Máttur Facebook skilaði atkvæðinu heim frá Kanada Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2016 23:06 Aðalheiður. Skjáskota af heimasíðu CBC. Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi. Kosningar 2016 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira
Það getur reynst erfitt að koma atkvæðinu til skila til Íslands séu menn staddir í öðru landi skömmu fyrir alþingiskosningar. Aðalheiður Þórhallsdóttir, nemi í Kanada, lét þó fátt stöðva sig í viðleitni sinni við að láta sitt atkvæði gilda í alþingiskosningunum. Aðalheiður býr í Toronto og stundar þar nám í listaháskóla. Hún þurfti að koma atkvæði sínu og vinkonu sinnar, Nönnu Maríu Bjarkar Snorradóttur, til Íslands í tæka tíð en þær voru orðnar of seinar í að senda atkvæði sín heim með pósti. Næsta skref var því að reyna á mátt Facebook og setti Aðalheiður inn færslu á vinsælan Facebook-hóp í Toronto. „Ég veit að það fara 1,6 milljónir ferðamanna til Íslands á ári hverju og allir sem ég hitti segja alltaf: „Bróðir minn er að fara til Íslands“ eða „mig langar svo að fara þangað,“ stóð í færslu Aðalheiðar sen skrifuð var í gær „Ef að það er einhver að fara til Íslands í dag eða á morgun getið þið vinsamlegast hjálpað okkur?“ Í skiptum fyrir greiðann myndi Aðalheiður veita upplýsingar um hvaða staði væri skemmtilegast að fara á á Íslandi og hvað væri best að gera hér á landi.Á vefsíðu kanadísku útvarpstöðvarinnar CBC má heyra viðtal við Aðalheiði þar sem hún segir frá því að stelpa hafi boðist til að taka atkvæðið með til Íslands, skilja það eftir í afgreiðslu hótelsins sem hún ætlaði sér að dvelja hér á landi. Þaðan ætla svo foreldrar hennar að koma atkvæðinu til skila. Þessu framtaki Aðalheiðar ættu Píratar að fagna en líkt og fram kemur í viðtalinu kaus hún Pírata, en aðalástæðan fyrir því að hún lagði þetta á sig til að koma atkvæðinu heim til Íslands var sú að hún er ólm í það að Píratar komist til valda á Íslandi.
Kosningar 2016 Mest lesið Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Jarðskjálfti við Kleifarvatn Innlent Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Erlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Leita í rústum íbúðahúsa Erlent Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Innlent Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Fleiri fréttir „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Sjá meira