson í Garðabæ skrifar 13. október 2016 21:00 Hlynur Bæringsson í leiknum í kvöld. Vísir/Ernir Stjörnumenn eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir báðum sigrum sínum. Stjarnan vann fimm stiga sigur á ÍR í Ásgarði í kvöld, 63-58, þar sem gestirnir úr Breiðholtinu fóru illa með gott forskot sitt frá því úr fyrri hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan tók á móti ÍR í annarri umferð Domino‘s-deildar karla og þrátt fyrir að heimamenn séu það lið sem flestir spá góðu gengi í vetur tók það verulega á liðið að brjóta á bak aftur sérlega spræka ÍR-inga, sem leiddu nánast allan leikinn. Það voru aðeins 16 sekúndur eftir af leiknum og staðan jöfn, 58-58, þegar Arnþór Guðmundsson skoraði þriggja stiga körfu, sem varð á endanum sigurkarfa leiksins og lokatölur 63-58 heimamönnum í vil. ÍR hafði undirtökin frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir hörð áhlaup Stjörnunnar stóðst liðið prófið allt þar til um fjórar mínútur lifðu leiks. Stjörnumenn sigu framúr á endasprettinum og náðu að setja mikilvægar körfur niður á réttum tíma á meðan ÍR missti tökin á eigin leik, sem hafði gengið glimrandi vel lunga leiks. Munurinn á liðunum var ekki mikill en athygli vakti góður varnarleikur ÍR og gott skipulag lengst af leik. Marvin Valdimarsson og Arnþór áttu flottan seinni hálfleik fyrir heimamenn, með alls 22 stig saman og lykilkörfur þar á meðal. Hjá ÍR voru Matthías Orri Sigurðsson og Hjalti Friðriksson bestu menn en liðið þurfti ögn meiri sóknarþunga undir lokin en engin steig fram fyrir skjöldu og því flosnaði aðeins uppúr leik liðsins á ögurstundu.Hrafn: Vil ekki vera þessi þjálfari sem urðar yfir leikmenn „Það er nokkuð erfitt að lýsa því sem fram fór í þessum leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn, en hann var að vonum ánægður með sigurinn en ekki jafn sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir hann. „Við skutum 40 þristum og hittum hverfandi fáum af þeim. Það er til marks um það að við leyfðum þessum skiptingum á skrínum hjá þeim sem einhvern veginn ýtti okkur útúr leiknum og við vorum að skjóta fyrir utan alltof passívir og asnalega einbeittir og þá vissum við að þetta yrði mjög erfitt allt saman,“ sagði Hrafn um hvernig sóknarleikur síns liðs beið afhroðs lunga leiks.“ Fjöldamargir tapaðir boltar Stjörnunnar í fyrri hálfleik gaf vísbendingu um hvernig ástatt var fyrir andlega hlið liðsins og Hrafn sagði um þennan þátt. „Ég vil ekki vera þessi þjálfari sem urðar yfir leikmenn þegar liðið vinnur. Ég tek útúr þessum leik að við unnum en ef við ætlum að taka öll okkar tvö stig með þessum hætti þá endumst við ekki út tímabilið og verðum dauðir um áramótin. Einnig vil ég minnast á þátt Eysteins Ævarssonar, orkan sem hann kom með inní seinni hálfleik var drjúg; hann var með puttana í mörgum boltum, var fyrstur í alla bolta ásamt því að skila sér inní öll fráköst; ég vil hafa fimm svona menn inná öllum stundum,“ sagði Hrafn sáttur með sigurinn.Arnþór: Margir geta komið inná og skorað Arnþór Guðmundsson var að vonum keikur eftir sigur sinna manna í Stjörnunni og hafði þetta að segja um leikinn. „Mjög mikilvægt að klára þennan leik og fara inní næsta með erfiðan sigur á bakinu. Við kýldum okkur í gang í þriðja og þeim fór að líða verr í sínum sóknarleik. Við fengum sjálfstraust við þetta og þótt við hittum ekki vel þá vorum við að fá fullt af opnum skotum,“ sagði Arnþór „Njarðvík er næst fyrir okkur og við þurfum að mæta klárir. Við erum hinsvegar með marga góða leikmenn, oftast fimm til sex leikmenn með yfir tíu stig. Við erum samstilltir og margir geta komið inná og skorað,“ sagði sigurreif þriggja stiga skytta leiksins, Arnþór Guðmundsson.Borche: Formið er klárlega ekki á þeim stað sem ég hefði viljað „Ég held að við höfum misst sjálfstraustið undir lokin og vorum ekki nægilega djúpir á bekknum til þess að klára þetta,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR um ástæðuna að liðið hans hélt ekki sama dampi undir lok leiks og það gerði fyrstu þrjá leikhlutana. „Síðasti fjórðungur gekk ekki eins og við lögðum drögin að honum. Við fengum ekki sömu opnanir og því áttum við í erfiðleikum með að finna opin skot og þegar við fundum þau, hittum við ekki. Á varnarendanum misstum svo einbeitinguna og undir lokin var þetta bara eitt skot sem þurfti en okkar tilraunir voru ekki góðar þegar á reyndi. Það vantaði sóknarflæðið,“ sagði Borce og hélt áfram að segja um muninn á ÍR í ár og fyrra. „Við erum með dýpri bekk og erum að vinna mikið. Við einbeitum okkur að varnarleiknum, eins og sást í kvöld og það verður ekki auðvelt fyrir neitt lið að mæta okkur i vetur. Við áttum ekki gott undirbúningstímabil og við þurfum að finna okkar form, sem er klárlega ekki á þeim stað sem ég hefði viljað“ sagði Borce, svekktur en jákvæður á framhaldið.Tweets by @VisirKarfa2 Vísir/ErnirVísir/Ernir Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Stjörnumenn eru með fullt hús eftir tvær fyrstu umferðirnar í Domino´s deild karla í körfubolta en þeir hafa þurft að hafa mikið fyrir báðum sigrum sínum. Stjarnan vann fimm stiga sigur á ÍR í Ásgarði í kvöld, 63-58, þar sem gestirnir úr Breiðholtinu fóru illa með gott forskot sitt frá því úr fyrri hálfleiknum.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á leiknum í kvöld og náði þessum skemmtilegu myndum hér fyrir ofan. Stjarnan tók á móti ÍR í annarri umferð Domino‘s-deildar karla og þrátt fyrir að heimamenn séu það lið sem flestir spá góðu gengi í vetur tók það verulega á liðið að brjóta á bak aftur sérlega spræka ÍR-inga, sem leiddu nánast allan leikinn. Það voru aðeins 16 sekúndur eftir af leiknum og staðan jöfn, 58-58, þegar Arnþór Guðmundsson skoraði þriggja stiga körfu, sem varð á endanum sigurkarfa leiksins og lokatölur 63-58 heimamönnum í vil. ÍR hafði undirtökin frá fyrstu mínútu og þrátt fyrir hörð áhlaup Stjörnunnar stóðst liðið prófið allt þar til um fjórar mínútur lifðu leiks. Stjörnumenn sigu framúr á endasprettinum og náðu að setja mikilvægar körfur niður á réttum tíma á meðan ÍR missti tökin á eigin leik, sem hafði gengið glimrandi vel lunga leiks. Munurinn á liðunum var ekki mikill en athygli vakti góður varnarleikur ÍR og gott skipulag lengst af leik. Marvin Valdimarsson og Arnþór áttu flottan seinni hálfleik fyrir heimamenn, með alls 22 stig saman og lykilkörfur þar á meðal. Hjá ÍR voru Matthías Orri Sigurðsson og Hjalti Friðriksson bestu menn en liðið þurfti ögn meiri sóknarþunga undir lokin en engin steig fram fyrir skjöldu og því flosnaði aðeins uppúr leik liðsins á ögurstundu.Hrafn: Vil ekki vera þessi þjálfari sem urðar yfir leikmenn „Það er nokkuð erfitt að lýsa því sem fram fór í þessum leik,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn, en hann var að vonum ánægður með sigurinn en ekki jafn sáttur við leik sinna manna þrátt fyrir hann. „Við skutum 40 þristum og hittum hverfandi fáum af þeim. Það er til marks um það að við leyfðum þessum skiptingum á skrínum hjá þeim sem einhvern veginn ýtti okkur útúr leiknum og við vorum að skjóta fyrir utan alltof passívir og asnalega einbeittir og þá vissum við að þetta yrði mjög erfitt allt saman,“ sagði Hrafn um hvernig sóknarleikur síns liðs beið afhroðs lunga leiks.“ Fjöldamargir tapaðir boltar Stjörnunnar í fyrri hálfleik gaf vísbendingu um hvernig ástatt var fyrir andlega hlið liðsins og Hrafn sagði um þennan þátt. „Ég vil ekki vera þessi þjálfari sem urðar yfir leikmenn þegar liðið vinnur. Ég tek útúr þessum leik að við unnum en ef við ætlum að taka öll okkar tvö stig með þessum hætti þá endumst við ekki út tímabilið og verðum dauðir um áramótin. Einnig vil ég minnast á þátt Eysteins Ævarssonar, orkan sem hann kom með inní seinni hálfleik var drjúg; hann var með puttana í mörgum boltum, var fyrstur í alla bolta ásamt því að skila sér inní öll fráköst; ég vil hafa fimm svona menn inná öllum stundum,“ sagði Hrafn sáttur með sigurinn.Arnþór: Margir geta komið inná og skorað Arnþór Guðmundsson var að vonum keikur eftir sigur sinna manna í Stjörnunni og hafði þetta að segja um leikinn. „Mjög mikilvægt að klára þennan leik og fara inní næsta með erfiðan sigur á bakinu. Við kýldum okkur í gang í þriðja og þeim fór að líða verr í sínum sóknarleik. Við fengum sjálfstraust við þetta og þótt við hittum ekki vel þá vorum við að fá fullt af opnum skotum,“ sagði Arnþór „Njarðvík er næst fyrir okkur og við þurfum að mæta klárir. Við erum hinsvegar með marga góða leikmenn, oftast fimm til sex leikmenn með yfir tíu stig. Við erum samstilltir og margir geta komið inná og skorað,“ sagði sigurreif þriggja stiga skytta leiksins, Arnþór Guðmundsson.Borche: Formið er klárlega ekki á þeim stað sem ég hefði viljað „Ég held að við höfum misst sjálfstraustið undir lokin og vorum ekki nægilega djúpir á bekknum til þess að klára þetta,“ sagði Borche Ilievski, þjálfari ÍR um ástæðuna að liðið hans hélt ekki sama dampi undir lok leiks og það gerði fyrstu þrjá leikhlutana. „Síðasti fjórðungur gekk ekki eins og við lögðum drögin að honum. Við fengum ekki sömu opnanir og því áttum við í erfiðleikum með að finna opin skot og þegar við fundum þau, hittum við ekki. Á varnarendanum misstum svo einbeitinguna og undir lokin var þetta bara eitt skot sem þurfti en okkar tilraunir voru ekki góðar þegar á reyndi. Það vantaði sóknarflæðið,“ sagði Borce og hélt áfram að segja um muninn á ÍR í ár og fyrra. „Við erum með dýpri bekk og erum að vinna mikið. Við einbeitum okkur að varnarleiknum, eins og sást í kvöld og það verður ekki auðvelt fyrir neitt lið að mæta okkur i vetur. Við áttum ekki gott undirbúningstímabil og við þurfum að finna okkar form, sem er klárlega ekki á þeim stað sem ég hefði viljað“ sagði Borce, svekktur en jákvæður á framhaldið.Tweets by @VisirKarfa2 Vísir/ErnirVísir/Ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir í úrslit vestursins Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð „Menn vissu bara upp á sig sökina“ „Þegar þeir eru orðnir þreyttir hinum megin þá erum við með eitt stykki Basile“ Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 110-97 | Stólarnir svöruðu og leiða nú úrslitaeinvígið Lovísa samskiptastjóri, „mini-mes“ og ástæðan fyrir engum leikhléum Vonast til að Giannis standist freistinguna og klári ferilinn hjá Milwaukee Stólarnir klárir og vita hvað fór úrskeiðis í leik tvö: „Við misstum hausinn“ „Einhvers staðar er skemmt epli ef niðurstaða þingsins var svona afdráttarlaus“ Aftur í Síkið: „Held að menn séu búnir að grafa þetta“ Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn