Stelpurnar skutust áfram í úrslitin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 12. október 2016 18:45 Íslenska stúlknaliðið. vísir/ernir Tvö íslensk lið keppa til úrslita á EM í hópfimleikum á föstudaginn.Fyrr í dag tryggði blandað lið Íslands í unglingaflokki sér örugglega sæti í úrslitum og nú í kvöld lék stúlknaliðið sama leik. Ísland endaði í 2. sæti af níu liðum og var aðeins 0,50 stigum á eftir Dönum sem urðu hlutskarpastir. Svíar urðu í 3. sæti en þessi þrjú lið skáru sig svolítið úr. Finnar, Norðmenn og Bretar komust einnig áfram í úrslitin sem fara sem áður sagði fram á föstudaginn. Íslensku stelpurnar hófu leik á trampólíni og fengu 17,300 stig fyrir þær æfingar. Ísland var í 2. sæti eftir 1. umferðina en skaust upp í það fyrsta eftir gólfæfingarnar sem skiluðu stelpunum 20,050 stigum. Stökk á dýnu voru síðust á dagskrá hjá íslenska liðinu. Ísland fékk 15,000 stig fyrir þær æfingar og datt fyrir vikið niður í 2. sætið. Það skiptir þó ekki öllu. Stóra prófið er á föstudaginn og þar ætla íslensku stelpurnar sér að komast á pall. Á morgun er svo komið að fullorðinsliðunum. Klukkan 14:00 hefst keppni í blönduðum flokki og klukkan 16:15 í kvennaflokki.Bein lýsing: EM í hópfimleikum: 18:30 Ísland fékk 15,000 stig fyrir æfingar á dýnu. Stelpurnar enda því í 2. sæti með 52,350 stig, 0,50 stigum á eftir Dönum. Svíar tóku svo 3. sætið. 18:03 Íslensku stelpurnar fá 20,050 stig fyrir gólfæfingarnar. Ísland hefur því tekið forystuna, er með 37,350 stig, 0,65 stigum á undan Dönum. Ísland verður því með tvö lið í úrslitum á föstudaginn. 17:55 Víkingaklapp! 17:47 Íslensku stelpurnar voru að enda við að klára gólfæfingar. Flest í toppstandi þar. Það verður gaman að sjá hversu háa einkunn þær fá. Hún hlýtur að vera yfir 20,000. 17:23 Ísland fær 17,300 stig fyrir trampólínið og skýst þar með upp í 2. sætið. Danir eru efstir en þeir fengu 21,000 stig fyrir æfingar á gólfi. 17:15 Ísland lýkur fyrri umferðinni með trampólínæfingum. Stelpurnar afgreiddu þetta ljómandi vel. Nú bara spurning hvað dómurunum fannst um þetta. 16:14 Nú tökum við smá hlé áður en keppni í stúlknaflokki hefst. 16:12 Allar einkunnir komnar í hús. Ísland endar í 3. sæti með 53,416 stig. Danir urðu efstir með 56,516 stig og Norðmenn í 2. sæti með 56,050 stig. Svíar, Ítalir og Bretar komust einnig áfram. 16:08 Ísland fékk 20,176 í einkunn fyrir gólfæfingarnar sem fleytir liðinu örugglega í úrslit. Lokastaðan liggur ekki fyrir alveg strax en Ísland verður aftur á meðal keppenda á föstudaginn. Það er hægt að slá því föstu. 15:45 Íslensku krakkarnir voru að klára æfingar á gólfi. Við erum væntanlega að tala 20,000 plús í einkunn fyrir þær. Ísland er sem stendur í 4. sæti en sex efstu liðin fara áfram í úrslit. 15:15 Íslensku krakkarnir fengu 17,000 fyrir æfingar sínar á trampólíni. Ísland er því komið með 33,566 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar. Nú eru gólfæfingarnar bara eftir. 15:12 Æfingar á trampólíni eru að baki og gengu virkilega vel. Lendingarnar virtust betri en áðan. Nú er bara að bíða eftir einkunninni. 14:53 Fjögur lið eru búin að fá einkunn. Ísland er í 2. sæti á eftir Noregi sem fékk 18,100 stig fyrir æfingar sínar á trampólíni. 14:45 Ísland fékk 16,200 í einkunn fyrir stökkin. Það telst viðunandi. 14:38 Íslenska liðið hefur lokið sér af. Næst er það trampólínið. 14:35 Íslenska liðið byrjar á stökki. 14:30Þýska liðið byrjar á gólfæfingum. 14:20Blandaða unglingaliðið ríður á vaðið. Alls eru níu lið sem taka þátt. Auk Íslands eru það Þýskaland, Noregur, Holland, Ítalía, Slóvenía, Bretland, Svíþjóð og Danmörk. Íslenska liðið er númer tvö í röðinni.14:18 Ísland sendir fjögur lið til leiks. Blandaða liðið í unglingaflokki og stúlknaliðið keppa í dag.14:15 Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá EM í hópfimleikum sem fer fram í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu. Fimleikar Tengdar fréttir Blandaða liðið örugglega í úrslit Blandað lið Íslands í unglingaflokki komst nú rétt í þessu áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Maribor í Slóveníu. 12. október 2016 16:26 Fáránlega vel gert Blandað lið Íslands í unglingaflokki fór örugglega áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem hófst í Maribor í Slóveníu í dag. 12. október 2016 16:56 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Tvö íslensk lið keppa til úrslita á EM í hópfimleikum á föstudaginn.Fyrr í dag tryggði blandað lið Íslands í unglingaflokki sér örugglega sæti í úrslitum og nú í kvöld lék stúlknaliðið sama leik. Ísland endaði í 2. sæti af níu liðum og var aðeins 0,50 stigum á eftir Dönum sem urðu hlutskarpastir. Svíar urðu í 3. sæti en þessi þrjú lið skáru sig svolítið úr. Finnar, Norðmenn og Bretar komust einnig áfram í úrslitin sem fara sem áður sagði fram á föstudaginn. Íslensku stelpurnar hófu leik á trampólíni og fengu 17,300 stig fyrir þær æfingar. Ísland var í 2. sæti eftir 1. umferðina en skaust upp í það fyrsta eftir gólfæfingarnar sem skiluðu stelpunum 20,050 stigum. Stökk á dýnu voru síðust á dagskrá hjá íslenska liðinu. Ísland fékk 15,000 stig fyrir þær æfingar og datt fyrir vikið niður í 2. sætið. Það skiptir þó ekki öllu. Stóra prófið er á föstudaginn og þar ætla íslensku stelpurnar sér að komast á pall. Á morgun er svo komið að fullorðinsliðunum. Klukkan 14:00 hefst keppni í blönduðum flokki og klukkan 16:15 í kvennaflokki.Bein lýsing: EM í hópfimleikum: 18:30 Ísland fékk 15,000 stig fyrir æfingar á dýnu. Stelpurnar enda því í 2. sæti með 52,350 stig, 0,50 stigum á eftir Dönum. Svíar tóku svo 3. sætið. 18:03 Íslensku stelpurnar fá 20,050 stig fyrir gólfæfingarnar. Ísland hefur því tekið forystuna, er með 37,350 stig, 0,65 stigum á undan Dönum. Ísland verður því með tvö lið í úrslitum á föstudaginn. 17:55 Víkingaklapp! 17:47 Íslensku stelpurnar voru að enda við að klára gólfæfingar. Flest í toppstandi þar. Það verður gaman að sjá hversu háa einkunn þær fá. Hún hlýtur að vera yfir 20,000. 17:23 Ísland fær 17,300 stig fyrir trampólínið og skýst þar með upp í 2. sætið. Danir eru efstir en þeir fengu 21,000 stig fyrir æfingar á gólfi. 17:15 Ísland lýkur fyrri umferðinni með trampólínæfingum. Stelpurnar afgreiddu þetta ljómandi vel. Nú bara spurning hvað dómurunum fannst um þetta. 16:14 Nú tökum við smá hlé áður en keppni í stúlknaflokki hefst. 16:12 Allar einkunnir komnar í hús. Ísland endar í 3. sæti með 53,416 stig. Danir urðu efstir með 56,516 stig og Norðmenn í 2. sæti með 56,050 stig. Svíar, Ítalir og Bretar komust einnig áfram. 16:08 Ísland fékk 20,176 í einkunn fyrir gólfæfingarnar sem fleytir liðinu örugglega í úrslit. Lokastaðan liggur ekki fyrir alveg strax en Ísland verður aftur á meðal keppenda á föstudaginn. Það er hægt að slá því föstu. 15:45 Íslensku krakkarnir voru að klára æfingar á gólfi. Við erum væntanlega að tala 20,000 plús í einkunn fyrir þær. Ísland er sem stendur í 4. sæti en sex efstu liðin fara áfram í úrslit. 15:15 Íslensku krakkarnir fengu 17,000 fyrir æfingar sínar á trampólíni. Ísland er því komið með 33,566 stig eftir fyrstu tvær æfingarnar. Nú eru gólfæfingarnar bara eftir. 15:12 Æfingar á trampólíni eru að baki og gengu virkilega vel. Lendingarnar virtust betri en áðan. Nú er bara að bíða eftir einkunninni. 14:53 Fjögur lið eru búin að fá einkunn. Ísland er í 2. sæti á eftir Noregi sem fékk 18,100 stig fyrir æfingar sínar á trampólíni. 14:45 Ísland fékk 16,200 í einkunn fyrir stökkin. Það telst viðunandi. 14:38 Íslenska liðið hefur lokið sér af. Næst er það trampólínið. 14:35 Íslenska liðið byrjar á stökki. 14:30Þýska liðið byrjar á gólfæfingum. 14:20Blandaða unglingaliðið ríður á vaðið. Alls eru níu lið sem taka þátt. Auk Íslands eru það Þýskaland, Noregur, Holland, Ítalía, Slóvenía, Bretland, Svíþjóð og Danmörk. Íslenska liðið er númer tvö í röðinni.14:18 Ísland sendir fjögur lið til leiks. Blandaða liðið í unglingaflokki og stúlknaliðið keppa í dag.14:15 Góðan daginn og velkomin í beina lýsingu frá EM í hópfimleikum sem fer fram í Lukna höllinni í Maribor í Slóveníu.
Fimleikar Tengdar fréttir Blandaða liðið örugglega í úrslit Blandað lið Íslands í unglingaflokki komst nú rétt í þessu áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Maribor í Slóveníu. 12. október 2016 16:26 Fáránlega vel gert Blandað lið Íslands í unglingaflokki fór örugglega áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem hófst í Maribor í Slóveníu í dag. 12. október 2016 16:56 Mest lesið „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Sport Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Hermann tekinn við Val Íslenski boltinn Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fótbolti Fleiri fréttir Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Engin klipping á næstunni: Miður sín en með augun á 8. desember Skoraði fyrsta markið sama dag og hann flutti í þriðja sinn á þremur mánuðum Sjá meira
Blandaða liðið örugglega í úrslit Blandað lið Íslands í unglingaflokki komst nú rétt í þessu áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem fer fram í Maribor í Slóveníu. 12. október 2016 16:26
Fáránlega vel gert Blandað lið Íslands í unglingaflokki fór örugglega áfram í úrslit á EM í hópfimleikum sem hófst í Maribor í Slóveníu í dag. 12. október 2016 16:56