Sport

Aldo er til í að tapa viljandi

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Aldo rétt áður en hann tapaði fyrir Conor.
Aldo rétt áður en hann tapaði fyrir Conor. vísir/getty
Jose Aldo er svo mikið í mun um að losna undan samningi að hann mun ekki víla fyrir sér að tapa viljandi til þess að losna frá sambandinu.

Aldo var mjög sár er UFC gekk fram hjá honum og leyfði Conor McGregor að reyna við léttvigtartitilinn í New York í stað þess að verja fjaðurvigtartitilinn gegn sér.

Hann fór þá fram á að losna undan samning. Sagðist vera hættur að stunda MMA og ætlaði að reyna fyrir sér í nýrri íþrótt.

Dana White, forseti UFC, á fund með Aldo í næstu viku þar sem hann vonast til að bera klæði á vopnin. Það er þó enginn sáttahugur í Aldo.

„Það væri frábært ef ég losna undan samningi en ef ekki hvað get ég þá gert?  Ef ég hætti þá geta þeir ekki þvingað mig til þess að berjast. Ég vil ekki berjast við þá fyrir dómstólum,“ sagði Aldo harður.

„Ef þeir neyða mig aftur inn í búrið þá mun ég bara gefast upp um leið og bardaginn hefst. Ég vil fara að snúa mér að öðrum hlutum í mínu lífi.“

MMA

Tengdar fréttir

Aldo segist vera hættur í MMA

Brasilíumaðurinn segir að Conor McGregor stýri UFC og hann hefur engan áhuga á því að vera starfsmaður Írans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×