Kumlið í Ásum telst ríkulegt Svavar Hávarðsson skrifar 12. október 2016 06:45 Mjaðmabein fornmannsins marandi í hálfu kafi sem sýnir að lítið er í raun eftir af kumlinu. mynd/uggi ævarsson Sérfræðingar Fornleifastofnunar Íslands vinna með þá kenningu að einn þeirra gripa sem fannst í landi Ytri-Ása í Skaftártungu sé örvaroddur. Sé sú raunin er fornleifafundurinn enn sérstakari en áður var talið þar sem örvaroddar hafa tiltölulega sjaldan fundist í kumlum á Íslandi. Eins og komið hefur fram fundu gæsaskyttur upphaflega heillegt sverð á bökkum Eldvatns sem mun vera frá 10. öld, en um mánuði síðar fann annar hópur gæsaveiðimanna mannabein og nokkra smáhluti aðeins í nokkurra tuga metra fjarlægð frá fundarstað sverðsins. Staðfest hefur verið að tveir þessara muna eru spjótsoddur og hnífur, en sá þriðji er hugsanlega örvaroddur sem verður sannað, eða afsannað, með frekari rannsóknum á næstu dögum. Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun, hefur, ásamt kollega sínum, Mjöll Snæsdóttur, annast greiningu á gripunum sem fundust fyrir Minjastofnun. „Gripurinn er mjög illa farinn, og líkt og með spjótsoddinn hefur hann verið afmyndaður eins og tíðkaðist með gripi sem voru lagðir með þeim sem féllu frá á þessum tíma – ekki síst vopn. Þetta gæti verið örvaroddur en kannski eitthvað allt annað,“ segir Guðrún Alda. Sé um örvarodd að ræða er ljóst að kumlið er ríkulegt á íslenskan mælikvarða. Telja má líklegt að aðeins hluti gripanna sem upphaflega voru lagðir þar hafi fundist enda kumlið illa farið. Hnífurinn sem fannst er stór og mikill, segir Guðrún Alda og gæti verið vopn frekar en vinnutæki. Spjótsoddurinn er jafnframt sérstakur, en aðeins hafa fundist um 80 spjót hér á landi frá söguöld til þessa. Örvaroddarnir eru enn færri eða 15 eftir því sem næst verður komist, og þar af voru sex í sama kumlinu. Hafa ber í huga að bogi og örvar voru fyrst og síðast veiðitæki og ekki mikil þörf fyrir slík veiðitæki hérlendis. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, segir að varðandi fornleifafundinn megi segja að unnið sé með tvær sviðsmyndir. Annars vegar að sverðið sé úr sama kumli og beinin, ásamt þeim gripum sem fundust þar, og hins vegar að um tvö kuml sé að ræða. Erfitt sé hins vegar að kveða upp úr með það vegna þess hversu illa vatnagangurinn í Eldvatninu hefur leikið svæðið allt. „Það eina sem hægt er að gera er að rannsaka svæðið og athuga hvort kumlin séu jafnvel fleiri, en reynslan sýnir að þar sem kuml finnst eru þau oft fleiri sem þar leynast í næsta nágrenni,“ segir Uggi, en þekkt er að um þriðjungur þeirra kumla sem hér hafa fundist eru í svokölluðum kumlateigum þar sem eru fleiri en eitt kuml á sama stað. „Það má líka segja að það megi undrum sæta hversu fá kuml hafa fundist hérlendis,“ segir Uggi en oftast er ástæða þess að kuml finnst að á staðnum hafi jörð blásið upp eða landbrot sé af öðrum ástæðum, en eins vegna framkvæmda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Líkamsleifar í að minnsta kosti tveimur af hverjum fimm íslenskum kumlum sem rannsökuð voru reyndust af fólki sem fæddist ekki á Íslandi. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að landnám hafi tekið langan tíma segir fornleifafræðingur. 6. desember 2013 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Sérfræðingar Fornleifastofnunar Íslands vinna með þá kenningu að einn þeirra gripa sem fannst í landi Ytri-Ása í Skaftártungu sé örvaroddur. Sé sú raunin er fornleifafundurinn enn sérstakari en áður var talið þar sem örvaroddar hafa tiltölulega sjaldan fundist í kumlum á Íslandi. Eins og komið hefur fram fundu gæsaskyttur upphaflega heillegt sverð á bökkum Eldvatns sem mun vera frá 10. öld, en um mánuði síðar fann annar hópur gæsaveiðimanna mannabein og nokkra smáhluti aðeins í nokkurra tuga metra fjarlægð frá fundarstað sverðsins. Staðfest hefur verið að tveir þessara muna eru spjótsoddur og hnífur, en sá þriðji er hugsanlega örvaroddur sem verður sannað, eða afsannað, með frekari rannsóknum á næstu dögum. Guðrún Alda Gísladóttir, fornleifafræðingur hjá Fornleifastofnun, hefur, ásamt kollega sínum, Mjöll Snæsdóttur, annast greiningu á gripunum sem fundust fyrir Minjastofnun. „Gripurinn er mjög illa farinn, og líkt og með spjótsoddinn hefur hann verið afmyndaður eins og tíðkaðist með gripi sem voru lagðir með þeim sem féllu frá á þessum tíma – ekki síst vopn. Þetta gæti verið örvaroddur en kannski eitthvað allt annað,“ segir Guðrún Alda. Sé um örvarodd að ræða er ljóst að kumlið er ríkulegt á íslenskan mælikvarða. Telja má líklegt að aðeins hluti gripanna sem upphaflega voru lagðir þar hafi fundist enda kumlið illa farið. Hnífurinn sem fannst er stór og mikill, segir Guðrún Alda og gæti verið vopn frekar en vinnutæki. Spjótsoddurinn er jafnframt sérstakur, en aðeins hafa fundist um 80 spjót hér á landi frá söguöld til þessa. Örvaroddarnir eru enn færri eða 15 eftir því sem næst verður komist, og þar af voru sex í sama kumlinu. Hafa ber í huga að bogi og örvar voru fyrst og síðast veiðitæki og ekki mikil þörf fyrir slík veiðitæki hérlendis. Uggi Ævarsson, minjavörður Suðurlands, segir að varðandi fornleifafundinn megi segja að unnið sé með tvær sviðsmyndir. Annars vegar að sverðið sé úr sama kumli og beinin, ásamt þeim gripum sem fundust þar, og hins vegar að um tvö kuml sé að ræða. Erfitt sé hins vegar að kveða upp úr með það vegna þess hversu illa vatnagangurinn í Eldvatninu hefur leikið svæðið allt. „Það eina sem hægt er að gera er að rannsaka svæðið og athuga hvort kumlin séu jafnvel fleiri, en reynslan sýnir að þar sem kuml finnst eru þau oft fleiri sem þar leynast í næsta nágrenni,“ segir Uggi, en þekkt er að um þriðjungur þeirra kumla sem hér hafa fundist eru í svokölluðum kumlateigum þar sem eru fleiri en eitt kuml á sama stað. „Það má líka segja að það megi undrum sæta hversu fá kuml hafa fundist hérlendis,“ segir Uggi en oftast er ástæða þess að kuml finnst að á staðnum hafi jörð blásið upp eða landbrot sé af öðrum ástæðum, en eins vegna framkvæmda. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Fornminjar Tengdar fréttir Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00 Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Líkamsleifar í að minnsta kosti tveimur af hverjum fimm íslenskum kumlum sem rannsökuð voru reyndust af fólki sem fæddist ekki á Íslandi. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að landnám hafi tekið langan tíma segir fornleifafræðingur. 6. desember 2013 07:00 Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07 Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Sjá meira
Fleytti jafnvel kerlingar í Skaftárhlaupi í fyrra Þeim möguleika er nú velt upp að sverðið, sem fannst í Skaftárhreppi á dögunum, hafi aðeins legið þar í stutta stund. Hlaup í ánni gæti hafa numið það með sér og fært til. 10. september 2016 07:00
Fjölmörg erlend bein í íslenskum kumlum Líkamsleifar í að minnsta kosti tveimur af hverjum fimm íslenskum kumlum sem rannsökuð voru reyndust af fólki sem fæddist ekki á Íslandi. Niðurstöður rannsóknar benda til þess að landnám hafi tekið langan tíma segir fornleifafræðingur. 6. desember 2013 07:00
Himinlifandi að kumlið sé fundið Hluti úr mjaðmagrind, vinstri leggur og járnmunir fundust steinsnar frá þeim stað sem sverðið fannst á fyrir tæpum mánuði. 3. október 2016 10:07