„Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. október 2016 13:09 Björt Ólafsdóttir vísir/vilhelm Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
Björt Ólafsdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, segir mikilvægt að skýra línur nú eftir að fulltrúar stjórnarandstöðuflokkanna hafa fundað um mögulegt samstarf að kosningum loknum, enda séu flokkarnir afar ólíkir. Björt framtíð hefur boðað til blaðamannafundar klukkan 14 í dag. „Það hefur töluvert verið rætt um stjórnarsamstarf til hægri eða vinstri og við í Bjartri framtíð höfum verið skilgreind svolítið út og suður. Við ætlum bara að fá að gera það sjálf og lýsa okkar afstöðu til mögulegs stjórnarsamstarfs,“ segir Björt í samtali við Vísi, aðspurð um hvers eðlis blaðamannafundurinn í dag verður . Formenn Pírata, Vinstri Grænna, Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar sendu frá sér yfirlýsingu í hádeginu þar sem þeir segja fulla ástæðu til þess að kanna möguleika á myndun meirihlutastjórnar, fái flokkarnir til þess umboð í komandi kosningum, ásamt því sem þeir telji samstarf þessara flokka skýran valkost við núverandi stjórnarflokka. Björt segir að ekki sé um stjórnarmyndunarviðræður að ræða, enda séu þær ótímabærar á þessari stundu. „Við getum ekki farið í stjórnarmyndunarumræður fyrr en fólk er búið að kjósa. Það er bara svoleiðis. Þetta eru ekki stjórnarmyndunarumræður heldur telja flokkarnir jákvætt að fara í samstarf er úrslit kosninganna fara þannig. Á þessum tveimur stuttu fundum sem hafa verið höfum við ekkert rætt málefnin eða hvar flokkarnir eru ósammála, heldur aðallega hvar flokkarnir eru sammála,“ útskýrir hún. Björt segir að áherslur Bjartrar framtíðar verði kynntar, því flokkurinn muni ekki sætta sig við annað en að þeirra mál nái fram að ganga; þ.e kerfisbreytingar í sjávarútvegi og landbúnaði, jöfnun atkvæðisréttar og fullt kjörtímabil. Hins vegar segir hún að flokkurinn sé reiðubúin til að starfa með hvaða flokki sem er, nema Íslensku þjóðfylkingunni, náist sátt um þessi mál. „Þessir stjórnarandstöðuflokkar eru mjög ólíkir. Við erum frjálslyndur miðjuflokkur. Það er hægt að skilgreina aðra sem vinstri flokka en við erum ekki þar í mörgum málum. Ef af þessu verður og ef kjósendur vilja það þá verða áherslur okkar svona. Við viljum vera mjög skýr með það fyrir kosningar. Við erum frjálslyndur, grænn, miðjuflokkur og það eru okkar áherslur, sem þýðir miklar kerfisbreytingar,“ segir Björt
Kosningar 2016 Tengdar fréttir „Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37 Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent Fleiri fréttir „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Sjá meira
„Viljum sýna í verki að það séu valkostir í stjórnmálum og að það sé ekki allt opið“ Formenn stjórnarandstöðuflokkanna hafa lýst yfir vilja til þess að vinna saman í nýrri ríkisstjórn fái þeir til þess umboð eftir kosningar. 27. október 2016 12:37
Stjórnarandstaðan mun kanna möguleikann á stjórnarmyndun nái hún til þess meirihluta Fundi stjórnarandstöðuflokkanna sem hófst klukkan 10.30 í morgun lauk núna rúmlega hálftólf. Í 27. október 2016 11:49