Sjö flokkar næðu mönnum inn á þing Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2016 06:00 Frambjóðendur til alþingiskosninga eru 1.534 talsins. Vísir/Stefán Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 prósent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 prósent, Björt framtíð fengi 8,2 prósent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum samanlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 prósent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Sjö þingflokkar yrðu á Alþingi ef úrslit alþingiskosninga verða í takti við niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis sem gerð var í gær og fyrrakvöld. Stærstir yrðu Sjálfstæðisflokkurinn og Píratar. Þriðji stærsti flokkurinn yrði VG og svo yrðu Björt framtíð, Framsóknarflokkurinn, Samfylkingin og Viðreisn álíka stór. Samkvæmt niðurstöðunum fengju Píratar 22,8 prósent fylgi, Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,7 prósent fylgi. VG fengi 15,1 prósent og bætir við sig frá síðustu viku þegar fylgið mældist 12,6 prósent. Framsóknarflokkurinn fengi 8,5 prósent, Viðreisn fengi 8,4 prósent, Björt framtíð fengi 8,2 prósent. Samfylkingin fær hins vegar minnsta fylgið eða 7,3 prósent. Munurinn milli Framsóknarflokksins, Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Sjö prósent þeirra sem afstöðu tóku í könnuninni ætla að kjósa eitthvað annað en fyrrgreinda sjö flokka. Á Stöð 2 í gær var birt fylgi flokkanna samkvæmt niðurstöðum samanlagðra kannana sem gerðar hafa verið á tímabilinu 26. september til 10. október. Þar er Sjálfstæðisflokkurinn með 28,2 prósent fylgi, Píratar með 20,6 prósent fylgi, VG með 13,9 prósent fylgi, Framsóknarflokkurinn með 11 prósent fylgi, Samfylkingin með 7,5 prósent fylgi, Björt framtíð með 5,6 prósent fylgi og Viðreisn með 7,3 prósent fylgi. Könnun Fréttablaðsins var gerð þannig að hringt var í 1.269 manns dagana 10. og 11. október þar til náðist í 801 samkvæmt lagskiptu slembiúrtaki. Svarhlutfallið var því 63,1 prósent. Alls tóku 67,2 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar, 13,2 prósent sögðust óákveðin í því hvað þau ætluðu að kjósa, tæp 6,5 prósent sögðust ekki ætla að kjósa eða ætla að skila auðu en tæpt 13,1 prósent neitaði að gefa upp afstöðu sína. Mun fleiri tóku afstöðu til flokkanna í könnuninni sem gerð var í byrjun þessarar viku heldur en í könnuninni sem gerð var dagana 3. til 4. október, þegar 58,6 prósent tóku afstöðu. Þetta gæti bent til þess að svarendur séu farnir að huga meira að kosningunum en áður.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Tengdar fréttir Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00 Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Tveggja flokka stjórn væri ekki möguleg Sjö flokkar næðu kjörnum mönnum á Alþingi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Ekki væri hægt að mynda tveggja flokka ríkisstjórn. Stjórnmálafræðingur segir allmikil tíðindi felast í könnuninn 6. október 2016 07:00
Björt framtíð fengi kjörinn þingmann Björt framtíð hefur ekki mælst með meira fylgi í könnun Fréttablaðsins síðan í mars í fyrra. Þingmaður flokksins segist finna jákvæð viðbrögð við þeim málum sem flokkurinn hefur unnið í. 5. október 2016 06:30