Brjóstagjöf ekki brot á þingsköpum: „Ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 12. október 2016 15:34 Einar K. Guðfinsson, forseti Alþingis, lítur ekki svo á að brjóstagjöf Unnar Brár í ræðustól Alþingis hafi verið brot á þingsköpum. Vísir/Gva Unnur Brá Konráðsdóttir vakti athygli fyrr í dag þegar hún gaf dóttur sinni brjóst í ræðustól Alþingis, en Unnur Brá eignaðist dóttur þann 1. september síðastliðinn. Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um Internetið og vakið lukku víða. Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að brjóstagjöf Unnar Brár sé ekki brot á þingsköpum þrátt fyrir strangar reglur um hverjir megi hafa viðveru í þingsal á meðan þingfundi stendur. „Nei ég lít nú ekki þannig á, alls ekki. Það er engin sérstök heimild fyrir því, það er ekki kveðið á um þetta neitt í þingsköpum en þetta er fráleitt neitt brot á þingsköpum og forseti telur þetta hafa verið mjög eðlilegan hlut,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjá einnig:Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Reglur um viðveru í þingsal eru strangar, og er yfirleitt mega engir aðrir en þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þingsins vera í salnum. Aðspurður segist Einar þó gera greinarmun á þessu atviki og ef aðrir fullorðnir einstaklingar væru í salnum. „Já já, auðvitað. Hér er verið að ræða um móður og barn, kornabarn, sem þurfti fullrar athygli við og umönnunar í þessum aðstæðum. Þó að við þurfum að vera ströng á formsatriðum þá er ég nú ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta.“Ræðu Unnar Brár þar sem dóttirin er með í för má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Alþingi Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir vakti athygli fyrr í dag þegar hún gaf dóttur sinni brjóst í ræðustól Alþingis, en Unnur Brá eignaðist dóttur þann 1. september síðastliðinn. Atvikið hefur farið eins og eldur í sinu um Internetið og vakið lukku víða. Unnur Brá með barnið sitt á brjósti í pontu á Alþingi er það fallegasta sem þú munt sjá í dag. pic.twitter.com/ZxIZRzskCD— Ingileif Fridriks (@ingileiff) October 12, 2016 Einar K Guðfinnsson, forseti Alþingis, segir að brjóstagjöf Unnar Brár sé ekki brot á þingsköpum þrátt fyrir strangar reglur um hverjir megi hafa viðveru í þingsal á meðan þingfundi stendur. „Nei ég lít nú ekki þannig á, alls ekki. Það er engin sérstök heimild fyrir því, það er ekki kveðið á um þetta neitt í þingsköpum en þetta er fráleitt neitt brot á þingsköpum og forseti telur þetta hafa verið mjög eðlilegan hlut,“ segir Einar í samtali við Vísi. Sjá einnig:Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Reglur um viðveru í þingsal eru strangar, og er yfirleitt mega engir aðrir en þingmenn, ráðherrar og starfsmenn þingsins vera í salnum. Aðspurður segist Einar þó gera greinarmun á þessu atviki og ef aðrir fullorðnir einstaklingar væru í salnum. „Já já, auðvitað. Hér er verið að ræða um móður og barn, kornabarn, sem þurfti fullrar athygli við og umönnunar í þessum aðstæðum. Þó að við þurfum að vera ströng á formsatriðum þá er ég nú ekki sá tréhestur að ég fari að gera athugasemd við þetta.“Ræðu Unnar Brár þar sem dóttirin er með í för má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.
Alþingi Tengdar fréttir Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50 Mest lesið Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Fleiri fréttir Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Sjá meira
Með barn á brjósti í ræðustól Alþingis Unnur Brá Konráðsdóttir, þingkona Sjálfstæðisflokksins, var með nýfætt barn á brjósti í ræðustól Alþingis í dag 12. október 2016 13:50