NBA: Draumabyrjun Dwyane Wade með Chicago Bulls | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. október 2016 07:30 Dwyane Wade gat ekki byrjað mikið betur í fyrsta leik sínum með Chicago Bulls í NBA-deildinni en hann gerði í nótt. Dwight Howard fagnaði líka í frumraun sinni með Atlanta Hawks. San Antonio Spurs byrjar tímabilið á tveimur sigurleikjum. Dwyane Wade skoraði 22 stig og var næststigahæstur í liði Chicago Bulls sem vann 105-99 heimasigur á Boston Celtics. Jimmy Butler skoraði 24 stig. Dwyane Wade hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann skoraði samtals sjö þrista á öllu síðasta tímabili þegar hann var leikmaður Miami Heat. Wade spilaði í þrettán tímabil með Miami Heat en samdi öllum að óvörum við Bulls í sumar. Wade var auk stiganna með 6 fráköst og 5 stoðsendingar og Chicago vann með 15 stigum þegar hann var inná. Taj Gibson bætti við 18 stigum og 10 fráköstum en hjá Boston var Isaiah Thomas stigahæstur með 25 stig, Avery Bradley skoraði 16 stig og Jae Crowder var með 14 stig. Dwight Howard tók 19 fráköst auk 11 stiga í fyrsta leik sínum með Atlanta Hawks og Atlanta-liðið nýtti sér það framlag vel og vann 114-99 sigur á Washington Wizards. Paul Millsap var atkvæðamestur í stigaskoruninni með 28 stig og Tim Hardaway Jr. kom með 21 stig inn af bekknum. Markieff Morris var stighæstur hjá Washington með 22 stig. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í öðrum leiknum í röð og San Antonio Spurs varð fyrsta lið deildarinnar til að vinna tvo leiki. Spurs vann þá 102-94 sigur á Sacramento Kings á útivelli. Kawhi Leonard, skoraði 35 stig í stórsigri á Golden State í fyrsta leik, en nú var hann með 30 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. LaMarcus Aldridge kom næstur með 16 stig. DeMarcus Cousins var með 37 stig og 16 fráköst fyrir Sacramento-liðið. Reynsluboltarnir Pau Gasol (7 stig) og Tony Parker (4 stig) voru aðeins með 11 stig saman og liðið tapaði frekar illa þeim tíma sem þeir voru inná. Blake Griffin og Chris Paul voru allt í öllu þegar Los Angeles Clippers vann 114-106 sigur á Portland Trail Blazers. Griffin var með 27 stig og 13 fráköst en Paul skoraði líka 27 stig og bætti við 5 stoðsendingum og 5 fráköstum. Damian Lillard var með 29 stig og 10 fráköst hjá Portland og Maurice Harkless skoraði 23 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 106-114 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 94-102 Chicago Bulls - Boston Celtics 105-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 114-99 NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Dwyane Wade gat ekki byrjað mikið betur í fyrsta leik sínum með Chicago Bulls í NBA-deildinni en hann gerði í nótt. Dwight Howard fagnaði líka í frumraun sinni með Atlanta Hawks. San Antonio Spurs byrjar tímabilið á tveimur sigurleikjum. Dwyane Wade skoraði 22 stig og var næststigahæstur í liði Chicago Bulls sem vann 105-99 heimasigur á Boston Celtics. Jimmy Butler skoraði 24 stig. Dwyane Wade hitti úr 4 af 6 þriggja stiga skotum sínum í leiknum en hann skoraði samtals sjö þrista á öllu síðasta tímabili þegar hann var leikmaður Miami Heat. Wade spilaði í þrettán tímabil með Miami Heat en samdi öllum að óvörum við Bulls í sumar. Wade var auk stiganna með 6 fráköst og 5 stoðsendingar og Chicago vann með 15 stigum þegar hann var inná. Taj Gibson bætti við 18 stigum og 10 fráköstum en hjá Boston var Isaiah Thomas stigahæstur með 25 stig, Avery Bradley skoraði 16 stig og Jae Crowder var með 14 stig. Dwight Howard tók 19 fráköst auk 11 stiga í fyrsta leik sínum með Atlanta Hawks og Atlanta-liðið nýtti sér það framlag vel og vann 114-99 sigur á Washington Wizards. Paul Millsap var atkvæðamestur í stigaskoruninni með 28 stig og Tim Hardaway Jr. kom með 21 stig inn af bekknum. Markieff Morris var stighæstur hjá Washington með 22 stig. Kawhi Leonard skoraði 30 stig í öðrum leiknum í röð og San Antonio Spurs varð fyrsta lið deildarinnar til að vinna tvo leiki. Spurs vann þá 102-94 sigur á Sacramento Kings á útivelli. Kawhi Leonard, skoraði 35 stig í stórsigri á Golden State í fyrsta leik, en nú var hann með 30 stig, 5 stoðsendingar og 5 stolna bolta. LaMarcus Aldridge kom næstur með 16 stig. DeMarcus Cousins var með 37 stig og 16 fráköst fyrir Sacramento-liðið. Reynsluboltarnir Pau Gasol (7 stig) og Tony Parker (4 stig) voru aðeins með 11 stig saman og liðið tapaði frekar illa þeim tíma sem þeir voru inná. Blake Griffin og Chris Paul voru allt í öllu þegar Los Angeles Clippers vann 114-106 sigur á Portland Trail Blazers. Griffin var með 27 stig og 13 fráköst en Paul skoraði líka 27 stig og bætti við 5 stoðsendingum og 5 fráköstum. Damian Lillard var með 29 stig og 10 fráköst hjá Portland og Maurice Harkless skoraði 23 stig.Öll úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Portland Trail Blazers - Los Angeles Clippers 106-114 Sacramento Kings - San Antonio Spurs 94-102 Chicago Bulls - Boston Celtics 105-99 Atlanta Hawks - Washington Wizards 114-99
NBA Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Enski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira